„Þetta val skapar líka umræðu og við fögnum því“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 12. maí 2014 10:39 Snæbjörn heldur að Pollapönkarar hafi haft áhrif á ansi marga. Mynd/Eurovision „Þetta var rosalega gaman. Okkur fannst pressunni af okkur létt þegar við komumst áfram úr undanriðlinum þannig að við vöknuðum brosandi, hressir og glaðir á laugardag. Dagurinn var ótrúlega auðveldur – bara eitt gott og stórt partí,“ segir appelsínuguli pollinn Snæbjörn Ragnarsson í Pollapönki. Sveitin lenti í 15. sæti í Eurovision-keppninni í Kaupmannahöfn á laugardagskvöld með lagið Enga fordóma, eða No Prejudice. Snæbjörn segir þá Pollapönkara ekki hafa velt sér upp úr spám. „Eina sem við vissum var að við færum á svið og gerðum það sem við gerum best,“ segir hann. Austurríska draggdrottningin Conchita Wurst fór með sigur úr býtum í Eurovision. Segir Snæbjörn íslenska hópinn hæstánægðan með það. „Hún er algerlega glæsileg. Það var mikið talað um að hún væri öðruvísi en hún vann ekkert út af því að hún þótti skrýtin heldur var lagið gott og hún er svo mikill listamaður. Þetta val skapar líka umræðu og við fögnum því klárlega.“ Aðspurður um hvernig Pollapönkarar hafi eytt kvöldinu eftir úrslitin segir Snæbjörn að þeir hafi fagnað hóflega enda verið dálítið þreyttir. „Við skáluðum og fórum upp á hótel þar sem við vorum með samsæti í lobbýinu. Síðan fór fólk bara sína leið, sumir fóru á klúbb en aðrir fóru upp á herbergi. Við vorum flestir búnir að sofa lítið og fundum fyrir spennufallinu þannig að daginn eftir tékkuðum við okkur út af herbergjunum og röltum um niðri í bæ, hver í sínu lagi. Verkefnið er búið og við erum ánægðir með okkur.“ Snæbjörn segir Pollapönkara vissulega hafa aflað sér aðdáenda víða um Evrópu. „Við höfum verið stoppaðir af alls konar fólki, alls staðar að, sem veit hverjir við erum. Ég vissi að þetta væri risastórt batterí en ég áttaði mig ekki á því hve ofboðslega stórt þetta væri. Ég held að Pollarnir hafi haft áhrif á ansi marga. Við höfum fengið fullt af persónulegum póstum þar sem fólk þakkar fyrir að við séum að vekja athygli á þessu málefni sem er bara frábært.“ Nú tekur raunveruleikinn við og Snæbjörn mættur aftur til vinnu á auglýsingastofunni Pipar/TBWA. „Nú er sápukúlan sprungin. Ég get örugglega ekki séð appelsínugulan lit aftur án þess að fá Eurovision-fíling. Það kom skemmtilega á óvart hvað var gaman að vera með naglalakk og ég á örugglega eftir að vera með naglalakk aftur til hátíðabrigða. En nú er ég kominn aftur í hermannaklossana,“ segir Snæbjörn.Conchita, sigurvegari Eurovision í ár.Mynd/eurovisionTippuðu á 16. sæti Þjóðarpúls Gallup framkvæmdi netkönnun dagana 7. til 9. maí á viðhorfi Íslendinga til lagsins Enga fordóma. Úrtaksstærð var fjórtán hundruð einstaklingar átján ára eða eldri. Þátttökuhlutfall var 46,1 prósent. Þátttakendur voru meðal annars spurðir í hvaða sæti þeir héldu að Ísland myndi lenda í keppninni. 20% héldu að Ísland myndi lenda í 16. sæti. 9% tippuðu á 10. sæti og 8% á 20. sæti. Aðeins 2% héldu að Pollapönkarar myndu sigra en 5% stóðu í þeirri trú að þeir myndu enda í síðasta sæti. Að meðaltali héldu Íslendingar að lagið myndi lenda í 15. sæti sem varð raunin. Af þeim sem svöruðu tóku 89% afstöðu til spurningarinnar. 16. sætið hefur fylgt Íslendingum en við höfum þrisvar sinnum lent í því sæti í aðalkeppninni – árið 1986, 1987 og 1988. Þá lenti framlag Selmu Björnsdóttur, If I had your love, í 16. sæti í undankeppninni árið 2005 og komst ekki í úrslit. Í netkönnuninni voru þátttakendur einnig spurðir hvernig þeim líkaði framlag Íslands. 18% voru að öllu leyti ánægð með lagið, 21% mjög ánægð og 21% frekar ánægð. Þá voru 25% hvorki ánægð né óánægð, 8% frekar óánægð, 5% mjög óánægð og 2% að öllu leyti óánægð. Af þeim sem svöruðu tóku 97% afstöðu til spurningarinnar. Eurovision Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Fleiri fréttir Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Sjá meira
„Þetta var rosalega gaman. Okkur fannst pressunni af okkur létt þegar við komumst áfram úr undanriðlinum þannig að við vöknuðum brosandi, hressir og glaðir á laugardag. Dagurinn var ótrúlega auðveldur – bara eitt gott og stórt partí,“ segir appelsínuguli pollinn Snæbjörn Ragnarsson í Pollapönki. Sveitin lenti í 15. sæti í Eurovision-keppninni í Kaupmannahöfn á laugardagskvöld með lagið Enga fordóma, eða No Prejudice. Snæbjörn segir þá Pollapönkara ekki hafa velt sér upp úr spám. „Eina sem við vissum var að við færum á svið og gerðum það sem við gerum best,“ segir hann. Austurríska draggdrottningin Conchita Wurst fór með sigur úr býtum í Eurovision. Segir Snæbjörn íslenska hópinn hæstánægðan með það. „Hún er algerlega glæsileg. Það var mikið talað um að hún væri öðruvísi en hún vann ekkert út af því að hún þótti skrýtin heldur var lagið gott og hún er svo mikill listamaður. Þetta val skapar líka umræðu og við fögnum því klárlega.“ Aðspurður um hvernig Pollapönkarar hafi eytt kvöldinu eftir úrslitin segir Snæbjörn að þeir hafi fagnað hóflega enda verið dálítið þreyttir. „Við skáluðum og fórum upp á hótel þar sem við vorum með samsæti í lobbýinu. Síðan fór fólk bara sína leið, sumir fóru á klúbb en aðrir fóru upp á herbergi. Við vorum flestir búnir að sofa lítið og fundum fyrir spennufallinu þannig að daginn eftir tékkuðum við okkur út af herbergjunum og röltum um niðri í bæ, hver í sínu lagi. Verkefnið er búið og við erum ánægðir með okkur.“ Snæbjörn segir Pollapönkara vissulega hafa aflað sér aðdáenda víða um Evrópu. „Við höfum verið stoppaðir af alls konar fólki, alls staðar að, sem veit hverjir við erum. Ég vissi að þetta væri risastórt batterí en ég áttaði mig ekki á því hve ofboðslega stórt þetta væri. Ég held að Pollarnir hafi haft áhrif á ansi marga. Við höfum fengið fullt af persónulegum póstum þar sem fólk þakkar fyrir að við séum að vekja athygli á þessu málefni sem er bara frábært.“ Nú tekur raunveruleikinn við og Snæbjörn mættur aftur til vinnu á auglýsingastofunni Pipar/TBWA. „Nú er sápukúlan sprungin. Ég get örugglega ekki séð appelsínugulan lit aftur án þess að fá Eurovision-fíling. Það kom skemmtilega á óvart hvað var gaman að vera með naglalakk og ég á örugglega eftir að vera með naglalakk aftur til hátíðabrigða. En nú er ég kominn aftur í hermannaklossana,“ segir Snæbjörn.Conchita, sigurvegari Eurovision í ár.Mynd/eurovisionTippuðu á 16. sæti Þjóðarpúls Gallup framkvæmdi netkönnun dagana 7. til 9. maí á viðhorfi Íslendinga til lagsins Enga fordóma. Úrtaksstærð var fjórtán hundruð einstaklingar átján ára eða eldri. Þátttökuhlutfall var 46,1 prósent. Þátttakendur voru meðal annars spurðir í hvaða sæti þeir héldu að Ísland myndi lenda í keppninni. 20% héldu að Ísland myndi lenda í 16. sæti. 9% tippuðu á 10. sæti og 8% á 20. sæti. Aðeins 2% héldu að Pollapönkarar myndu sigra en 5% stóðu í þeirri trú að þeir myndu enda í síðasta sæti. Að meðaltali héldu Íslendingar að lagið myndi lenda í 15. sæti sem varð raunin. Af þeim sem svöruðu tóku 89% afstöðu til spurningarinnar. 16. sætið hefur fylgt Íslendingum en við höfum þrisvar sinnum lent í því sæti í aðalkeppninni – árið 1986, 1987 og 1988. Þá lenti framlag Selmu Björnsdóttur, If I had your love, í 16. sæti í undankeppninni árið 2005 og komst ekki í úrslit. Í netkönnuninni voru þátttakendur einnig spurðir hvernig þeim líkaði framlag Íslands. 18% voru að öllu leyti ánægð með lagið, 21% mjög ánægð og 21% frekar ánægð. Þá voru 25% hvorki ánægð né óánægð, 8% frekar óánægð, 5% mjög óánægð og 2% að öllu leyti óánægð. Af þeim sem svöruðu tóku 97% afstöðu til spurningarinnar.
Eurovision Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Fleiri fréttir Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Sjá meira