Adrenalínið á fullu baksviðs Lilja Björk Hauksdóttir skrifar 28. mars 2014 12:00 Guðbjörg er önnur tveggja förðunarfræðinga sem heldur utan um alla förðunarvinnu á Reykjavík Fashion Festival. Jóhanna B. Christensen Förðunarfræðingarnir Guðbjörg Huldís Kristinsdóttir og Fríða María Harðardóttir munu bera ábyrgð á allri förðun á tískusýningum Reykjavík Fashion Festival sem fram fer í Hörpu nú um helgina. Guðbjörg segir mikla undirbúningsvinnu vera á bak við viðburð af þessari stærðargráðu. „Við erum búnar að vera allavega í tvær vikur á fullu í undirbúningi. Við hittum hönnuðina og förum í hugmyndavinnu með þeim. Svo komum við með tillögur og þegar niðurstaða er fengin er hún prófuð. Við erum búin að taka eina prufu og svo verður önnur tekin í dag í Hörpu í réttri lýsingu.“Spennufall eftir sýningu Þær Fríða María stjórna allri förðunarvinnunni en eru með teymi förðunarfræðinga frá MAC með sér. „Við tókum þær í próf og röðuðum þeim svo saman í teymi eftir þeirra styrkleikum. Fyrir sýningarnar á morgun verðum við búnar að tímasetja allt og raða upp teymunum. Við Fríða María verðum með yfirsýnina og sleppum ekki hendinni af módelunum fyrr en þau fara inn á sviðið. Svo höfum við bara nokkrar sekúndur á milli til að laga þau módel sem eru með fleiri en eina innkomu. Það getur ýmislegt gerst þegar þau skipta um föt, varaliturinn smyrst og fleira. Það er mikið stress og adrenalínflæði í gangi. Þegar sýningarnar eru búnar verður ákveðið spennufall, hver tískusýning er bara í tíu til fimmtán mínútur en við búnar að eyða einhverjum vikum í undirbúning. Það er samt mjög góð tilfinning þegar vel gengur,“ segir Guðbjörg.Fengist við allt milli himins og jarðar Guðbjörg lærði förðun í London College of Fashion og útskrifaðist árið 2001. Síðan 2005 hefur hún verið verktaki og starfað að mestu í auglýsinga- og kvikmyndagerð bæði hér heima og erlendis. „Ég hef í rauninni fengist við allt milli himins og jarðar. Ég hef unnið á tískuvikum í Danmörku og í London, gert eina bíómynd og eina sjónvarpsmynd og var að vinna við Game of Thrones. Ég fæst við alls konar förðun og alls ekki bara „beauty“-förðun. Í auglýsingum þarf að koma ýmsum skilaboðum á framfæri og þá eru leikararnir til dæmis sveittir eða með áverka þannig að þetta er mjög fjölbreytt starf. Við erum svo fá í þessum bransa hér á landi að við getum ekki sérhæft okkur í einhverju einu. Ég er samt sterkust í alls kyns húðvinnu og finnst skemmtilegast að vinna með hvers konar smáatriði. Það er helst hægt að gera það í kvikmyndum, þá þarf að búa til einhvern karakter með ákveðið útlit og hægt að leika sér með það.“Eins og sjómannslíf Guðbjörg segir þá sem starfa í þessum bransa þurfa að hafa óendanlegan áhuga og ástríðu fyrir sminki. „Það er þó ekki það eina sem til þarf. Það er mjög óreglulegur vinnutími í þessu, stundum er mikið að gera en stundum ekki. Þegar mikið er að gera eru fjarvistir frá fjölskyldunni langar og þetta verður nokkurs konar sjómannslíf. Einnig er nauðsynlegt að geta unnið við mismunandi aðstæður, í kulda, í myrkri og á nóttunni. Þetta er alls ekki fyrir alla en ég hef mjög gaman af starfinu.“ Game of Thrones RFF Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Sjá meira
Förðunarfræðingarnir Guðbjörg Huldís Kristinsdóttir og Fríða María Harðardóttir munu bera ábyrgð á allri förðun á tískusýningum Reykjavík Fashion Festival sem fram fer í Hörpu nú um helgina. Guðbjörg segir mikla undirbúningsvinnu vera á bak við viðburð af þessari stærðargráðu. „Við erum búnar að vera allavega í tvær vikur á fullu í undirbúningi. Við hittum hönnuðina og förum í hugmyndavinnu með þeim. Svo komum við með tillögur og þegar niðurstaða er fengin er hún prófuð. Við erum búin að taka eina prufu og svo verður önnur tekin í dag í Hörpu í réttri lýsingu.“Spennufall eftir sýningu Þær Fríða María stjórna allri förðunarvinnunni en eru með teymi förðunarfræðinga frá MAC með sér. „Við tókum þær í próf og röðuðum þeim svo saman í teymi eftir þeirra styrkleikum. Fyrir sýningarnar á morgun verðum við búnar að tímasetja allt og raða upp teymunum. Við Fríða María verðum með yfirsýnina og sleppum ekki hendinni af módelunum fyrr en þau fara inn á sviðið. Svo höfum við bara nokkrar sekúndur á milli til að laga þau módel sem eru með fleiri en eina innkomu. Það getur ýmislegt gerst þegar þau skipta um föt, varaliturinn smyrst og fleira. Það er mikið stress og adrenalínflæði í gangi. Þegar sýningarnar eru búnar verður ákveðið spennufall, hver tískusýning er bara í tíu til fimmtán mínútur en við búnar að eyða einhverjum vikum í undirbúning. Það er samt mjög góð tilfinning þegar vel gengur,“ segir Guðbjörg.Fengist við allt milli himins og jarðar Guðbjörg lærði förðun í London College of Fashion og útskrifaðist árið 2001. Síðan 2005 hefur hún verið verktaki og starfað að mestu í auglýsinga- og kvikmyndagerð bæði hér heima og erlendis. „Ég hef í rauninni fengist við allt milli himins og jarðar. Ég hef unnið á tískuvikum í Danmörku og í London, gert eina bíómynd og eina sjónvarpsmynd og var að vinna við Game of Thrones. Ég fæst við alls konar förðun og alls ekki bara „beauty“-förðun. Í auglýsingum þarf að koma ýmsum skilaboðum á framfæri og þá eru leikararnir til dæmis sveittir eða með áverka þannig að þetta er mjög fjölbreytt starf. Við erum svo fá í þessum bransa hér á landi að við getum ekki sérhæft okkur í einhverju einu. Ég er samt sterkust í alls kyns húðvinnu og finnst skemmtilegast að vinna með hvers konar smáatriði. Það er helst hægt að gera það í kvikmyndum, þá þarf að búa til einhvern karakter með ákveðið útlit og hægt að leika sér með það.“Eins og sjómannslíf Guðbjörg segir þá sem starfa í þessum bransa þurfa að hafa óendanlegan áhuga og ástríðu fyrir sminki. „Það er þó ekki það eina sem til þarf. Það er mjög óreglulegur vinnutími í þessu, stundum er mikið að gera en stundum ekki. Þegar mikið er að gera eru fjarvistir frá fjölskyldunni langar og þetta verður nokkurs konar sjómannslíf. Einnig er nauðsynlegt að geta unnið við mismunandi aðstæður, í kulda, í myrkri og á nóttunni. Þetta er alls ekki fyrir alla en ég hef mjög gaman af starfinu.“
Game of Thrones RFF Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Sjá meira