Til hagsbóta fyrir heimilin Gunnar Bragi Sveinsson skrifar 1. júlí 2014 07:00 Í dag, 1. júlí, tekur gildi fríverslunarsamningur Íslands og Kína en Ísland var fyrst ríkja Evrópu til að undirrita fríverslunarsamning við Kína. Felur samningurinn í sér sóknarfæri fyrir Íslendinga og íslensk fyrirtæki og samstarfsmöguleika við þá þjóð sem er í hvað örustum vexti. Millistétt Kínverja er talin vera stærri en sem nemur heildarfjölda Bandaríkjamanna og nærri því að taka fram úr þeim sem stærsta hagkerfi heims. Mikið hefur verið rætt um tækifæri til útflutnings í tengslum við samninginn en hann mun ekki síður gagnast heimilunum. Á undanförnum misserum hefur t.d. netverslun frá Kína stóraukist og er nú meira er flutt til Íslands frá vefsíðunni Aliexpress en Ebay. Það á ekki hvað síst við mikið af þeim fatnaði og skótaui sem flutt er til Íslands og á uppruna sinn í Kína. Með samningnum fellur niður 15 prósenta tollur af þessum vörum og ætti sú staðreynd að skila sér í lækkuðu vöruverði. Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins komu í veg fyrir að fríverslunarviðræðurnar, sem hófust 2006 í tíð Valgerðar Sverrisdóttur, væru til lykta leiddar. Skiljanlega kærðu kínversk stjórnvöld sig ekki um að tjalda til einnar nætur, en með aðild að ESB hefði fríverslunarsamningurinn fallið úr gildi. Í raun hefur samningurinn þegar fært okkur forskot í atvinnusköpun fyrir gildistökuna en forsvarsmenn Silicor Material hafa gefið það út að samningurinn hafi verið ein helsta ástæða þess að Ísland varð fyrir valinu fyrir staðsetningu sólarkísilverksmiðju sem ætlunin er að reisa á Grundartanga. Nú þegar starfa um 20 íslensk fyrirtæki í Kína og að þeirra sögn er fjöldi tækifæra fyrir okkur að miðla því sem við gerum best. Þar má nefna íslensk matvæli og þekkingu á því að nýta hreina orku.. Kínversk stjórnvöld vilja nýta reynslu og þekkingu Íslendinga tilað draga úr gríðarlegri loftmengun sem hrjáir þá. Finnst þeim undravert hve fáir áratugir eru síðan loftmengun m.a sökum kyndingar var vandamál í Reykjavík. En ekki dugar að gera einn samning. Framsóknin á vettvangi EFTA heldur áfram í fjölgun fríverslunarsamninga við önnur ríki.. Góð og traust viðskipti við sem flestar þjóðir þarf að tryggja enda felast í því hagsmunir Íslands. Það er stefna ríkisstjórnarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag, 1. júlí, tekur gildi fríverslunarsamningur Íslands og Kína en Ísland var fyrst ríkja Evrópu til að undirrita fríverslunarsamning við Kína. Felur samningurinn í sér sóknarfæri fyrir Íslendinga og íslensk fyrirtæki og samstarfsmöguleika við þá þjóð sem er í hvað örustum vexti. Millistétt Kínverja er talin vera stærri en sem nemur heildarfjölda Bandaríkjamanna og nærri því að taka fram úr þeim sem stærsta hagkerfi heims. Mikið hefur verið rætt um tækifæri til útflutnings í tengslum við samninginn en hann mun ekki síður gagnast heimilunum. Á undanförnum misserum hefur t.d. netverslun frá Kína stóraukist og er nú meira er flutt til Íslands frá vefsíðunni Aliexpress en Ebay. Það á ekki hvað síst við mikið af þeim fatnaði og skótaui sem flutt er til Íslands og á uppruna sinn í Kína. Með samningnum fellur niður 15 prósenta tollur af þessum vörum og ætti sú staðreynd að skila sér í lækkuðu vöruverði. Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins komu í veg fyrir að fríverslunarviðræðurnar, sem hófust 2006 í tíð Valgerðar Sverrisdóttur, væru til lykta leiddar. Skiljanlega kærðu kínversk stjórnvöld sig ekki um að tjalda til einnar nætur, en með aðild að ESB hefði fríverslunarsamningurinn fallið úr gildi. Í raun hefur samningurinn þegar fært okkur forskot í atvinnusköpun fyrir gildistökuna en forsvarsmenn Silicor Material hafa gefið það út að samningurinn hafi verið ein helsta ástæða þess að Ísland varð fyrir valinu fyrir staðsetningu sólarkísilverksmiðju sem ætlunin er að reisa á Grundartanga. Nú þegar starfa um 20 íslensk fyrirtæki í Kína og að þeirra sögn er fjöldi tækifæra fyrir okkur að miðla því sem við gerum best. Þar má nefna íslensk matvæli og þekkingu á því að nýta hreina orku.. Kínversk stjórnvöld vilja nýta reynslu og þekkingu Íslendinga tilað draga úr gríðarlegri loftmengun sem hrjáir þá. Finnst þeim undravert hve fáir áratugir eru síðan loftmengun m.a sökum kyndingar var vandamál í Reykjavík. En ekki dugar að gera einn samning. Framsóknin á vettvangi EFTA heldur áfram í fjölgun fríverslunarsamninga við önnur ríki.. Góð og traust viðskipti við sem flestar þjóðir þarf að tryggja enda felast í því hagsmunir Íslands. Það er stefna ríkisstjórnarinnar.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar