„Líklegast er ég massaðasti melódíkuleikari í heimi“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 19. júní 2014 08:30 Mímir stefnir langt í fitnessheiminum. „Ég syng fyrst og fremst og spila líka á píanó og melódíku. Líklegast er ég massaðasti melódíkuleikari í heimi,“ segir Mímir Nordquist í hljómsveitinni Lily Of The Valley glaður í bragði. Hljómsveitin var stofnuð fyrir Airwaves-tónlistarhátíðina í fyrra og var að senda frá sér sitt fyrsta lag, I'll Be Waiting. Mímir er ekki bara lunkinn í tónlistinni heldur hefur hann átt góðu gengi að fagna í fitness-heiminum. „Ég keppti fyrst í fitness árið 2010. Ég var reyndar plataður út í það til að byrja með en er mjög feginn því. Þetta er frábær reynsla út í eitt. Ég er fjórfaldur Íslandsmeistari í fitness og fitness-maður ársins 2013. Ég er mjög hamingjusamur með það,“ segir Mímir. Hann segist þó lítið vera í því að sýna stæltan kroppinn á tónleikum. „Nei, ekki alveg. Ég spái eiginlega ekki í því þegar ég er að spila. En Tinna og Logi eru alltaf að reyna að rífa mig úr samt,“ segir Mímir hlæjandi en Tinna Katrín Jónsdóttir skipar tríóið Lily Of The Valley með þeim Mími og Loga Jósafatssyni. Aðspurður hvort hann fái ekki mikla athygli á tónleikum segir hann það vera. „Jú, sem betur fer, ég er svo athyglissjúkur,“ segir Logi. En er hann á lausu? „Já, ég er þvílíkt á lausu.“ Lily OF The Valley skipa þau Mímir, Tinna og Logi.Mynd/úr einkasafni Mímir byrjaði í tónlist árið 2010 en segir mikla alvöru hafa færst í tónsmíðarnar þegar hann stofnaði Lily Of The Valley ásamt Loga. Stefnan er sett á að gefa út meira efni sem fyrst. „Draumurinn er að halda áfram að njóta þess að búa til tónlist og ferðast með þessu frábæra fólki sem er með mér í hljómsveit. Ég er að gera það sem ég elska.“ Hann stefnir líka langt í fitness-heiminum. „Það eru alls konar möguleikar sem mér bjóðast í fitness-heiminum. Ég get allavega ekki hætt fyrr en ég er orðinn heimsmeistari. Keppnisskapið, þú skilur,“ segir Mímir en oft reynist erfitt að samtvinna þessa tvo heima. „Það er allt í lagi dags daglega en rétt fyrir mót getur verið erfitt að sinna hvoru tveggja hundrað prósent.“ Lily Of The Valley spilar á Café Flóru í Grasagarðinum í kvöld og lofar Mímir góðu stuði. „Ég hvet fólk til að hlusta á nýja lagið okkar, koma og sjá okkur á tónleikum og elska hvert annað.“ Airwaves Mest lesið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Lífið Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Lífið Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Lífið Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Lífið Þessi tíu lög komust í úrslit Lífið Pub Quiz hvar sem er, hvenær sem er! Lífið samstarf Fleiri fréttir Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Sjá meira
„Ég syng fyrst og fremst og spila líka á píanó og melódíku. Líklegast er ég massaðasti melódíkuleikari í heimi,“ segir Mímir Nordquist í hljómsveitinni Lily Of The Valley glaður í bragði. Hljómsveitin var stofnuð fyrir Airwaves-tónlistarhátíðina í fyrra og var að senda frá sér sitt fyrsta lag, I'll Be Waiting. Mímir er ekki bara lunkinn í tónlistinni heldur hefur hann átt góðu gengi að fagna í fitness-heiminum. „Ég keppti fyrst í fitness árið 2010. Ég var reyndar plataður út í það til að byrja með en er mjög feginn því. Þetta er frábær reynsla út í eitt. Ég er fjórfaldur Íslandsmeistari í fitness og fitness-maður ársins 2013. Ég er mjög hamingjusamur með það,“ segir Mímir. Hann segist þó lítið vera í því að sýna stæltan kroppinn á tónleikum. „Nei, ekki alveg. Ég spái eiginlega ekki í því þegar ég er að spila. En Tinna og Logi eru alltaf að reyna að rífa mig úr samt,“ segir Mímir hlæjandi en Tinna Katrín Jónsdóttir skipar tríóið Lily Of The Valley með þeim Mími og Loga Jósafatssyni. Aðspurður hvort hann fái ekki mikla athygli á tónleikum segir hann það vera. „Jú, sem betur fer, ég er svo athyglissjúkur,“ segir Logi. En er hann á lausu? „Já, ég er þvílíkt á lausu.“ Lily OF The Valley skipa þau Mímir, Tinna og Logi.Mynd/úr einkasafni Mímir byrjaði í tónlist árið 2010 en segir mikla alvöru hafa færst í tónsmíðarnar þegar hann stofnaði Lily Of The Valley ásamt Loga. Stefnan er sett á að gefa út meira efni sem fyrst. „Draumurinn er að halda áfram að njóta þess að búa til tónlist og ferðast með þessu frábæra fólki sem er með mér í hljómsveit. Ég er að gera það sem ég elska.“ Hann stefnir líka langt í fitness-heiminum. „Það eru alls konar möguleikar sem mér bjóðast í fitness-heiminum. Ég get allavega ekki hætt fyrr en ég er orðinn heimsmeistari. Keppnisskapið, þú skilur,“ segir Mímir en oft reynist erfitt að samtvinna þessa tvo heima. „Það er allt í lagi dags daglega en rétt fyrir mót getur verið erfitt að sinna hvoru tveggja hundrað prósent.“ Lily Of The Valley spilar á Café Flóru í Grasagarðinum í kvöld og lofar Mímir góðu stuði. „Ég hvet fólk til að hlusta á nýja lagið okkar, koma og sjá okkur á tónleikum og elska hvert annað.“
Airwaves Mest lesið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Lífið Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Lífið Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Lífið Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Lífið Þessi tíu lög komust í úrslit Lífið Pub Quiz hvar sem er, hvenær sem er! Lífið samstarf Fleiri fréttir Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Sjá meira