Rukkað á nýrri Sundabraut Ólafur Þ. Stephensen skrifar 15. apríl 2014 06:00 Í umræðum um samgönguáætlun á Alþingi í síðustu viku endurtók Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra það sem hún hefur áður sagt, að hún vilji kanna hvernig einkaaðilar geti komið að fjármögnun stórra samgönguframkvæmda. Í gær var svo sagt frá því að ráðherrann hefði skipað stýrihóp til að skoða málið. Í tilkynningu ráðuneytisins er bent á það sem blasir við öllum; að um leið og minna fé hefur verið veitt til stofnframkvæmda í vegakerfinu undanfarin ár, fer þörfin sífellt vaxandi. Stýrihópnum er ætlað að „kanna rækilega hvaða framkvæmdir unnt væri að ráðast í með samvinnu ríkis og einkaaðila, allt frá undirbúningi og hönnun og að rekstri og þjónustu við slík mannvirki“. Í umræðunum á þingi var Hanna Birna spurð hvaða verkefni hún sæi fyrir sér að kæmu til greina í einkaframkvæmd af þessu tagi og nefndi þá sérstaklega Sundabraut, sem lengi hefur verið á teikniborðinu. Hún sagðist hafa verið í sambandi við borgaryfirvöld í Reykjavík, sem hefðu mikinn áhuga á samstarfi um slíka framkvæmd. Hugmyndum um aukna þátttöku einkaaðila í byggingu og rekstri nýrra samgöngumannvirkja hefur oft verið mætt með tortryggni. Í umræðunum á þingi bar hins vegar ekki á öðru en að nokkuð víðtæk sátt væri um þessar hugmyndir. Í máli Hönnu Birnu kom fram að til þess að slíkar framkvæmdir gengju upp yrðu vegfarendur að eiga val um aðra, gjaldfrjálsa leið. Það ætti við um Sundabraut (þar sem fólk getur haldið áfram að nota Vesturlandsveginn) en síður aðrar aðkomuleiðir inn í höfuðborgina eins og Suðurlandsveg og Reykjanesbraut. Jafnframt yrði gjaldtakan fyrir að nota veginn að vera hófleg og sanngjörn. Innanríkisráðherra nefndi að margar sveitarstjórnir hefðu haft samband við ráðuneytið og sýnt því áhuga að brýnar samgönguframkvæmdir í viðkomandi sveitarfélögum yrðu fjármagnaðar með sambærilegum hætti. Fyrir fram verður að teljast ólíklegt að margar framkvæmdir úti um land, þar sem umferð er mun minni en í nágrenni höfuðborgarinnar, myndu reynast nógu hagkvæmar til að standa undir sér með gjaldtöku. Vaðlaheiðargöngin eru gott dæmi; það er ólíklegt að þau standi undir sér og skattgreiðendur bera í raun ábyrgð á framkvæmdinni þótt hún sé kölluð einkaframkvæmd. Þar voru gerð mistök sem stýrihópur innanríkisráðherra kemur vonandi í veg fyrir að endurtaki sig. Miklu nærtækara er að horfa til Hvalfjarðarganganna. Enginn kvartar lengur yfir að þurfa að borga í þau vegna þess hvað hagræðið fyrir vegfarendur er augljóst og umferðin er nógu mikil til að fjárfestingin borgi sig upp. Göngin hefðu líkast enn ekki verið boruð ef þessi háttur hefði ekki verið hafður á fjármögnuninni. Reykvíkingar verða þess vegna að horfast í augu við að eina leiðin til að fá Sundabraut eins og ástandið er nú í fjármálum ríkisins er að hún verði lögð í einkaframkvæmd og borgað fyrir afnot af henni. Það er raunhæf og fær leið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Ábyrgð ríkis og sveitarfélaga er mikil Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Í umræðum um samgönguáætlun á Alþingi í síðustu viku endurtók Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra það sem hún hefur áður sagt, að hún vilji kanna hvernig einkaaðilar geti komið að fjármögnun stórra samgönguframkvæmda. Í gær var svo sagt frá því að ráðherrann hefði skipað stýrihóp til að skoða málið. Í tilkynningu ráðuneytisins er bent á það sem blasir við öllum; að um leið og minna fé hefur verið veitt til stofnframkvæmda í vegakerfinu undanfarin ár, fer þörfin sífellt vaxandi. Stýrihópnum er ætlað að „kanna rækilega hvaða framkvæmdir unnt væri að ráðast í með samvinnu ríkis og einkaaðila, allt frá undirbúningi og hönnun og að rekstri og þjónustu við slík mannvirki“. Í umræðunum á þingi var Hanna Birna spurð hvaða verkefni hún sæi fyrir sér að kæmu til greina í einkaframkvæmd af þessu tagi og nefndi þá sérstaklega Sundabraut, sem lengi hefur verið á teikniborðinu. Hún sagðist hafa verið í sambandi við borgaryfirvöld í Reykjavík, sem hefðu mikinn áhuga á samstarfi um slíka framkvæmd. Hugmyndum um aukna þátttöku einkaaðila í byggingu og rekstri nýrra samgöngumannvirkja hefur oft verið mætt með tortryggni. Í umræðunum á þingi bar hins vegar ekki á öðru en að nokkuð víðtæk sátt væri um þessar hugmyndir. Í máli Hönnu Birnu kom fram að til þess að slíkar framkvæmdir gengju upp yrðu vegfarendur að eiga val um aðra, gjaldfrjálsa leið. Það ætti við um Sundabraut (þar sem fólk getur haldið áfram að nota Vesturlandsveginn) en síður aðrar aðkomuleiðir inn í höfuðborgina eins og Suðurlandsveg og Reykjanesbraut. Jafnframt yrði gjaldtakan fyrir að nota veginn að vera hófleg og sanngjörn. Innanríkisráðherra nefndi að margar sveitarstjórnir hefðu haft samband við ráðuneytið og sýnt því áhuga að brýnar samgönguframkvæmdir í viðkomandi sveitarfélögum yrðu fjármagnaðar með sambærilegum hætti. Fyrir fram verður að teljast ólíklegt að margar framkvæmdir úti um land, þar sem umferð er mun minni en í nágrenni höfuðborgarinnar, myndu reynast nógu hagkvæmar til að standa undir sér með gjaldtöku. Vaðlaheiðargöngin eru gott dæmi; það er ólíklegt að þau standi undir sér og skattgreiðendur bera í raun ábyrgð á framkvæmdinni þótt hún sé kölluð einkaframkvæmd. Þar voru gerð mistök sem stýrihópur innanríkisráðherra kemur vonandi í veg fyrir að endurtaki sig. Miklu nærtækara er að horfa til Hvalfjarðarganganna. Enginn kvartar lengur yfir að þurfa að borga í þau vegna þess hvað hagræðið fyrir vegfarendur er augljóst og umferðin er nógu mikil til að fjárfestingin borgi sig upp. Göngin hefðu líkast enn ekki verið boruð ef þessi háttur hefði ekki verið hafður á fjármögnuninni. Reykvíkingar verða þess vegna að horfast í augu við að eina leiðin til að fá Sundabraut eins og ástandið er nú í fjármálum ríkisins er að hún verði lögð í einkaframkvæmd og borgað fyrir afnot af henni. Það er raunhæf og fær leið.
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun