Áfram á vondum stað Ólafur Þ. Stephensen skrifar 15. mars 2014 06:30 Stjórnarformaður þekkingarfyrirtækisins Össurar hf., Niels Jacobsen, var harðorður í garð íslenzkra stjórnvalda í ræðu sinni á aðalfundi fyrirtækisins í gær. Þetta er fjórði aðalfundurinn í röð þar sem Jacobsen gagnrýnir harðlega ráðstafanir ríkisstjórnar Íslands og það viðskiptaumhverfi sem alþjóðlegum þekkingarfyrirtækjum er búið. Rauði þráðurinn í gagnrýni Jacobsens hefur annars vegar verið að gjaldmiðillinn sé ónothæfur, hins vegar að lagasetning sé „fljótfærnisleg, tíð og ófagleg“ og ríkur vilji til að búa til séríslenzkar lausnir, sem ekki hafa verið reyndar annars staðar. Vinstri stjórnin tók ekki mark á gagnrýni þessa þekkta áhrifamanns í evrópsku atvinnulífi, ekki fremur en annarra sem gagnrýndu það viðskipta- og fjárfestingarumhverfi sem fyrirtækjum á Íslandi var búið í hennar tíð. Jóhanna Sigurðardóttir, þáverandi forsætisráðherra, talaði um „svartagallsraus“ og gaf ítrekað til kynna að fólkið sem rekur fyrirtæki á Íslandi skildi bara alls ekki hvað það byggi í rauninni við frábærar aðstæður og gengi vel hjá því. Svo kom til valda ný ríkisstjórn, sem ætlaði að eyða pólitískri óvissu, hverfa af braut fjandskapar við atvinnulífið og skapa fyrirtækjum hagstætt rekstrarumhverfi. Af hverju ætli Niels Jacobsen ítreki þá ádeilu sína? Getur það verið af því að þrátt fyrir fallegu orðin hjá nýju ríkisstjórninni hafi ekkert breytzt? Jacobsen bætti raunar heldur í gagnrýni sína í gær; sagði að Ísland hefði sótt um aðild að Evrópusambandinu og það hefði verið helzta von Össurar um að komast út úr erfiðum aðstæðum óhagstæðs gjaldmiðils og ófyrirsjáanlegs lagaumhverfis. „Því miður eru áhyggjur mínar enn gildar þar sem íslensk stjórnvöld hafa í hyggju að binda enda á umsóknarferlið án þess að sagt hafi verið frá neinni varaáætlun,“ sagði Jacobsen. Með öðrum orðum væri ekkert plan um að aflétta gjaldeyrishöftunum sem hefðu verið í gildi í á sjötta ár, fyrirtækið byggi hvorki við opið né fyrirsjáanlegt umhverfi og það sem væri verra; ekkert benti til að það myndi breytast. „Þetta gengur ekki til lengri tíma. Á þessari stundu er Ísland ekki góður staður til að reka alþjóðlegt fyrirtæki. Þetta er meiriháttar áhyggjuefni og ég vona að það verði komið fram með lausn fljótlega,“ sagði stjórnarformaður Össurar. Og hver eru viðbrögð stjórnvalda að þessu sinni – ríkisstjórnarinnar sem er svo mikill vinur atvinnulífsins? Þau eru ósköp svipuð og hjá fyrri stjórn; þetta er allt einhver misskilningur. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir í Fréttablaðinu í dag að skilaboðin úr efnahagslífinu séu í hina áttina; hér gangi allt svona líka ljómandi vel. Gjaldeyrishöftin séu reyndar vandamál og mikilvægt að ná áfanga í að aflétta þeim. Planið um haftalausan, stöðugan gjaldmiðil höfum við hins vegar ekki séð, enda er það ekki til. Þessi ríkisstjórn virðist álíka skeytingarlaus og sú síðasta um rausið í atvinnulífinu. Talsverðar líkur virðast vera á að Ísland verði áfram vondur staður fyrir framsæknustu vaxtarbrodda atvinnulífsins og þeir endi með að skjóta rótum annars staðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Stjórnarformaður þekkingarfyrirtækisins Össurar hf., Niels Jacobsen, var harðorður í garð íslenzkra stjórnvalda í ræðu sinni á aðalfundi fyrirtækisins í gær. Þetta er fjórði aðalfundurinn í röð þar sem Jacobsen gagnrýnir harðlega ráðstafanir ríkisstjórnar Íslands og það viðskiptaumhverfi sem alþjóðlegum þekkingarfyrirtækjum er búið. Rauði þráðurinn í gagnrýni Jacobsens hefur annars vegar verið að gjaldmiðillinn sé ónothæfur, hins vegar að lagasetning sé „fljótfærnisleg, tíð og ófagleg“ og ríkur vilji til að búa til séríslenzkar lausnir, sem ekki hafa verið reyndar annars staðar. Vinstri stjórnin tók ekki mark á gagnrýni þessa þekkta áhrifamanns í evrópsku atvinnulífi, ekki fremur en annarra sem gagnrýndu það viðskipta- og fjárfestingarumhverfi sem fyrirtækjum á Íslandi var búið í hennar tíð. Jóhanna Sigurðardóttir, þáverandi forsætisráðherra, talaði um „svartagallsraus“ og gaf ítrekað til kynna að fólkið sem rekur fyrirtæki á Íslandi skildi bara alls ekki hvað það byggi í rauninni við frábærar aðstæður og gengi vel hjá því. Svo kom til valda ný ríkisstjórn, sem ætlaði að eyða pólitískri óvissu, hverfa af braut fjandskapar við atvinnulífið og skapa fyrirtækjum hagstætt rekstrarumhverfi. Af hverju ætli Niels Jacobsen ítreki þá ádeilu sína? Getur það verið af því að þrátt fyrir fallegu orðin hjá nýju ríkisstjórninni hafi ekkert breytzt? Jacobsen bætti raunar heldur í gagnrýni sína í gær; sagði að Ísland hefði sótt um aðild að Evrópusambandinu og það hefði verið helzta von Össurar um að komast út úr erfiðum aðstæðum óhagstæðs gjaldmiðils og ófyrirsjáanlegs lagaumhverfis. „Því miður eru áhyggjur mínar enn gildar þar sem íslensk stjórnvöld hafa í hyggju að binda enda á umsóknarferlið án þess að sagt hafi verið frá neinni varaáætlun,“ sagði Jacobsen. Með öðrum orðum væri ekkert plan um að aflétta gjaldeyrishöftunum sem hefðu verið í gildi í á sjötta ár, fyrirtækið byggi hvorki við opið né fyrirsjáanlegt umhverfi og það sem væri verra; ekkert benti til að það myndi breytast. „Þetta gengur ekki til lengri tíma. Á þessari stundu er Ísland ekki góður staður til að reka alþjóðlegt fyrirtæki. Þetta er meiriháttar áhyggjuefni og ég vona að það verði komið fram með lausn fljótlega,“ sagði stjórnarformaður Össurar. Og hver eru viðbrögð stjórnvalda að þessu sinni – ríkisstjórnarinnar sem er svo mikill vinur atvinnulífsins? Þau eru ósköp svipuð og hjá fyrri stjórn; þetta er allt einhver misskilningur. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir í Fréttablaðinu í dag að skilaboðin úr efnahagslífinu séu í hina áttina; hér gangi allt svona líka ljómandi vel. Gjaldeyrishöftin séu reyndar vandamál og mikilvægt að ná áfanga í að aflétta þeim. Planið um haftalausan, stöðugan gjaldmiðil höfum við hins vegar ekki séð, enda er það ekki til. Þessi ríkisstjórn virðist álíka skeytingarlaus og sú síðasta um rausið í atvinnulífinu. Talsverðar líkur virðast vera á að Ísland verði áfram vondur staður fyrir framsæknustu vaxtarbrodda atvinnulífsins og þeir endi með að skjóta rótum annars staðar.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun