Juba Sigríður Víðis Jónsdóttir skrifar 3. mars 2014 07:00 Nóttin var dimm og ég bylti mér í tjaldinu, dýnulaus á grjótharðri mold. Tunglið vakti yfir mér þar sem ég lá innan girðingarinnar í miðstöð Sameinuðu þjóðanna í Juba í Suður-Súdan. Hafði fengið að tjalda þar á ferðalagi um svæðið sem blaðamaður eftir að friðarsamningarnir voru undirritaðir. Níu árum síðar: Mér berast stöðuskýrslur frá Suður-Súdan. Fólk streymir að miðstöðinni og tjöld spretta upp. Nú vinn ég hjá UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, og þar á bæ hringja allar viðvörunarbjöllur. Fleiri en 400.000 börn hafa flúið eftir að stríðsátök brutust út. Örvæntingarfull börn og fjölskyldur leita öryggis innan veggja miðstöðvar Sameinuðu þjóðanna. Nema að núna er ekki eitt tjald í garðinum heldur hafast meira en 20.000 manns þar við. Ég skil ekki hvernig fólkið kemst fyrir. Fyrst fer ég að grenja. Síðan fæ ég sent kort að utan sem sýnir viðbrögð UNICEF. Við sjáum um hreint vatn fyrir flóttafólkið, bæði í þessari miðstöð og öðrum úti um landið. Höfum með stuðningi heimsforeldra UNICEF m.a. komið upp hreinlætisaðstöðu og veitt lífsnauðsynlegar bólusetningar gegn farsóttum. Og nú er verið að færa girðingarnar til og stækka svæðið. Það er gott að vita að verið sé að hjálpa.Flóttamannabúðir í Grindavík Mánuði síðar: UNICEF á Íslandi stendur fyrir átaki til að vekja athygli á ömurlegum aðstæðum flóttabarna víða um heim – barna eins og þeirra sem nú hafast við í tjöldum í Suður-Súdan. Hugmyndin er að spegla aðstæður þeirra hingað heim og gefa fólki færi á að styðja baráttu UNICEF fyrir börn á flótta. Íslenska auglýsingastofan og True North hafa gefið UNICEF auglýsingu sem sýnir börn hér á landi á flótta. Til að skapa réttar aðstæður settu sjálfboðaliðar flóttamannabúðir upp við Grindavík. Börnin gátu farið heim að sofa eftir tökurnar. Sem betur fer. Þurftu ekki að liggja berskjölduð í þunnum tjöldum í næturmyrkrinu, háð utanaðkomandi aðstoð. Það skiptir ekki máli hvort um er að ræða börn hér á landi, í Suður-Súdan, Sýrlandi eða annars staðar. Börn á flótta þurfa öryggi og skjól, rétt eins og öll önnur börn. Sameiginlegt verkefni okkar er að gæta þeirra – og það er sannarlega hægt að hjálpa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Víðis Jónsdóttir Mest lesið Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Sjá meira
Nóttin var dimm og ég bylti mér í tjaldinu, dýnulaus á grjótharðri mold. Tunglið vakti yfir mér þar sem ég lá innan girðingarinnar í miðstöð Sameinuðu þjóðanna í Juba í Suður-Súdan. Hafði fengið að tjalda þar á ferðalagi um svæðið sem blaðamaður eftir að friðarsamningarnir voru undirritaðir. Níu árum síðar: Mér berast stöðuskýrslur frá Suður-Súdan. Fólk streymir að miðstöðinni og tjöld spretta upp. Nú vinn ég hjá UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, og þar á bæ hringja allar viðvörunarbjöllur. Fleiri en 400.000 börn hafa flúið eftir að stríðsátök brutust út. Örvæntingarfull börn og fjölskyldur leita öryggis innan veggja miðstöðvar Sameinuðu þjóðanna. Nema að núna er ekki eitt tjald í garðinum heldur hafast meira en 20.000 manns þar við. Ég skil ekki hvernig fólkið kemst fyrir. Fyrst fer ég að grenja. Síðan fæ ég sent kort að utan sem sýnir viðbrögð UNICEF. Við sjáum um hreint vatn fyrir flóttafólkið, bæði í þessari miðstöð og öðrum úti um landið. Höfum með stuðningi heimsforeldra UNICEF m.a. komið upp hreinlætisaðstöðu og veitt lífsnauðsynlegar bólusetningar gegn farsóttum. Og nú er verið að færa girðingarnar til og stækka svæðið. Það er gott að vita að verið sé að hjálpa.Flóttamannabúðir í Grindavík Mánuði síðar: UNICEF á Íslandi stendur fyrir átaki til að vekja athygli á ömurlegum aðstæðum flóttabarna víða um heim – barna eins og þeirra sem nú hafast við í tjöldum í Suður-Súdan. Hugmyndin er að spegla aðstæður þeirra hingað heim og gefa fólki færi á að styðja baráttu UNICEF fyrir börn á flótta. Íslenska auglýsingastofan og True North hafa gefið UNICEF auglýsingu sem sýnir börn hér á landi á flótta. Til að skapa réttar aðstæður settu sjálfboðaliðar flóttamannabúðir upp við Grindavík. Börnin gátu farið heim að sofa eftir tökurnar. Sem betur fer. Þurftu ekki að liggja berskjölduð í þunnum tjöldum í næturmyrkrinu, háð utanaðkomandi aðstoð. Það skiptir ekki máli hvort um er að ræða börn hér á landi, í Suður-Súdan, Sýrlandi eða annars staðar. Börn á flótta þurfa öryggi og skjól, rétt eins og öll önnur börn. Sameiginlegt verkefni okkar er að gæta þeirra – og það er sannarlega hægt að hjálpa.
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar