Ráðdeild eða refsivöndur? Ólafur Þ. Stephensen skrifar 26. mars 2014 07:00 Í rekstri Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri hefur árum saman átt sér stað gegndarlaus útaustur á fé skattgreiðenda í heimildarleysi. Skólinn hefur ár eftir ár farið langt fram úr fjárlögum frá Alþingi og safnað skuldum við ríkissjóð, sem nema nú um 700 milljónum króna. „Ríkisendurskoðun bendir á að hér er um að ræða fjármuni sem Alþingi hefur aldrei samþykkt að verja til skólans,“ sagði í einni af mörgum skýrslum þessarar eftirlitsstofnunar Alþingis um ástandið í rekstri LBHÍ. Menntamálaráðuneytið, og landbúnaðarráðuneytið þar á undan, hafa ekki tekið á vandamálunum í rekstri Landbúnaðarháskólans. Af hverju ekki? Aðallega vegna þess að sterk hagsmunaöfl hafa lagzt gegn því. „Heimamenn“ í Borgarfirði sem vilja að þar séu sköpuð sem flest störf fyrir fé skattgreiðenda, og hagsmunaöfl í landbúnaðinum, sem telja að þessi „undirstöðuatvinnugrein“ verðskuldi góða þjónustu, hafa ráðið meiru en þeir sem vilja tryggja ráðdeild og hagkvæma nýtingu peninga skattgreiðenda. Undanfarið ár hefur verið unnið að sameiningu LBHÍ við Háskóla Íslands. Það er sameining sem að mörgu leyti er vit í; báðir skólar eru í eigu ríkisins og samlegðaráhrifin milli fræðasviða eru talsverð. Jafnframt væri hægt að ná fram umtalsverðri hagræðingu í yfirstjórn. Engu að síður var áformað að sameiningunni fylgdi 300 milljóna króna fjárfesting í nýjum innviðum á Hvanneyri og uppbygging nýrrar stofnunar í matvælarannsóknum. Rektor LBHÍ var fylgjandi sameiningunni við HÍ. Þetta var hins vegar ekki nógu gott fyrir sérhagsmunaöflin. Nú hefur verið hætt við sameininguna vegna harðrar andstöðu sveitarstjórnarmanna í Borgarbyggð, þingmanna Norðvesturkjördæmis og Bændasamtaka Íslands. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra sagði í Fréttablaðinu í gær að þarna hefðu skammsýn sjónarmið orðið ofan á, sem hvorki styrktu héraðið né vísindastarfsemi í búvísindum. Bændasamtökin brugðust við hart og sendu í gær frá sér yfirlýsingu, þar sem ráðherrann er sakaður um að „draga nú fram refsivöndinn“. Þar er væntanlega átt við að Illugi hefur nú gert skólanum að skera niður starfsemi sína til að standast fjárlög og byrja að greiða til baka skuldina við ríkissjóð. Það er ekki refsing; það heitir ráðdeild í ríkisrekstri og einhver af forverum ráðherrans hefði átt að hafa bein í nefinu til að gera kröfu um hana, í stað þess að lúffa fyrir sérhagsmunum bænda og Borgfirðinga. Fjárlaganefnd Alþingis hefur sagt skýrt að tryggja verði að LBHÍ haldi sig innan ramma fjárlaga og boðað sérstaka eftirfylgni nefndarinnar með því verki. Upp á þau tilmæli skrifuðu Ásmundur Einar Daðason og Haraldur Benediktsson, þingmenn Norðvesturkjördæmis. Þeir eru báðir í hópi þeirra sem hafa lagzt gegn sameiningunni – en þeir geta ekki verið á móti því að rekstri skólans verði komið inn fyrir fjárlagarammann og hann látinn endurgreiða féð sem var eytt í heimildarleysi. Það væri of grímulaus sérhagsmunagæzla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Í rekstri Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri hefur árum saman átt sér stað gegndarlaus útaustur á fé skattgreiðenda í heimildarleysi. Skólinn hefur ár eftir ár farið langt fram úr fjárlögum frá Alþingi og safnað skuldum við ríkissjóð, sem nema nú um 700 milljónum króna. „Ríkisendurskoðun bendir á að hér er um að ræða fjármuni sem Alþingi hefur aldrei samþykkt að verja til skólans,“ sagði í einni af mörgum skýrslum þessarar eftirlitsstofnunar Alþingis um ástandið í rekstri LBHÍ. Menntamálaráðuneytið, og landbúnaðarráðuneytið þar á undan, hafa ekki tekið á vandamálunum í rekstri Landbúnaðarháskólans. Af hverju ekki? Aðallega vegna þess að sterk hagsmunaöfl hafa lagzt gegn því. „Heimamenn“ í Borgarfirði sem vilja að þar séu sköpuð sem flest störf fyrir fé skattgreiðenda, og hagsmunaöfl í landbúnaðinum, sem telja að þessi „undirstöðuatvinnugrein“ verðskuldi góða þjónustu, hafa ráðið meiru en þeir sem vilja tryggja ráðdeild og hagkvæma nýtingu peninga skattgreiðenda. Undanfarið ár hefur verið unnið að sameiningu LBHÍ við Háskóla Íslands. Það er sameining sem að mörgu leyti er vit í; báðir skólar eru í eigu ríkisins og samlegðaráhrifin milli fræðasviða eru talsverð. Jafnframt væri hægt að ná fram umtalsverðri hagræðingu í yfirstjórn. Engu að síður var áformað að sameiningunni fylgdi 300 milljóna króna fjárfesting í nýjum innviðum á Hvanneyri og uppbygging nýrrar stofnunar í matvælarannsóknum. Rektor LBHÍ var fylgjandi sameiningunni við HÍ. Þetta var hins vegar ekki nógu gott fyrir sérhagsmunaöflin. Nú hefur verið hætt við sameininguna vegna harðrar andstöðu sveitarstjórnarmanna í Borgarbyggð, þingmanna Norðvesturkjördæmis og Bændasamtaka Íslands. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra sagði í Fréttablaðinu í gær að þarna hefðu skammsýn sjónarmið orðið ofan á, sem hvorki styrktu héraðið né vísindastarfsemi í búvísindum. Bændasamtökin brugðust við hart og sendu í gær frá sér yfirlýsingu, þar sem ráðherrann er sakaður um að „draga nú fram refsivöndinn“. Þar er væntanlega átt við að Illugi hefur nú gert skólanum að skera niður starfsemi sína til að standast fjárlög og byrja að greiða til baka skuldina við ríkissjóð. Það er ekki refsing; það heitir ráðdeild í ríkisrekstri og einhver af forverum ráðherrans hefði átt að hafa bein í nefinu til að gera kröfu um hana, í stað þess að lúffa fyrir sérhagsmunum bænda og Borgfirðinga. Fjárlaganefnd Alþingis hefur sagt skýrt að tryggja verði að LBHÍ haldi sig innan ramma fjárlaga og boðað sérstaka eftirfylgni nefndarinnar með því verki. Upp á þau tilmæli skrifuðu Ásmundur Einar Daðason og Haraldur Benediktsson, þingmenn Norðvesturkjördæmis. Þeir eru báðir í hópi þeirra sem hafa lagzt gegn sameiningunni – en þeir geta ekki verið á móti því að rekstri skólans verði komið inn fyrir fjárlagarammann og hann látinn endurgreiða féð sem var eytt í heimildarleysi. Það væri of grímulaus sérhagsmunagæzla.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun