Norrænn þjóðfundur ungs fólks Eygló Harðardóttir skrifar 5. apríl 2014 07:00 Hvernig vil ég að framtíð mín verði? Þessari spennandi og áleitnu spurningu munu norræn ungmenni á aldrinum 18-25 ára svara á Þjóðfundi norrænna ungmenna sem fram fer í dag, 5. apríl, kl. 9-17 á Hilton Nordica hóteli. Yfirskrift fundarins er „demokrati og kreativitet“. Fundurinn er eitt af verkefnunum í formennskuáætlun Íslands í Norrænu ráðherranefndinni árið 2014 og er á vegum NORDBUK, barna- og ungmennanefndar Norrænu ráðherranefndarinnar. Alls eru um eitt hundrað þátttakendur skráðir frá öllum Norðurlöndunum til fundarins. Lýðræðisvitund og þátttaka Ein af áskorunum í norrænum samfélögum er að auka lýðræðisvitund og þátttöku ungs fólks. Mikilvægt er að beita ólíkum leiðum til þess að fá sem flesta að borðinu og taka þátt. Á Þjóðfundi norrænna ungmenna gefst ungu fólki tækifæri til að koma saman og ræða um hvernig þau vilja sjá framtíð sína. Notast verður við fundaraðferð sem beitt var á Þjóðfundinum hér á Íslandi árið 2009. Allir fá að koma sínum sjónarmiðum og hugmyndum á framfæri og skipta skoðanir allra þátttakenda jafn miklu máli. Framtíðarkynslóðin talar Það verða hvorki langar ræður eða fyrirlestrar haldnir á fundinum heldur munu þátttakendur sjálfir vinna hver með öðrum til að kanna og tjá drauma sína um framtíðina, samfélagið, jörðina og náttúruna, vinnu og fjölskyldu, menningu og atvinnuvegi. Það er undir þátttakendum komið hvaða mál fá mesta áherslu og hvaða lausnum og hugmyndum unga fólkið vill koma á framfæri um betri framtíð. Hér er því um að ræða einstakt tækifæri fyrir kynslóðir framtíðarinnar að láta í sér heyra. Hverjir hlusta? Niðurstöðum fundarins verður komið á framfæri við Norrænu ráðherranefndina og norrænu ríkisstjórnirnar. Þær verða einnig sendar til samtaka ungs fólks og annarra sem vilja nýta þær til samfélagsrýni og umbóta. Ég hlakka til að sjá niðurstöður Þjóðfundar norrænna ungmenna og hef fulla trú á því að þær skili okkur betri framtíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eygló Harðardóttir Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Free tuition Colin Fisher Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Hvernig vil ég að framtíð mín verði? Þessari spennandi og áleitnu spurningu munu norræn ungmenni á aldrinum 18-25 ára svara á Þjóðfundi norrænna ungmenna sem fram fer í dag, 5. apríl, kl. 9-17 á Hilton Nordica hóteli. Yfirskrift fundarins er „demokrati og kreativitet“. Fundurinn er eitt af verkefnunum í formennskuáætlun Íslands í Norrænu ráðherranefndinni árið 2014 og er á vegum NORDBUK, barna- og ungmennanefndar Norrænu ráðherranefndarinnar. Alls eru um eitt hundrað þátttakendur skráðir frá öllum Norðurlöndunum til fundarins. Lýðræðisvitund og þátttaka Ein af áskorunum í norrænum samfélögum er að auka lýðræðisvitund og þátttöku ungs fólks. Mikilvægt er að beita ólíkum leiðum til þess að fá sem flesta að borðinu og taka þátt. Á Þjóðfundi norrænna ungmenna gefst ungu fólki tækifæri til að koma saman og ræða um hvernig þau vilja sjá framtíð sína. Notast verður við fundaraðferð sem beitt var á Þjóðfundinum hér á Íslandi árið 2009. Allir fá að koma sínum sjónarmiðum og hugmyndum á framfæri og skipta skoðanir allra þátttakenda jafn miklu máli. Framtíðarkynslóðin talar Það verða hvorki langar ræður eða fyrirlestrar haldnir á fundinum heldur munu þátttakendur sjálfir vinna hver með öðrum til að kanna og tjá drauma sína um framtíðina, samfélagið, jörðina og náttúruna, vinnu og fjölskyldu, menningu og atvinnuvegi. Það er undir þátttakendum komið hvaða mál fá mesta áherslu og hvaða lausnum og hugmyndum unga fólkið vill koma á framfæri um betri framtíð. Hér er því um að ræða einstakt tækifæri fyrir kynslóðir framtíðarinnar að láta í sér heyra. Hverjir hlusta? Niðurstöðum fundarins verður komið á framfæri við Norrænu ráðherranefndina og norrænu ríkisstjórnirnar. Þær verða einnig sendar til samtaka ungs fólks og annarra sem vilja nýta þær til samfélagsrýni og umbóta. Ég hlakka til að sjá niðurstöður Þjóðfundar norrænna ungmenna og hef fulla trú á því að þær skili okkur betri framtíð.
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar