Kerfisbreyting er bezta tækifærið Ólafur Þ. Stephensen skrifar 20. mars 2014 06:00 Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra sagði í þættinum Í bítið á Bylgjunni í fyrradag að hægt væri að réttlæta að hækka laun kennara umfram almennar launabreytingar með því að breyta skólakerfinu og stytta nám til stúdentsprófs. Sambærilegar tillögur eru hluti af tilboði ríkisins til lausnar kjaradeilunni við framhaldsskólakennara. Forystumenn kennara hafa tekið þessum áformum illa. Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, sagði til dæmis í samtali við DV, að það væri „ósæmilegt að bera slíka hluti inn á borð í kjarasamningsviðræðum“. En af hverju er það ósæmilegt? Er þessi leið ekki einmitt tækifærið til að hækka laun kennara, sem vissulega eru of lág? Staðan á vinnumarkaðnum og í fjármálum hins opinbera bendir ekki til að önnur leið sé fær. Á almenna vinnumarkaðnum féllust samtök launþega á að semja um hóflegar launahækkanir gegn því að verðbólgunni yrði haldið í skefjum. Ef laun opinberra starfsmanna hækka langt umfram það sem þar var samið um er árangrinum í hættu stefnt. Hvorki ríkið né sveitarfélög eiga heldur peninga til að hækka laun starfsmanna sinna umfram það sem gerist á almenna markaðnum. Eigi að vera hægt að hækka laun kennara, hvort heldur er í grunn- eða framhaldsskólum, þarf að breyta skólakerfinu, stytta námið og spara peninga. Einhver kann að spyrja hvort það sé framkvæmanlegt. Já, flest bendir til þess. Ísland rekur dýrara skólakerfi en mörg vestræn ríki, án þess að það skili betri árangri. Grunnskólinn hefur lengzt um ár, auk þess sem skólaárið lengdist, án þess að nemendurnir kunni meira þegar þeir hafa lokið honum. Nám til stúdentsprófs tekur 14 ár í stað 12 eða 13 í flestum OECD-löndum. Við getum ekki leyft okkur slíka sóun á tíma og peningum. Það er þess vegna hreint ekki ósæmilegt að ræða kjör framhaldsskólakennara í samhengi við breytingar á skólakerfinu. Ef eitthvað er getur þurft að setja málið í enn víðara samhengi, því að það er ekki hægt að ráðast í styttingu framhaldsskólans án þess að taka það með í reikninginn að óskilvirknin er meiri á grunnskólastiginu en í framhaldsskólum. Raunar er fjöldi fordæma frá almenna vinnumarkaðnum um að hægt hafi verið að hækka laun í einstökum fyrirtækjum eða starfsgreinum umfram almennar launabreytingar með því að semja um breytingar á vinnufyrirkomulagi sem skiluðu aukinni framleiðni. Það er hægt að gera í skólakerfinu líka; þar gilda í grunninn ekki önnur lögmál. Stytting náms til stúdentsprófs mun aldrei eiga sér stað öðruvísi en í góðu samstarfi stjórnvalda og starfsfólks skólanna, kennara þar með talinna. Vandséð er af hverju þessi kerfisbreyting ætti ekki að vera keppikefli kennarastéttarinnar, sem hlýtur að leggja metnað sinn í að reka hagkvæmt og skilvirkt skólakerfi. Og það ætti að vera alveg sérstakur hvati til samstarfs um kerfisbreytingu að í henni felst bezta tækifærið til að bæta kjör kennara við núverandi aðstæður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra sagði í þættinum Í bítið á Bylgjunni í fyrradag að hægt væri að réttlæta að hækka laun kennara umfram almennar launabreytingar með því að breyta skólakerfinu og stytta nám til stúdentsprófs. Sambærilegar tillögur eru hluti af tilboði ríkisins til lausnar kjaradeilunni við framhaldsskólakennara. Forystumenn kennara hafa tekið þessum áformum illa. Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, sagði til dæmis í samtali við DV, að það væri „ósæmilegt að bera slíka hluti inn á borð í kjarasamningsviðræðum“. En af hverju er það ósæmilegt? Er þessi leið ekki einmitt tækifærið til að hækka laun kennara, sem vissulega eru of lág? Staðan á vinnumarkaðnum og í fjármálum hins opinbera bendir ekki til að önnur leið sé fær. Á almenna vinnumarkaðnum féllust samtök launþega á að semja um hóflegar launahækkanir gegn því að verðbólgunni yrði haldið í skefjum. Ef laun opinberra starfsmanna hækka langt umfram það sem þar var samið um er árangrinum í hættu stefnt. Hvorki ríkið né sveitarfélög eiga heldur peninga til að hækka laun starfsmanna sinna umfram það sem gerist á almenna markaðnum. Eigi að vera hægt að hækka laun kennara, hvort heldur er í grunn- eða framhaldsskólum, þarf að breyta skólakerfinu, stytta námið og spara peninga. Einhver kann að spyrja hvort það sé framkvæmanlegt. Já, flest bendir til þess. Ísland rekur dýrara skólakerfi en mörg vestræn ríki, án þess að það skili betri árangri. Grunnskólinn hefur lengzt um ár, auk þess sem skólaárið lengdist, án þess að nemendurnir kunni meira þegar þeir hafa lokið honum. Nám til stúdentsprófs tekur 14 ár í stað 12 eða 13 í flestum OECD-löndum. Við getum ekki leyft okkur slíka sóun á tíma og peningum. Það er þess vegna hreint ekki ósæmilegt að ræða kjör framhaldsskólakennara í samhengi við breytingar á skólakerfinu. Ef eitthvað er getur þurft að setja málið í enn víðara samhengi, því að það er ekki hægt að ráðast í styttingu framhaldsskólans án þess að taka það með í reikninginn að óskilvirknin er meiri á grunnskólastiginu en í framhaldsskólum. Raunar er fjöldi fordæma frá almenna vinnumarkaðnum um að hægt hafi verið að hækka laun í einstökum fyrirtækjum eða starfsgreinum umfram almennar launabreytingar með því að semja um breytingar á vinnufyrirkomulagi sem skiluðu aukinni framleiðni. Það er hægt að gera í skólakerfinu líka; þar gilda í grunninn ekki önnur lögmál. Stytting náms til stúdentsprófs mun aldrei eiga sér stað öðruvísi en í góðu samstarfi stjórnvalda og starfsfólks skólanna, kennara þar með talinna. Vandséð er af hverju þessi kerfisbreyting ætti ekki að vera keppikefli kennarastéttarinnar, sem hlýtur að leggja metnað sinn í að reka hagkvæmt og skilvirkt skólakerfi. Og það ætti að vera alveg sérstakur hvati til samstarfs um kerfisbreytingu að í henni felst bezta tækifærið til að bæta kjör kennara við núverandi aðstæður.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun