Héldu "kúlinu“ eftir stóra tapið á móti Þýskalandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. mars 2014 07:00 Stelpurnar fagna hér marki á móti Noregi. Mynd/KSÍ/Hilmar Þór Guðmundsson Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er komið í bronsleikinn í Algarve-bikarnum þrátt fyrir stóran skell í fyrsta leik. Íslensku stelpurnar hafa komið öflugar til baka og náðu öðru sætinu í sínum riðli eftir tvö dramatísk sigurmörk í lok leikja sinna á móti Noregi og Kína. Fram undan er leikur við Svíþjóð um þriðja sætið í dag en íslenska kvennalandsliðið hefur aðeins einu sinni náð betri árangri á þessu árlega móti bestu landsliða heims. „Það var slæm niðurstaða að tapa 5-0 en ég get alveg verið hreinskilinn og sagt að ég hafi verið pollrólegur eftir Þýskalandsleikinn. Það var svo margt jákvætt í leiknum af því sem við lögðum upp og við gátum tekið það með okkur,“ sagði Freyr Alexandersson, þjálfari Íslands.Höfum öll trú á því sem við erum að gera „Ég vissi alveg að þetta gæti gerst en þetta var óþarflega stórt tap. Við héldum bara „kúlinu“ eins og við segjum og héldum áfram. Við höfum öll trú á því sem við erum að gera og það er það sem skiptir máli. Leikmennirnir eru á fleygiferð og ég er mjög ánægður með leikmennina,“ segir Freyr. Algarve-bikarinn hefur alltaf verið vettvangur til að gefa nýjum leikmönnum tækifærið en þó aldrei eins og nú. Þrír lykilleikmenn undanfarinna ára eru til dæmis ekki með því fyrirliðinn Katrín Jónsdóttir er hætt, markadrottningin Margrét Lára Viðarsdóttir er ófrísk og hættulegasti sóknarmaður liðsins, Hólmfríður Magnúsdóttir, er meidd. Að auki hefur Freyr gefið 21 af 23 leikmönnum tækifæri í byrjunarliðinu og tuttugu leikmenn hafa spilað í meira en 80 mínútur á mótinu. Margrét Lára er enn hluti af liðinu þrátt fyrir að vera í barneignarfríi.Margrét Lára í stöðugu sambandi „Margrét er búin að vera í stöðugu sambandi við mig allt mótið og sýnir okkur mikinn stuðning,“ segir Freyr en hann bauð Margréti Láru að vera eins mikið í kringum liðið og hún vildi. Hinar stjörnur liðsins sætta sig alveg við þessa „tilraunastarfsemi“ hjá Frey. „Ég upplifi engar stjörnur innan liðsins og ég ítreka það alltaf við þessa leikmenn sem eru hérna hjá okkur að við erum að skapa liðsheild. Íslenska landsliðið þarf á því að halda að vera með breiðari hóp heldur en við vorum með fyrir mótið,“ sagði Freyr og bætti við: „Það er ótrúlega mikilvægt að við séum búin að skapa heilbrigða og góða samkeppni um stöður. Leikmenn liðsins eiga að styðja hvern annan í þeirri baráttu.“ Freyr talaði um það fyrir mótið að úrslitin væru ekki aðalatriðið og það hefur því komið skemmtilega á óvart að liðið sé komið alla leið í leikinn um þriðja sætið sem fer fram kl. 11.00 í dag.Spilatími íslensku stelpnanna í Algarve-bikarnum 2014 Sara Björk Gunnarsdóttir 209 mínútur (2 í byrjunarliði) Hallbera Guðný Gísladóttir 205 (2) Dagný Brynjarsdóttir 184 (2) Harpa Þorsteinsdóttir 182 (2) Elísa Viðarsdóttir 181 (2) Glódís Perla Viggósdóttir 180 (2) Mist Edvardsdóttir 180 (2) Anna Björk Kristjánsdóttir 180 (2) Rakel Hönnudóttir 169 (2) Dóra María Lárusdóttir 168 (2) Katrín Ómarsdóttir 152 (2) Fanndís Friðriksdóttir 151 (1) Ásgerður S. Baldursdóttir 145 (2) Þóra Björg Helgadóttir 90 (1) Guðbjörg Gunnarsdóttir 90 (1) Sandra Sigurðardóttir 90 (1) Anna María Baldursdóttir 90 (1) Soffía A. Gunnarsdóttir 90 (1) Elín Metta Jensen 88 (1) Þórunn Helga Jónsdóttir 81 (1) Ólína G. Viðarsdóttir 55 (1) Katrín Ásbjörnsdóttir 10 (0) Guðmunda Brynja Óladóttir 0Besti árangur íslenska kvennalandsliðsins í Algarve-bikarnum2. sæti 2011 - 2-4 tap fyrir Bandaríkjunum í úrslitaleik3. eða 4. sæti 2014 - leikur um 3. sæti við Svíþjóð í dag6. sæti 1996 - tap í vítakepppni fyrir Rússlandi í leik um 5. sætið6. sæti 2009 - 1-2 tap fyrir Kína í leik um 5. sætið6. sæti 2012 - 1-3 tap fyrir Danmörku í leik um 5. sætið7. sæti 1997 - sigur í vítakeppni á móti Portúgal í leik um 7. sætið7. sæti 2008 4-1 sigur á Kína í leik um 7.sætið Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er komið í bronsleikinn í Algarve-bikarnum þrátt fyrir stóran skell í fyrsta leik. Íslensku stelpurnar hafa komið öflugar til baka og náðu öðru sætinu í sínum riðli eftir tvö dramatísk sigurmörk í lok leikja sinna á móti Noregi og Kína. Fram undan er leikur við Svíþjóð um þriðja sætið í dag en íslenska kvennalandsliðið hefur aðeins einu sinni náð betri árangri á þessu árlega móti bestu landsliða heims. „Það var slæm niðurstaða að tapa 5-0 en ég get alveg verið hreinskilinn og sagt að ég hafi verið pollrólegur eftir Þýskalandsleikinn. Það var svo margt jákvætt í leiknum af því sem við lögðum upp og við gátum tekið það með okkur,“ sagði Freyr Alexandersson, þjálfari Íslands.Höfum öll trú á því sem við erum að gera „Ég vissi alveg að þetta gæti gerst en þetta var óþarflega stórt tap. Við héldum bara „kúlinu“ eins og við segjum og héldum áfram. Við höfum öll trú á því sem við erum að gera og það er það sem skiptir máli. Leikmennirnir eru á fleygiferð og ég er mjög ánægður með leikmennina,“ segir Freyr. Algarve-bikarinn hefur alltaf verið vettvangur til að gefa nýjum leikmönnum tækifærið en þó aldrei eins og nú. Þrír lykilleikmenn undanfarinna ára eru til dæmis ekki með því fyrirliðinn Katrín Jónsdóttir er hætt, markadrottningin Margrét Lára Viðarsdóttir er ófrísk og hættulegasti sóknarmaður liðsins, Hólmfríður Magnúsdóttir, er meidd. Að auki hefur Freyr gefið 21 af 23 leikmönnum tækifæri í byrjunarliðinu og tuttugu leikmenn hafa spilað í meira en 80 mínútur á mótinu. Margrét Lára er enn hluti af liðinu þrátt fyrir að vera í barneignarfríi.Margrét Lára í stöðugu sambandi „Margrét er búin að vera í stöðugu sambandi við mig allt mótið og sýnir okkur mikinn stuðning,“ segir Freyr en hann bauð Margréti Láru að vera eins mikið í kringum liðið og hún vildi. Hinar stjörnur liðsins sætta sig alveg við þessa „tilraunastarfsemi“ hjá Frey. „Ég upplifi engar stjörnur innan liðsins og ég ítreka það alltaf við þessa leikmenn sem eru hérna hjá okkur að við erum að skapa liðsheild. Íslenska landsliðið þarf á því að halda að vera með breiðari hóp heldur en við vorum með fyrir mótið,“ sagði Freyr og bætti við: „Það er ótrúlega mikilvægt að við séum búin að skapa heilbrigða og góða samkeppni um stöður. Leikmenn liðsins eiga að styðja hvern annan í þeirri baráttu.“ Freyr talaði um það fyrir mótið að úrslitin væru ekki aðalatriðið og það hefur því komið skemmtilega á óvart að liðið sé komið alla leið í leikinn um þriðja sætið sem fer fram kl. 11.00 í dag.Spilatími íslensku stelpnanna í Algarve-bikarnum 2014 Sara Björk Gunnarsdóttir 209 mínútur (2 í byrjunarliði) Hallbera Guðný Gísladóttir 205 (2) Dagný Brynjarsdóttir 184 (2) Harpa Þorsteinsdóttir 182 (2) Elísa Viðarsdóttir 181 (2) Glódís Perla Viggósdóttir 180 (2) Mist Edvardsdóttir 180 (2) Anna Björk Kristjánsdóttir 180 (2) Rakel Hönnudóttir 169 (2) Dóra María Lárusdóttir 168 (2) Katrín Ómarsdóttir 152 (2) Fanndís Friðriksdóttir 151 (1) Ásgerður S. Baldursdóttir 145 (2) Þóra Björg Helgadóttir 90 (1) Guðbjörg Gunnarsdóttir 90 (1) Sandra Sigurðardóttir 90 (1) Anna María Baldursdóttir 90 (1) Soffía A. Gunnarsdóttir 90 (1) Elín Metta Jensen 88 (1) Þórunn Helga Jónsdóttir 81 (1) Ólína G. Viðarsdóttir 55 (1) Katrín Ásbjörnsdóttir 10 (0) Guðmunda Brynja Óladóttir 0Besti árangur íslenska kvennalandsliðsins í Algarve-bikarnum2. sæti 2011 - 2-4 tap fyrir Bandaríkjunum í úrslitaleik3. eða 4. sæti 2014 - leikur um 3. sæti við Svíþjóð í dag6. sæti 1996 - tap í vítakepppni fyrir Rússlandi í leik um 5. sætið6. sæti 2009 - 1-2 tap fyrir Kína í leik um 5. sætið6. sæti 2012 - 1-3 tap fyrir Danmörku í leik um 5. sætið7. sæti 1997 - sigur í vítakeppni á móti Portúgal í leik um 7. sætið7. sæti 2008 4-1 sigur á Kína í leik um 7.sætið
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann