Sjálfs er höndin hollust Ólafur Þ. Stephensen skrifar 7. mars 2014 06:00 Sumir af ráðherrum ríkisstjórnarinnar hafa látið að því liggja undanfarna daga að fjölmiðlar sýni þá í óhagstæðu ljósi í umfjöllun um hvernig eigi að halda á framhaldi viðræðna við Evrópusambandið. Staðreyndin er þó sú að það eru ráðherrarnir sjálfir og það sem þeir láta út úr sér, sem dregur mest úr trúverðugleika þeirra. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var til dæmis óklipptur í beinni útsendingu í Kastljósinu á þriðjudagskvöldið. Þar sagði hann þrennt, sem allt grefur undan trú almennings á að það sé eitthvað að marka það sem forystumenn ríkisstjórnarinnar segja. Í fyrsta lagi sagði Sigmundur að það lægi á að drífa þingsályktunartillögu um slit aðildarviðræðnanna í gegnum Alþingi af því að íslenzk stjórnvöld væru undir svo mikilli pressu frá Evrópusambandinu. Ekki var liðinn sólarhringur þegar talsmenn Evrópusambandsins voru búnir að reka þetta ofan í ráðherrann og afþökkuðu slíkar túlkanir á orðum sínum. Þeir ítrekuðu þvert á móti að þeir hefðu ekki sett neina tímafresti og að ESB væri áfram reiðubúið að halda áfram aðildarviðræðunum við Ísland. Raunar er undrunarefni að ráðherrann hafi sagt að það væri ESB sem þrýsti á ákvörðun í málinu, því að hið gagnstæða hefur ítrekað komið fram undanfarna mánuði, síðast í umræðum á Evrópuþinginu og ályktun þess í janúar. Er ráðherrann svona ólæs á hvað er að gerast í Evrópusambandinu? Í öðru lagi sagði forsætisráðherrann að Sjálfstæðisflokkurinn hefði enga kröfu gert í stjórnarmyndunarviðræðunum um að staðið yrði við „við munum standa við“-loforðið um að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna á fyrri hluta kjörtímabilsins. Það hefði bara eiginlega ekkert komið til tals; stjórnarflokkarnir væru alveg sammála um hvernig ætti að halda á Evrópumálunum. Í þriðja lagi sagði forsætisráðherrann að það væri ekkert að marka hans eigin undirskrift á bréfi sem hann sendi kjósendum fyrir kosningarnar 2009. Þar kom fram að fordæmi væru fyrir því í samningum annarra þjóða við Evrópusambandið að komið væri til móts við kröfur vegna hagsmuna landbúnaðar og sjávarútvegs og það væri „algerlega rangt að halda því fram að þessar kröfur hamli því að af aðildarsamningi geti orðið.“ „Ég skrifaði ekki þetta bréf og þetta hefur aldrei verið mín afstaða,“ sagði forsætisráðherrann. En hann skrifaði nú samt undir bréfið. Hvað eiga kjósendur eiginlega að halda þegar þetta bætist við allt annað sem fram hefur komið undanfarna daga um orðheldni og skarpskyggni forystumanna stjórnarflokkanna? Hvaða mark eiga þeir til dæmis að taka á undirskriftum og loforðum í kosningabæklingunum sem væntanlegir eru inn um lúguna frá Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna? Þetta heitir að vera kominn ofan í holu og halda áfram að moka. Alveg hjálparlaust. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Sumir af ráðherrum ríkisstjórnarinnar hafa látið að því liggja undanfarna daga að fjölmiðlar sýni þá í óhagstæðu ljósi í umfjöllun um hvernig eigi að halda á framhaldi viðræðna við Evrópusambandið. Staðreyndin er þó sú að það eru ráðherrarnir sjálfir og það sem þeir láta út úr sér, sem dregur mest úr trúverðugleika þeirra. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var til dæmis óklipptur í beinni útsendingu í Kastljósinu á þriðjudagskvöldið. Þar sagði hann þrennt, sem allt grefur undan trú almennings á að það sé eitthvað að marka það sem forystumenn ríkisstjórnarinnar segja. Í fyrsta lagi sagði Sigmundur að það lægi á að drífa þingsályktunartillögu um slit aðildarviðræðnanna í gegnum Alþingi af því að íslenzk stjórnvöld væru undir svo mikilli pressu frá Evrópusambandinu. Ekki var liðinn sólarhringur þegar talsmenn Evrópusambandsins voru búnir að reka þetta ofan í ráðherrann og afþökkuðu slíkar túlkanir á orðum sínum. Þeir ítrekuðu þvert á móti að þeir hefðu ekki sett neina tímafresti og að ESB væri áfram reiðubúið að halda áfram aðildarviðræðunum við Ísland. Raunar er undrunarefni að ráðherrann hafi sagt að það væri ESB sem þrýsti á ákvörðun í málinu, því að hið gagnstæða hefur ítrekað komið fram undanfarna mánuði, síðast í umræðum á Evrópuþinginu og ályktun þess í janúar. Er ráðherrann svona ólæs á hvað er að gerast í Evrópusambandinu? Í öðru lagi sagði forsætisráðherrann að Sjálfstæðisflokkurinn hefði enga kröfu gert í stjórnarmyndunarviðræðunum um að staðið yrði við „við munum standa við“-loforðið um að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna á fyrri hluta kjörtímabilsins. Það hefði bara eiginlega ekkert komið til tals; stjórnarflokkarnir væru alveg sammála um hvernig ætti að halda á Evrópumálunum. Í þriðja lagi sagði forsætisráðherrann að það væri ekkert að marka hans eigin undirskrift á bréfi sem hann sendi kjósendum fyrir kosningarnar 2009. Þar kom fram að fordæmi væru fyrir því í samningum annarra þjóða við Evrópusambandið að komið væri til móts við kröfur vegna hagsmuna landbúnaðar og sjávarútvegs og það væri „algerlega rangt að halda því fram að þessar kröfur hamli því að af aðildarsamningi geti orðið.“ „Ég skrifaði ekki þetta bréf og þetta hefur aldrei verið mín afstaða,“ sagði forsætisráðherrann. En hann skrifaði nú samt undir bréfið. Hvað eiga kjósendur eiginlega að halda þegar þetta bætist við allt annað sem fram hefur komið undanfarna daga um orðheldni og skarpskyggni forystumanna stjórnarflokkanna? Hvaða mark eiga þeir til dæmis að taka á undirskriftum og loforðum í kosningabæklingunum sem væntanlegir eru inn um lúguna frá Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna? Þetta heitir að vera kominn ofan í holu og halda áfram að moka. Alveg hjálparlaust.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar