Geggjað teymi tilnefnt til Grímuverðlauna Gunnar Leó Pálsson skrifar 10. júní 2014 10:30 Arnór og Óli eru nú á ferðalagi um Noreg með sýninguna. Mynd/Úr einkasafni „Ég hef ekki fagnað jafn mikið og síðan Liverpool vann Meistaradeild Evrópu árið 2005,“ segir Arnór Björnsson en hann og Óli Gunnar Gunnarsson hlutu tvær tilnefningar Grímuverðlaunanna, íslensku sviðslistaverðlaunanna, á dögunum. Þeir eru höfundar verksins Unglingurinn sem er tilnefnt sem barnasýning ársins en verkið var sýnt í Gaflaraleikhúsinu. Þá hlutu þeir Arnór og Óli tilnefningu sem sproti ársins. „Þetta er svakalega skrítið, upprunalega þegar við vorum að skrifa leikritið, hugsuðum við að það væri frábært að ná kannski átta sýningum en við höfum núna sýnt yfir fjörutíu sýningar,“ bætir Arnór við. Arnór er fimmtán ára gamall og Óli Gunnar er fjórtán ára og þeir eru miklir vinir. „Við erum geggjað teymi, erum góðir vinir og hugsum dálítið eins og skiljum hvor annan vel.“ Áður en þeir skrifuðu Unglinginn höfðu þeir skrifað dagskrá og kynnt sýningu fyrir Listdansskóla Hafnarfjarðar og komust þá að því að þeir náðu vel saman. Þeir hafa undanfarna daga verið í útrás með verkið og eru staddir í Noregi þessa dagana. „Við erum á smá túr um Noreg núna og sýnum í Bergen, Stavanger, Kristiansand og Ósló. Það gengur rosalega vel,“ bætir Arnór við. Fyrir utan leikritasmíðina eru þeir báðir miklir knattspyrnukappar. „Eftir Noreg förum við með fótboltanum til Portúgals í æfingabúðir en við æfum báðir með FH.“ Arnór segir samvinnu þeirra á fótboltavellinum vera nokkuð svipaða og í leiklistargeiranum. „Ég er miðvörður og Óli er miðjumaður, hann er því aðeins villtari og djarfari eins og gerist í boltanum. Ég er passívari, eins og við varnarmennirnir erum. Þá þurfum við oft að aðstoða miðjumennina ef þeir verða of villtir og lenda í vanda, þannig vinnum við saman á vellinum og í leiklistinni,“ segir Arnór léttur í lundu. Þeir ætla að sjálfsögðu báðir að vera viðstaddir Grímuna. „Við mætum klárlega á Grímuna og hlökkum mikið til.“ Gríman Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Sjá meira
„Ég hef ekki fagnað jafn mikið og síðan Liverpool vann Meistaradeild Evrópu árið 2005,“ segir Arnór Björnsson en hann og Óli Gunnar Gunnarsson hlutu tvær tilnefningar Grímuverðlaunanna, íslensku sviðslistaverðlaunanna, á dögunum. Þeir eru höfundar verksins Unglingurinn sem er tilnefnt sem barnasýning ársins en verkið var sýnt í Gaflaraleikhúsinu. Þá hlutu þeir Arnór og Óli tilnefningu sem sproti ársins. „Þetta er svakalega skrítið, upprunalega þegar við vorum að skrifa leikritið, hugsuðum við að það væri frábært að ná kannski átta sýningum en við höfum núna sýnt yfir fjörutíu sýningar,“ bætir Arnór við. Arnór er fimmtán ára gamall og Óli Gunnar er fjórtán ára og þeir eru miklir vinir. „Við erum geggjað teymi, erum góðir vinir og hugsum dálítið eins og skiljum hvor annan vel.“ Áður en þeir skrifuðu Unglinginn höfðu þeir skrifað dagskrá og kynnt sýningu fyrir Listdansskóla Hafnarfjarðar og komust þá að því að þeir náðu vel saman. Þeir hafa undanfarna daga verið í útrás með verkið og eru staddir í Noregi þessa dagana. „Við erum á smá túr um Noreg núna og sýnum í Bergen, Stavanger, Kristiansand og Ósló. Það gengur rosalega vel,“ bætir Arnór við. Fyrir utan leikritasmíðina eru þeir báðir miklir knattspyrnukappar. „Eftir Noreg förum við með fótboltanum til Portúgals í æfingabúðir en við æfum báðir með FH.“ Arnór segir samvinnu þeirra á fótboltavellinum vera nokkuð svipaða og í leiklistargeiranum. „Ég er miðvörður og Óli er miðjumaður, hann er því aðeins villtari og djarfari eins og gerist í boltanum. Ég er passívari, eins og við varnarmennirnir erum. Þá þurfum við oft að aðstoða miðjumennina ef þeir verða of villtir og lenda í vanda, þannig vinnum við saman á vellinum og í leiklistinni,“ segir Arnór léttur í lundu. Þeir ætla að sjálfsögðu báðir að vera viðstaddir Grímuna. „Við mætum klárlega á Grímuna og hlökkum mikið til.“
Gríman Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Sjá meira