Eigum við að mótmæla harðlega? Elvar Örn Arason og Gunnar Alexander Ólafsson skrifar 5. mars 2014 06:00 Það er ótrúlegt að fylgjast með atburðum í Úkraínu. Þar hafa Rússar ákveðið að beita hervaldi til að freista þess að knésetja ný stjórnvöld í Kænugarði. Byltingin í Úkraínu var gerð í kjölfar mikilla mótmæla frá almenningi. Almenningur var ósáttur við stefnu þáverandi forseta að hætta við að undirrita samstarfssamning við ESB og þróa nánara samstarf við Rússland, sem lofaði úkraínskum stjórnvöldum ríflegum fjárstuðningi ef þau hættu við samstarfið við ESB. Þetta átti almenningur í vesturhluta Úkraínu erfitt með að sætta sig við og í kjölfarið brutust út hörð mótmæli sem leiddu til þess að Janúkovítsj forseti hrökklaðist frá völdum. Vladímír Pútín, forseti Rússlands, vill fá að stjórna því hvernig stjórnarfarið er í ríkjunum í kringum Rússland. Hann kærir sig kollóttan um að virða mannréttindi og koma á vestrænu lýðræði á áhrifasvæði þess. Almenningur í Úkraínu vill ekki nánari samskipti við Rússland, heldur treysta lýðræðisþróunina í landinu sem hófst árið 1991 með falli Sovétríkjanna og styrkja tengslin við ESB. Átökin gætu haft alvarlegar afleiðingar í för með sér og hrint af stað ófriðaröldu á svæðinu. Þessi þróun hefur leitt til neyðarfunda hjá ESB og NATO, þar sem nágrannaríki Rússlands hafa sett af stað nánari útfærslu á stofnsamningi NATÓ (Litháen skoðar nánar 4. gr. NATO-sáttmálans). Ástandið er afar eldfimt og allir aðilar þurfa að gæta þess að stigmagna ekki deiluna og leita eftir friðsamlegum lausnum. Athyglisvert er að frá íslenskum stjórnvöldum koma varfærin viðbrögð. Þvert á móti hafa íslensk stjórnvöld undanfarin misseri fjandskapast við samstarfsþjóðir okkar í ESB (tillaga um slit á ESB-viðræðum), mært rússnesk stjórnvöld (viðtal forsetans við rússneskt dagblað), sýnt þeim of mikla virðingu (ráðherra og forseti fara á Vetrarólympíuleika). Það skiptir máli að Vesturlönd standi saman og fordæmi rússnesk stjórnvöld harðlega fyrir að beita vopnavaldi gegn sjálfstæðu ríki. Ísland á að mótmæla með virkari hætti en hefur verið gert, t.d. með því að fylgja fordæmi stjórnvalda í Bretlandi og hætta við að senda ráðherra á Vetrarólympíuleika fatlaðra sem haldnir verða í Rússlandi. Að okkar mati eiga íslensk stjórnvöld ekki að efla samskipti sín við Rússland, heldur þvert á móti kæla þau samskipti í stað þess að eyða allri sinni orku í að draga úr samskiptum við lýðræðisþjóðir í Evrópu. Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Alexander Ólafsson Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Skoðun Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Það er ótrúlegt að fylgjast með atburðum í Úkraínu. Þar hafa Rússar ákveðið að beita hervaldi til að freista þess að knésetja ný stjórnvöld í Kænugarði. Byltingin í Úkraínu var gerð í kjölfar mikilla mótmæla frá almenningi. Almenningur var ósáttur við stefnu þáverandi forseta að hætta við að undirrita samstarfssamning við ESB og þróa nánara samstarf við Rússland, sem lofaði úkraínskum stjórnvöldum ríflegum fjárstuðningi ef þau hættu við samstarfið við ESB. Þetta átti almenningur í vesturhluta Úkraínu erfitt með að sætta sig við og í kjölfarið brutust út hörð mótmæli sem leiddu til þess að Janúkovítsj forseti hrökklaðist frá völdum. Vladímír Pútín, forseti Rússlands, vill fá að stjórna því hvernig stjórnarfarið er í ríkjunum í kringum Rússland. Hann kærir sig kollóttan um að virða mannréttindi og koma á vestrænu lýðræði á áhrifasvæði þess. Almenningur í Úkraínu vill ekki nánari samskipti við Rússland, heldur treysta lýðræðisþróunina í landinu sem hófst árið 1991 með falli Sovétríkjanna og styrkja tengslin við ESB. Átökin gætu haft alvarlegar afleiðingar í för með sér og hrint af stað ófriðaröldu á svæðinu. Þessi þróun hefur leitt til neyðarfunda hjá ESB og NATO, þar sem nágrannaríki Rússlands hafa sett af stað nánari útfærslu á stofnsamningi NATÓ (Litháen skoðar nánar 4. gr. NATO-sáttmálans). Ástandið er afar eldfimt og allir aðilar þurfa að gæta þess að stigmagna ekki deiluna og leita eftir friðsamlegum lausnum. Athyglisvert er að frá íslenskum stjórnvöldum koma varfærin viðbrögð. Þvert á móti hafa íslensk stjórnvöld undanfarin misseri fjandskapast við samstarfsþjóðir okkar í ESB (tillaga um slit á ESB-viðræðum), mært rússnesk stjórnvöld (viðtal forsetans við rússneskt dagblað), sýnt þeim of mikla virðingu (ráðherra og forseti fara á Vetrarólympíuleika). Það skiptir máli að Vesturlönd standi saman og fordæmi rússnesk stjórnvöld harðlega fyrir að beita vopnavaldi gegn sjálfstæðu ríki. Ísland á að mótmæla með virkari hætti en hefur verið gert, t.d. með því að fylgja fordæmi stjórnvalda í Bretlandi og hætta við að senda ráðherra á Vetrarólympíuleika fatlaðra sem haldnir verða í Rússlandi. Að okkar mati eiga íslensk stjórnvöld ekki að efla samskipti sín við Rússland, heldur þvert á móti kæla þau samskipti í stað þess að eyða allri sinni orku í að draga úr samskiptum við lýðræðisþjóðir í Evrópu. Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar