Hildur Yeoman býr til sinn eigin tískuheim Álfrún Pálsdóttir skrifar 4. apríl 2014 09:00 Hildur Yeoman býst við því að fatalínan Yulia komi í verslanir í haust, en það er í fyrsta sinn sem hún setur fatalínu sína í framleiðslu. Myndir/Saga Sig Ég þarf alltaf að búa til heilan heim í kringum fötin mín, ég gat ekki bara gert tískusýningu heldur varð það að vera danssýning og gjörningur í leiðinni,“ segir Hildur Yeoman brosandi er hún tekur á móti blaðamanni í fallegu risherbergi í miðbænum. Á veggjunum hanga tískuteikningar af fatalínunni Yuliu með útskýringum og efnisbútum en Hildur hefur einmitt vakið athygli fyrir fallegar tískuteikningar í gegnum tíðina. Átta ár eru síðan Hildur útskrifaðist sem fatahönnuður frá Listaháskóla Íslands og hefur hún náð að skapa sér gott orðspor fyrir skartgripahönnun sína. Yulia er fyrsta fatalínan frá Hildi sem er hugsuð til framleiðslu.Ekki bara tískusýning Tískusýning Hildar fór fram fyrir viku í Hafnarhúsinu sem hluti af HönnunarMars og var fullt út úr dyrum. Góður rómur var gerður að sýningunni og er Hildur sátt og sæl með viðtökurnar. Ásamt því að halda tískusýningu var Hildur einnig hluti af sýningunni Línur ásamt þeim Berki Sigþórssyni og Ellen Loftsdóttur sem einnig var partur af HönnunarMars. „Ég var með rosalega gott teymi í kringum mig að vinna að línunni og sýningunni. Þetta eru allt listamenn á sínu sviði og mér þykir afar vænt um að vinna með þessu fólki. Með þeim kom mikill kraftur og saman náðum við að brjóta upp hið hefðbundna tískusýningarform. Sem ég er ekki viss um að við Íslendingar eigum að daðra mikið við, þar sem að mér finnst mikilvægt að við séum með ákveðna sérstöðu. Við getum ekki keppt við ítölsku eða frönsku tískuhúsin þar sem hefðin er aldagömul og eigum ekkert að reyna það. Fólk kemur hingað til að sjá eitthvað annað, einhvern frumkraft þess nýja.“ Meðal þeirra sem komu að sýningunni voru myndlistarmennirnir Daníel Karl Björnsson, maður Hildar, og Helgi Már. Valdimar Jóhannsson sá um tónlistina, Þorgeir Guðmundsson vann myndband fyrir sýninguna; mótorhjóladansverk sem tekið var upp í Toppstöðinni. „Svo sá Ísak Freyr vinur minn um förðunina en hann kom sérstaklega frá London. Edda Guðmundsdóttir, ofurstílisti frá New York, vann einnig að sýningunni. Svo það var valinn einstaklingur í hverju starfi. Á mánudaginn lögðum við svo land undir fót og tókum myndir af nýju línunni með Sögu Sig vinkonu minni. Ég er ótrúlega spennt að sjá afraksturinn af því.“ Villingurinn amma Fatalínan er innblásin af sögu langömmu Hildar, Juliu Yeoman sem var frá Bandaríkjunum, nánar tiltekið New Jersey. Afi Hildar er Bandaríkjamaður, hermaður, sem kynntist ömmu Hildar er hann var hér á landi í stríðinu. Fjölskyldusaga Hildar er flókin og áhugaverð, en sjálf segist hún ekki hafa fengið að vita alla sögu langömmu sinnar fyrr en í fyrra. Það er saga konu sem passaði ekki inn í samfélagið og fór sínar eigin leiðir í lífinu. „Við erum mjög leyndardómsfull fjölskylda og ég er alltaf að komast að einhverju nýju. Amma var alger villingur en orðin fjögurra barna móðir rétt eftir tvítugt. Þetta var á fjórða áratugnum þegar mótorhjólagengi voru að ryðja sér til rúms í Bandaríkjunum. Hún yfirgefur börnin sín fjögur og stingur af með einu svona gengi. Skilur börnin eftir á munaðarleysingjahæli í New Jersey og eyðir fjórum árum í að rúnta um Bandaríkin. Það var alveg vottur af kvenréttindabaráttu í þessu hjá henni, hún til dæmis keyrði hjólið sjálf en var ekki farþegi,“ segir Hildur, sem hitti Juliu langömmu sína tvisvar sinnum en kveðst alltaf hafa verið hálfhrædd við hana. „Hún var með kræklótta putta og ráma rödd. Það var alltaf smá kaupstaðarlykt af henni. Hún var ekki þessi hefðbundna húsmóðir og passaði ekki inn samfélagið eins og það var á þessum tíma.“ Eldur var eins konar rauður þráður í sýningunni Yuliu en partur af því var dansverk sem dansarinn Sigríður Soffía útfærði. „Það var einhver ástæða fyrir því að langamma var eins og hún var. Hún missti sjálf mömmu sína mjög ung en hún lést eftir að það kviknaði í hárinu á henni við eldhússtörf. Það var svo alltaf vafamál hvort það hafði gerst óvart eða hvort maðurinn hennar átti einhvern þátt í því. Eins og ég segi þá er ýmislegt sem ég veit ekki um fjölskylduna mína og ég er alltaf að komast að einhverju nýju.“Berbrjósta pitsustaður Róbert afi Hildar og sonur Juliu og amman, hin íslenska Margrét, settust að á Íslandi þar sem afinn stofnaði einn af fyrstu pitsustöðum á Íslandi, Marinós pizza. Fastagestir þar voru meðal annars Megas og strákarnir í Jet Black Joe. Hann ætlaði svo að taka konseptið skrefinu lengra og var kominn langt með að opna svokallaðan berbrjósta pitsustað (e. topless pizzaplace) í miðbæ Reykjavíkur. Fyrirmyndin að staðnum er sams konar veitingastaður sem Ralph, afabróðir Hildar, rak í New Jersey. „Hann var búinn að ráða starfsfólk, aðallega stelpur, og var að fara að opna þegar Stöð 2, sem þá var nýfarin í loftið, komst á snoðir um málið og ætlaði að gera frétt. Það hræddi stelpurnar sem hættu við og afi fór í kjölfarið í fýlu við Ísland. Hann kvaddi því land og þjóð í fússi og kom aldrei aftur,“ segir Hildur og kímir. Listræn flökkukind Sjálf segist hún líkjast meira þessari bandarísku föðurfjölskyldunni sinni, en þaðan koma bæði listrænu hæfileikarnir og flökkugenið. Síðasta árið hefur hún nefnilega verið á flakki um heiminn ásamt kærasta sínum, Daníel Karli myndlistarmanni og syni þeirra, Högna sem er fimm ára. Næsta stopp er einmitt Berlín í nokkra mánuði. „Við erum að nýta tímann áður en hann byrjar í skóla. Þá verður maður að festa rætur einhvers staðar, en það hentar mér mjög vel að skipta umhverfi,“ segir Hildur, sem sjálf er að reyna að ná tökum á því að tvinna saman vinnu og fjölskyldulíf. „Þetta er eitthvað sem maður er alltaf að glíma við eftir að maður verður mamma. Sem betur fer er þetta tarnavinna sem ég er í. Það koma dagar sem ég er alveg í fríi og svo tímar sem maður vinnur alltaf langt frameftir. Eins og núna í þessari törn passaði ég mig á að fara alltaf heim til að svæfa hann og núna, eftir sýninguna finn ég að hann þarf meira á mér að halda. Eðlilega.“ Tilbúin að taka næsta skref Það er augljóst að fatalínan Yulia er innblásin af mótorhjólatískunni. Stuttur leðurjakki, skósíð plastkápa, vel sniðnir kjólar með fallegum munstri, skyrta, buxur og stuttir toppar. Fatalínan er sú fyrsta sem Hildur gerir sem er ætluð til framleiðslu. Hún hefur hingað til verið meira þekkt fyrir skartgripina sem hún selur í versluninni Kiosk á Laugaveginum, þar sem ungir íslenskir hönnuðir hafa hreiðrað um sig. Hálsmenin og eyrnalokkarnir frá Hildi hafa átt góðu gengi að fagna. „Það hefur gengið mjög vel að selja skartgripina og eins og staðan er núna get ég lifað á þeirri sölu. Sem er frábært og hefði ekki verið mögulegt ef ég hefði ekki fengið að vera með krökkunum í Kiosk, sem er gott framtak.“ Hildur sér fyrir sér að koma sér fyrir á Íslandi í framtíðinni með fjölskyldunni. Þegar hún útskrifaðist úr Listaháskólanum fyrir átta árum grunaði hana samt ekki að hún myndi fara að vinna fyrir sitt eigið merki. Auk þess að selja skartgripina sína hér á landi eru þeir fáanlegir í verslunum í London og Japan. „Ég sá frekar fyrir mér að ég færi að vinna fyrir einhvern annan en sjálfa mig en svona þróast þetta skemmtilega. Núna er ég tilbúin að taka næsta skref með merkið en næstu mánuðir fara í að koma þessari línu í framleiðslu og svo í verslanir næsta haust. Það væri óskandi að fá einhvern með í lið með mér sem er með viðskiptavit. Að vera í þessum tískubransa hér á Íslandi er hark en við verðum bara að passa okkur að halda í það sem gerir okkur einstök á markaðinum.“ HönnunarMars Tengdar fréttir Tekur rúnt um bæinn í tilefni HönnunarMars Heiða Kristín Helgadóttir ætlar að njóta hönnunar á HönnunarMars um helgina. 28. mars 2014 09:00 RFF 2014: Rífandi stemning á milli sýninga Sjáðu myndirnar. 31. mars 2014 10:45 Einangrun Íslands frá tískuheiminum Þrír hæfileikaríkir listamenn sameina krafta sína í sýningunni Línur 26. mars 2014 09:10 Stuðið var baksviðs - sjáðu myndirnar Ísak Freyr, sem búsettur er í London, kom sérstaklega til landsins til að stjórna förðunarteyminu. 3. apríl 2014 14:15 Miklu meira en bara tískusýning Hildur Yeoman frumsýnir fatalínuna Yulia í Hafnarhúsinu á Hönnunarmars í kvöld. 28. mars 2014 12:00 Húsfyllir hjá Hildi Yeoman í Hafnarhúsinu Fagnaðarlátunum ætlaði aldrei að linna 29. mars 2014 08:45 Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Fleiri fréttir Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Sjá meira
Ég þarf alltaf að búa til heilan heim í kringum fötin mín, ég gat ekki bara gert tískusýningu heldur varð það að vera danssýning og gjörningur í leiðinni,“ segir Hildur Yeoman brosandi er hún tekur á móti blaðamanni í fallegu risherbergi í miðbænum. Á veggjunum hanga tískuteikningar af fatalínunni Yuliu með útskýringum og efnisbútum en Hildur hefur einmitt vakið athygli fyrir fallegar tískuteikningar í gegnum tíðina. Átta ár eru síðan Hildur útskrifaðist sem fatahönnuður frá Listaháskóla Íslands og hefur hún náð að skapa sér gott orðspor fyrir skartgripahönnun sína. Yulia er fyrsta fatalínan frá Hildi sem er hugsuð til framleiðslu.Ekki bara tískusýning Tískusýning Hildar fór fram fyrir viku í Hafnarhúsinu sem hluti af HönnunarMars og var fullt út úr dyrum. Góður rómur var gerður að sýningunni og er Hildur sátt og sæl með viðtökurnar. Ásamt því að halda tískusýningu var Hildur einnig hluti af sýningunni Línur ásamt þeim Berki Sigþórssyni og Ellen Loftsdóttur sem einnig var partur af HönnunarMars. „Ég var með rosalega gott teymi í kringum mig að vinna að línunni og sýningunni. Þetta eru allt listamenn á sínu sviði og mér þykir afar vænt um að vinna með þessu fólki. Með þeim kom mikill kraftur og saman náðum við að brjóta upp hið hefðbundna tískusýningarform. Sem ég er ekki viss um að við Íslendingar eigum að daðra mikið við, þar sem að mér finnst mikilvægt að við séum með ákveðna sérstöðu. Við getum ekki keppt við ítölsku eða frönsku tískuhúsin þar sem hefðin er aldagömul og eigum ekkert að reyna það. Fólk kemur hingað til að sjá eitthvað annað, einhvern frumkraft þess nýja.“ Meðal þeirra sem komu að sýningunni voru myndlistarmennirnir Daníel Karl Björnsson, maður Hildar, og Helgi Már. Valdimar Jóhannsson sá um tónlistina, Þorgeir Guðmundsson vann myndband fyrir sýninguna; mótorhjóladansverk sem tekið var upp í Toppstöðinni. „Svo sá Ísak Freyr vinur minn um förðunina en hann kom sérstaklega frá London. Edda Guðmundsdóttir, ofurstílisti frá New York, vann einnig að sýningunni. Svo það var valinn einstaklingur í hverju starfi. Á mánudaginn lögðum við svo land undir fót og tókum myndir af nýju línunni með Sögu Sig vinkonu minni. Ég er ótrúlega spennt að sjá afraksturinn af því.“ Villingurinn amma Fatalínan er innblásin af sögu langömmu Hildar, Juliu Yeoman sem var frá Bandaríkjunum, nánar tiltekið New Jersey. Afi Hildar er Bandaríkjamaður, hermaður, sem kynntist ömmu Hildar er hann var hér á landi í stríðinu. Fjölskyldusaga Hildar er flókin og áhugaverð, en sjálf segist hún ekki hafa fengið að vita alla sögu langömmu sinnar fyrr en í fyrra. Það er saga konu sem passaði ekki inn í samfélagið og fór sínar eigin leiðir í lífinu. „Við erum mjög leyndardómsfull fjölskylda og ég er alltaf að komast að einhverju nýju. Amma var alger villingur en orðin fjögurra barna móðir rétt eftir tvítugt. Þetta var á fjórða áratugnum þegar mótorhjólagengi voru að ryðja sér til rúms í Bandaríkjunum. Hún yfirgefur börnin sín fjögur og stingur af með einu svona gengi. Skilur börnin eftir á munaðarleysingjahæli í New Jersey og eyðir fjórum árum í að rúnta um Bandaríkin. Það var alveg vottur af kvenréttindabaráttu í þessu hjá henni, hún til dæmis keyrði hjólið sjálf en var ekki farþegi,“ segir Hildur, sem hitti Juliu langömmu sína tvisvar sinnum en kveðst alltaf hafa verið hálfhrædd við hana. „Hún var með kræklótta putta og ráma rödd. Það var alltaf smá kaupstaðarlykt af henni. Hún var ekki þessi hefðbundna húsmóðir og passaði ekki inn samfélagið eins og það var á þessum tíma.“ Eldur var eins konar rauður þráður í sýningunni Yuliu en partur af því var dansverk sem dansarinn Sigríður Soffía útfærði. „Það var einhver ástæða fyrir því að langamma var eins og hún var. Hún missti sjálf mömmu sína mjög ung en hún lést eftir að það kviknaði í hárinu á henni við eldhússtörf. Það var svo alltaf vafamál hvort það hafði gerst óvart eða hvort maðurinn hennar átti einhvern þátt í því. Eins og ég segi þá er ýmislegt sem ég veit ekki um fjölskylduna mína og ég er alltaf að komast að einhverju nýju.“Berbrjósta pitsustaður Róbert afi Hildar og sonur Juliu og amman, hin íslenska Margrét, settust að á Íslandi þar sem afinn stofnaði einn af fyrstu pitsustöðum á Íslandi, Marinós pizza. Fastagestir þar voru meðal annars Megas og strákarnir í Jet Black Joe. Hann ætlaði svo að taka konseptið skrefinu lengra og var kominn langt með að opna svokallaðan berbrjósta pitsustað (e. topless pizzaplace) í miðbæ Reykjavíkur. Fyrirmyndin að staðnum er sams konar veitingastaður sem Ralph, afabróðir Hildar, rak í New Jersey. „Hann var búinn að ráða starfsfólk, aðallega stelpur, og var að fara að opna þegar Stöð 2, sem þá var nýfarin í loftið, komst á snoðir um málið og ætlaði að gera frétt. Það hræddi stelpurnar sem hættu við og afi fór í kjölfarið í fýlu við Ísland. Hann kvaddi því land og þjóð í fússi og kom aldrei aftur,“ segir Hildur og kímir. Listræn flökkukind Sjálf segist hún líkjast meira þessari bandarísku föðurfjölskyldunni sinni, en þaðan koma bæði listrænu hæfileikarnir og flökkugenið. Síðasta árið hefur hún nefnilega verið á flakki um heiminn ásamt kærasta sínum, Daníel Karli myndlistarmanni og syni þeirra, Högna sem er fimm ára. Næsta stopp er einmitt Berlín í nokkra mánuði. „Við erum að nýta tímann áður en hann byrjar í skóla. Þá verður maður að festa rætur einhvers staðar, en það hentar mér mjög vel að skipta umhverfi,“ segir Hildur, sem sjálf er að reyna að ná tökum á því að tvinna saman vinnu og fjölskyldulíf. „Þetta er eitthvað sem maður er alltaf að glíma við eftir að maður verður mamma. Sem betur fer er þetta tarnavinna sem ég er í. Það koma dagar sem ég er alveg í fríi og svo tímar sem maður vinnur alltaf langt frameftir. Eins og núna í þessari törn passaði ég mig á að fara alltaf heim til að svæfa hann og núna, eftir sýninguna finn ég að hann þarf meira á mér að halda. Eðlilega.“ Tilbúin að taka næsta skref Það er augljóst að fatalínan Yulia er innblásin af mótorhjólatískunni. Stuttur leðurjakki, skósíð plastkápa, vel sniðnir kjólar með fallegum munstri, skyrta, buxur og stuttir toppar. Fatalínan er sú fyrsta sem Hildur gerir sem er ætluð til framleiðslu. Hún hefur hingað til verið meira þekkt fyrir skartgripina sem hún selur í versluninni Kiosk á Laugaveginum, þar sem ungir íslenskir hönnuðir hafa hreiðrað um sig. Hálsmenin og eyrnalokkarnir frá Hildi hafa átt góðu gengi að fagna. „Það hefur gengið mjög vel að selja skartgripina og eins og staðan er núna get ég lifað á þeirri sölu. Sem er frábært og hefði ekki verið mögulegt ef ég hefði ekki fengið að vera með krökkunum í Kiosk, sem er gott framtak.“ Hildur sér fyrir sér að koma sér fyrir á Íslandi í framtíðinni með fjölskyldunni. Þegar hún útskrifaðist úr Listaháskólanum fyrir átta árum grunaði hana samt ekki að hún myndi fara að vinna fyrir sitt eigið merki. Auk þess að selja skartgripina sína hér á landi eru þeir fáanlegir í verslunum í London og Japan. „Ég sá frekar fyrir mér að ég færi að vinna fyrir einhvern annan en sjálfa mig en svona þróast þetta skemmtilega. Núna er ég tilbúin að taka næsta skref með merkið en næstu mánuðir fara í að koma þessari línu í framleiðslu og svo í verslanir næsta haust. Það væri óskandi að fá einhvern með í lið með mér sem er með viðskiptavit. Að vera í þessum tískubransa hér á Íslandi er hark en við verðum bara að passa okkur að halda í það sem gerir okkur einstök á markaðinum.“
HönnunarMars Tengdar fréttir Tekur rúnt um bæinn í tilefni HönnunarMars Heiða Kristín Helgadóttir ætlar að njóta hönnunar á HönnunarMars um helgina. 28. mars 2014 09:00 RFF 2014: Rífandi stemning á milli sýninga Sjáðu myndirnar. 31. mars 2014 10:45 Einangrun Íslands frá tískuheiminum Þrír hæfileikaríkir listamenn sameina krafta sína í sýningunni Línur 26. mars 2014 09:10 Stuðið var baksviðs - sjáðu myndirnar Ísak Freyr, sem búsettur er í London, kom sérstaklega til landsins til að stjórna förðunarteyminu. 3. apríl 2014 14:15 Miklu meira en bara tískusýning Hildur Yeoman frumsýnir fatalínuna Yulia í Hafnarhúsinu á Hönnunarmars í kvöld. 28. mars 2014 12:00 Húsfyllir hjá Hildi Yeoman í Hafnarhúsinu Fagnaðarlátunum ætlaði aldrei að linna 29. mars 2014 08:45 Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Fleiri fréttir Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Sjá meira
Tekur rúnt um bæinn í tilefni HönnunarMars Heiða Kristín Helgadóttir ætlar að njóta hönnunar á HönnunarMars um helgina. 28. mars 2014 09:00
Einangrun Íslands frá tískuheiminum Þrír hæfileikaríkir listamenn sameina krafta sína í sýningunni Línur 26. mars 2014 09:10
Stuðið var baksviðs - sjáðu myndirnar Ísak Freyr, sem búsettur er í London, kom sérstaklega til landsins til að stjórna förðunarteyminu. 3. apríl 2014 14:15
Miklu meira en bara tískusýning Hildur Yeoman frumsýnir fatalínuna Yulia í Hafnarhúsinu á Hönnunarmars í kvöld. 28. mars 2014 12:00