Adrenalínið á fullu baksviðs Lilja Björk Hauksdóttir skrifar 28. mars 2014 12:00 Guðbjörg er önnur tveggja förðunarfræðinga sem heldur utan um alla förðunarvinnu á Reykjavík Fashion Festival. Jóhanna B. Christensen Förðunarfræðingarnir Guðbjörg Huldís Kristinsdóttir og Fríða María Harðardóttir munu bera ábyrgð á allri förðun á tískusýningum Reykjavík Fashion Festival sem fram fer í Hörpu nú um helgina. Guðbjörg segir mikla undirbúningsvinnu vera á bak við viðburð af þessari stærðargráðu. „Við erum búnar að vera allavega í tvær vikur á fullu í undirbúningi. Við hittum hönnuðina og förum í hugmyndavinnu með þeim. Svo komum við með tillögur og þegar niðurstaða er fengin er hún prófuð. Við erum búin að taka eina prufu og svo verður önnur tekin í dag í Hörpu í réttri lýsingu.“Spennufall eftir sýningu Þær Fríða María stjórna allri förðunarvinnunni en eru með teymi förðunarfræðinga frá MAC með sér. „Við tókum þær í próf og röðuðum þeim svo saman í teymi eftir þeirra styrkleikum. Fyrir sýningarnar á morgun verðum við búnar að tímasetja allt og raða upp teymunum. Við Fríða María verðum með yfirsýnina og sleppum ekki hendinni af módelunum fyrr en þau fara inn á sviðið. Svo höfum við bara nokkrar sekúndur á milli til að laga þau módel sem eru með fleiri en eina innkomu. Það getur ýmislegt gerst þegar þau skipta um föt, varaliturinn smyrst og fleira. Það er mikið stress og adrenalínflæði í gangi. Þegar sýningarnar eru búnar verður ákveðið spennufall, hver tískusýning er bara í tíu til fimmtán mínútur en við búnar að eyða einhverjum vikum í undirbúning. Það er samt mjög góð tilfinning þegar vel gengur,“ segir Guðbjörg.Fengist við allt milli himins og jarðar Guðbjörg lærði förðun í London College of Fashion og útskrifaðist árið 2001. Síðan 2005 hefur hún verið verktaki og starfað að mestu í auglýsinga- og kvikmyndagerð bæði hér heima og erlendis. „Ég hef í rauninni fengist við allt milli himins og jarðar. Ég hef unnið á tískuvikum í Danmörku og í London, gert eina bíómynd og eina sjónvarpsmynd og var að vinna við Game of Thrones. Ég fæst við alls konar förðun og alls ekki bara „beauty“-förðun. Í auglýsingum þarf að koma ýmsum skilaboðum á framfæri og þá eru leikararnir til dæmis sveittir eða með áverka þannig að þetta er mjög fjölbreytt starf. Við erum svo fá í þessum bransa hér á landi að við getum ekki sérhæft okkur í einhverju einu. Ég er samt sterkust í alls kyns húðvinnu og finnst skemmtilegast að vinna með hvers konar smáatriði. Það er helst hægt að gera það í kvikmyndum, þá þarf að búa til einhvern karakter með ákveðið útlit og hægt að leika sér með það.“Eins og sjómannslíf Guðbjörg segir þá sem starfa í þessum bransa þurfa að hafa óendanlegan áhuga og ástríðu fyrir sminki. „Það er þó ekki það eina sem til þarf. Það er mjög óreglulegur vinnutími í þessu, stundum er mikið að gera en stundum ekki. Þegar mikið er að gera eru fjarvistir frá fjölskyldunni langar og þetta verður nokkurs konar sjómannslíf. Einnig er nauðsynlegt að geta unnið við mismunandi aðstæður, í kulda, í myrkri og á nóttunni. Þetta er alls ekki fyrir alla en ég hef mjög gaman af starfinu.“ Game of Thrones RFF Mest lesið Læknadóp og geðveikir menn, lesist aftur Áskorun Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Lífið Þegar Dorrit var forsetafrú Lífið Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fleiri fréttir Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Sjá meira
Förðunarfræðingarnir Guðbjörg Huldís Kristinsdóttir og Fríða María Harðardóttir munu bera ábyrgð á allri förðun á tískusýningum Reykjavík Fashion Festival sem fram fer í Hörpu nú um helgina. Guðbjörg segir mikla undirbúningsvinnu vera á bak við viðburð af þessari stærðargráðu. „Við erum búnar að vera allavega í tvær vikur á fullu í undirbúningi. Við hittum hönnuðina og förum í hugmyndavinnu með þeim. Svo komum við með tillögur og þegar niðurstaða er fengin er hún prófuð. Við erum búin að taka eina prufu og svo verður önnur tekin í dag í Hörpu í réttri lýsingu.“Spennufall eftir sýningu Þær Fríða María stjórna allri förðunarvinnunni en eru með teymi förðunarfræðinga frá MAC með sér. „Við tókum þær í próf og röðuðum þeim svo saman í teymi eftir þeirra styrkleikum. Fyrir sýningarnar á morgun verðum við búnar að tímasetja allt og raða upp teymunum. Við Fríða María verðum með yfirsýnina og sleppum ekki hendinni af módelunum fyrr en þau fara inn á sviðið. Svo höfum við bara nokkrar sekúndur á milli til að laga þau módel sem eru með fleiri en eina innkomu. Það getur ýmislegt gerst þegar þau skipta um föt, varaliturinn smyrst og fleira. Það er mikið stress og adrenalínflæði í gangi. Þegar sýningarnar eru búnar verður ákveðið spennufall, hver tískusýning er bara í tíu til fimmtán mínútur en við búnar að eyða einhverjum vikum í undirbúning. Það er samt mjög góð tilfinning þegar vel gengur,“ segir Guðbjörg.Fengist við allt milli himins og jarðar Guðbjörg lærði förðun í London College of Fashion og útskrifaðist árið 2001. Síðan 2005 hefur hún verið verktaki og starfað að mestu í auglýsinga- og kvikmyndagerð bæði hér heima og erlendis. „Ég hef í rauninni fengist við allt milli himins og jarðar. Ég hef unnið á tískuvikum í Danmörku og í London, gert eina bíómynd og eina sjónvarpsmynd og var að vinna við Game of Thrones. Ég fæst við alls konar förðun og alls ekki bara „beauty“-förðun. Í auglýsingum þarf að koma ýmsum skilaboðum á framfæri og þá eru leikararnir til dæmis sveittir eða með áverka þannig að þetta er mjög fjölbreytt starf. Við erum svo fá í þessum bransa hér á landi að við getum ekki sérhæft okkur í einhverju einu. Ég er samt sterkust í alls kyns húðvinnu og finnst skemmtilegast að vinna með hvers konar smáatriði. Það er helst hægt að gera það í kvikmyndum, þá þarf að búa til einhvern karakter með ákveðið útlit og hægt að leika sér með það.“Eins og sjómannslíf Guðbjörg segir þá sem starfa í þessum bransa þurfa að hafa óendanlegan áhuga og ástríðu fyrir sminki. „Það er þó ekki það eina sem til þarf. Það er mjög óreglulegur vinnutími í þessu, stundum er mikið að gera en stundum ekki. Þegar mikið er að gera eru fjarvistir frá fjölskyldunni langar og þetta verður nokkurs konar sjómannslíf. Einnig er nauðsynlegt að geta unnið við mismunandi aðstæður, í kulda, í myrkri og á nóttunni. Þetta er alls ekki fyrir alla en ég hef mjög gaman af starfinu.“
Game of Thrones RFF Mest lesið Læknadóp og geðveikir menn, lesist aftur Áskorun Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Lífið Þegar Dorrit var forsetafrú Lífið Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fleiri fréttir Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Sjá meira