Til hagsbóta fyrir heimilin Gunnar Bragi Sveinsson skrifar 1. júlí 2014 07:00 Í dag, 1. júlí, tekur gildi fríverslunarsamningur Íslands og Kína en Ísland var fyrst ríkja Evrópu til að undirrita fríverslunarsamning við Kína. Felur samningurinn í sér sóknarfæri fyrir Íslendinga og íslensk fyrirtæki og samstarfsmöguleika við þá þjóð sem er í hvað örustum vexti. Millistétt Kínverja er talin vera stærri en sem nemur heildarfjölda Bandaríkjamanna og nærri því að taka fram úr þeim sem stærsta hagkerfi heims. Mikið hefur verið rætt um tækifæri til útflutnings í tengslum við samninginn en hann mun ekki síður gagnast heimilunum. Á undanförnum misserum hefur t.d. netverslun frá Kína stóraukist og er nú meira er flutt til Íslands frá vefsíðunni Aliexpress en Ebay. Það á ekki hvað síst við mikið af þeim fatnaði og skótaui sem flutt er til Íslands og á uppruna sinn í Kína. Með samningnum fellur niður 15 prósenta tollur af þessum vörum og ætti sú staðreynd að skila sér í lækkuðu vöruverði. Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins komu í veg fyrir að fríverslunarviðræðurnar, sem hófust 2006 í tíð Valgerðar Sverrisdóttur, væru til lykta leiddar. Skiljanlega kærðu kínversk stjórnvöld sig ekki um að tjalda til einnar nætur, en með aðild að ESB hefði fríverslunarsamningurinn fallið úr gildi. Í raun hefur samningurinn þegar fært okkur forskot í atvinnusköpun fyrir gildistökuna en forsvarsmenn Silicor Material hafa gefið það út að samningurinn hafi verið ein helsta ástæða þess að Ísland varð fyrir valinu fyrir staðsetningu sólarkísilverksmiðju sem ætlunin er að reisa á Grundartanga. Nú þegar starfa um 20 íslensk fyrirtæki í Kína og að þeirra sögn er fjöldi tækifæra fyrir okkur að miðla því sem við gerum best. Þar má nefna íslensk matvæli og þekkingu á því að nýta hreina orku.. Kínversk stjórnvöld vilja nýta reynslu og þekkingu Íslendinga tilað draga úr gríðarlegri loftmengun sem hrjáir þá. Finnst þeim undravert hve fáir áratugir eru síðan loftmengun m.a sökum kyndingar var vandamál í Reykjavík. En ekki dugar að gera einn samning. Framsóknin á vettvangi EFTA heldur áfram í fjölgun fríverslunarsamninga við önnur ríki.. Góð og traust viðskipti við sem flestar þjóðir þarf að tryggja enda felast í því hagsmunir Íslands. Það er stefna ríkisstjórnarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Mest lesið Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Sjá meira
Í dag, 1. júlí, tekur gildi fríverslunarsamningur Íslands og Kína en Ísland var fyrst ríkja Evrópu til að undirrita fríverslunarsamning við Kína. Felur samningurinn í sér sóknarfæri fyrir Íslendinga og íslensk fyrirtæki og samstarfsmöguleika við þá þjóð sem er í hvað örustum vexti. Millistétt Kínverja er talin vera stærri en sem nemur heildarfjölda Bandaríkjamanna og nærri því að taka fram úr þeim sem stærsta hagkerfi heims. Mikið hefur verið rætt um tækifæri til útflutnings í tengslum við samninginn en hann mun ekki síður gagnast heimilunum. Á undanförnum misserum hefur t.d. netverslun frá Kína stóraukist og er nú meira er flutt til Íslands frá vefsíðunni Aliexpress en Ebay. Það á ekki hvað síst við mikið af þeim fatnaði og skótaui sem flutt er til Íslands og á uppruna sinn í Kína. Með samningnum fellur niður 15 prósenta tollur af þessum vörum og ætti sú staðreynd að skila sér í lækkuðu vöruverði. Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins komu í veg fyrir að fríverslunarviðræðurnar, sem hófust 2006 í tíð Valgerðar Sverrisdóttur, væru til lykta leiddar. Skiljanlega kærðu kínversk stjórnvöld sig ekki um að tjalda til einnar nætur, en með aðild að ESB hefði fríverslunarsamningurinn fallið úr gildi. Í raun hefur samningurinn þegar fært okkur forskot í atvinnusköpun fyrir gildistökuna en forsvarsmenn Silicor Material hafa gefið það út að samningurinn hafi verið ein helsta ástæða þess að Ísland varð fyrir valinu fyrir staðsetningu sólarkísilverksmiðju sem ætlunin er að reisa á Grundartanga. Nú þegar starfa um 20 íslensk fyrirtæki í Kína og að þeirra sögn er fjöldi tækifæra fyrir okkur að miðla því sem við gerum best. Þar má nefna íslensk matvæli og þekkingu á því að nýta hreina orku.. Kínversk stjórnvöld vilja nýta reynslu og þekkingu Íslendinga tilað draga úr gríðarlegri loftmengun sem hrjáir þá. Finnst þeim undravert hve fáir áratugir eru síðan loftmengun m.a sökum kyndingar var vandamál í Reykjavík. En ekki dugar að gera einn samning. Framsóknin á vettvangi EFTA heldur áfram í fjölgun fríverslunarsamninga við önnur ríki.. Góð og traust viðskipti við sem flestar þjóðir þarf að tryggja enda felast í því hagsmunir Íslands. Það er stefna ríkisstjórnarinnar.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun