Hannar úr rekavið og lerki Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 24. mars 2014 13:00 Dóra Hansen innanhússarkitekt sýnir nýja lampa úr rekavið og lerki í Epal á HönnunarMars. Lamparnir eru viðbót við loftljósið Tind sem Dóra sendi frá sér árið 2011. Sýningin í Epal verður opnuð á miðvikdaginn klukkan 17. mynd/gva Dóra Hansen innanhússarkitekt sýnir borðlampa úr íslensku lerki og rekavið á HönnunarMars. Hún segir íslenska lerkiskóga og rekaviðinn í fjörunum kringum landið fjársjóðskistu fyrir hönnuði. Ég hef farið norður í Trékyllisvík eftir rekavið. Svo þurrka ég hann sjálf, á pallinum við sumarbústaðinn. Þetta er „slow design“, en það tekur eitt ár að þurrka rekaviðinn,“ útskýrir Dóra Hansen innanhússarkitekt en hún sýnir nýja borðlampa úr íslensku lerki og rekavið í Epal á HönnunarMars. Lamparnir eru viðbót við Tinda, loftlampa sem Dóra sendi frá sér árið 2011. Síðar er von á gólf- og vegglömpum úr sama hráefni, sem Dóra segir fjársjóðskistu fyrir hönnuði.Dóra Hansen segir rekaviðinn í fjörunum spennandi efnivið. Íslenska lerkið sé einnig fjársjóður fyrir hönnuði að vinna úr.mynD/dóra hansen„Ég fór að vinna úr rekavið eftir hrun. Svo fer nýi lerkiskógurinn að heilla mig. Það fer mikið af grisjunarviðnum í Hallormsstaðaskógi í brennslu og mér finnst að við hönnuðir ættum að auka verðmæti þessa hráefnis og nýta það. Það mætti markaðssetja íslenskan við sérstaklega,“ segir Dóra. „Ég lærði að þurrka viðinn af skógræktinni í Hallormsstað en þar er ekki bara verið að rækta heldur líka að vinna viðinn.“Ronja og jakob. Lamparnir fengu nöfn barnabarnanna.Lamparnir sem Dóra sýnir í Epal eru í tveimur stærðum og heita Ronja og Jakob eftir barnabörnunum hennar. Viðarskermarnir standa á stálfótum og lýsa led-perur upp í skerminn svo ljósið endurkastast niður og tekur í sig litinn af viðnum. Fóturinn er unninn hjá Ísa stáli og verður fáanlegur í fimm litum, svörtum, dökkgráum, hvítum brúnum og bláum. Skermurinn er smíðaður hjá Við og við. Dóra segir ákveðna vakningu vera meðal hönnuða um notkun íslenska viðarins en betur megi gera. „Listaháskólinn hefur verið með mjög spennandi verkefni úr íslenskum við en enn sem komið er eru ekki margar vörur í framleiðslu úr íslenskum við. Þetta er framtíðarfjársjóður hönnuða að finna út úr.“ Alls sýna 30 hönnuðir verk sín í Epal á HönnunarMars. Opnun verður milli klukkan 17 og 19, miðvikudaginn 26. mars. HönnunarMars Mest lesið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Lífið Fleiri fréttir Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Sjá meira
Dóra Hansen innanhússarkitekt sýnir borðlampa úr íslensku lerki og rekavið á HönnunarMars. Hún segir íslenska lerkiskóga og rekaviðinn í fjörunum kringum landið fjársjóðskistu fyrir hönnuði. Ég hef farið norður í Trékyllisvík eftir rekavið. Svo þurrka ég hann sjálf, á pallinum við sumarbústaðinn. Þetta er „slow design“, en það tekur eitt ár að þurrka rekaviðinn,“ útskýrir Dóra Hansen innanhússarkitekt en hún sýnir nýja borðlampa úr íslensku lerki og rekavið í Epal á HönnunarMars. Lamparnir eru viðbót við Tinda, loftlampa sem Dóra sendi frá sér árið 2011. Síðar er von á gólf- og vegglömpum úr sama hráefni, sem Dóra segir fjársjóðskistu fyrir hönnuði.Dóra Hansen segir rekaviðinn í fjörunum spennandi efnivið. Íslenska lerkið sé einnig fjársjóður fyrir hönnuði að vinna úr.mynD/dóra hansen„Ég fór að vinna úr rekavið eftir hrun. Svo fer nýi lerkiskógurinn að heilla mig. Það fer mikið af grisjunarviðnum í Hallormsstaðaskógi í brennslu og mér finnst að við hönnuðir ættum að auka verðmæti þessa hráefnis og nýta það. Það mætti markaðssetja íslenskan við sérstaklega,“ segir Dóra. „Ég lærði að þurrka viðinn af skógræktinni í Hallormsstað en þar er ekki bara verið að rækta heldur líka að vinna viðinn.“Ronja og jakob. Lamparnir fengu nöfn barnabarnanna.Lamparnir sem Dóra sýnir í Epal eru í tveimur stærðum og heita Ronja og Jakob eftir barnabörnunum hennar. Viðarskermarnir standa á stálfótum og lýsa led-perur upp í skerminn svo ljósið endurkastast niður og tekur í sig litinn af viðnum. Fóturinn er unninn hjá Ísa stáli og verður fáanlegur í fimm litum, svörtum, dökkgráum, hvítum brúnum og bláum. Skermurinn er smíðaður hjá Við og við. Dóra segir ákveðna vakningu vera meðal hönnuða um notkun íslenska viðarins en betur megi gera. „Listaháskólinn hefur verið með mjög spennandi verkefni úr íslenskum við en enn sem komið er eru ekki margar vörur í framleiðslu úr íslenskum við. Þetta er framtíðarfjársjóður hönnuða að finna út úr.“ Alls sýna 30 hönnuðir verk sín í Epal á HönnunarMars. Opnun verður milli klukkan 17 og 19, miðvikudaginn 26. mars.
HönnunarMars Mest lesið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Lífið Fleiri fréttir Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Sjá meira