Tryggingarnar ná ekki yfir allt Snærós Sindradóttir skrifar 9. júlí 2014 00:01 Lúðvík Eiðsson, fulltrúi tæknideildar lögreglunnar, sést hér við upphaf rannsóknar í gær. Hann segir of snemmt að segja til um tildrög eldsvoðans. Fréttablaðið/Arnþór Griffilshúsið sem brann í Skeifunni á sunnudag er í eigu fasteignafélagsins Reita. Að sögn Guðjóns Auðunssonar, forstjóra Reita, er brunabótamat hússins rúmar 300 milljónir króna. „Þú getur aldrei tryggt þig þannig að þú komir út úr svona atburði skaðlaust, það er bara ekki svoleiðis,“ segir Guðjón. Reitir hafa hefðbundna tryggingu á húsinu sjálfu en jafnframt svokallaða rekstrarstöðvunartryggingu. „En hún gildir ekki að eilífu. Það mun taka tíma að byggja upp nýtt húsnæði til útleigu. Það er alltaf eitthvert bil sem þarf að brúa,“ segir Guðjón. Tæknideild lögreglu hóf rannsókn á tildrögum eldsins klukkan tíu í gærmorgun. Hiti var enn í húsinu og því þótti Lúðvík Eiðssyni, fulltrúa tæknideildar, ólíklegt að mikið yrði gert þann daginn. „Við erum bara rétt að byrja að skoða þetta. Þetta er einhverra daga verkefni og ekkert sem gerist á stuttum tíma.“ Þetta er þriðji bruninn í efnalauginni Fönn frá árinu 2009. „Eitt sinn kviknaði í út frá strompi og eitt sinn varð sjálfsíkveikja út frá þvotti í þurrkara. Það er bara eitthvað sem gerist,“ segir Ari Guðmundsson, framkvæmdastjóri Fannar, aðspurður um líklega skýringu á brunanum. „Það getur verið rafmagn, það getur verið þvottur og hvað sem er.“ Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær má gera ráð fyrir því að tjón Fannar hlaupi á hundruðum milljóna króna. Reykjavík Stórbruni í Skeifunni Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira
Griffilshúsið sem brann í Skeifunni á sunnudag er í eigu fasteignafélagsins Reita. Að sögn Guðjóns Auðunssonar, forstjóra Reita, er brunabótamat hússins rúmar 300 milljónir króna. „Þú getur aldrei tryggt þig þannig að þú komir út úr svona atburði skaðlaust, það er bara ekki svoleiðis,“ segir Guðjón. Reitir hafa hefðbundna tryggingu á húsinu sjálfu en jafnframt svokallaða rekstrarstöðvunartryggingu. „En hún gildir ekki að eilífu. Það mun taka tíma að byggja upp nýtt húsnæði til útleigu. Það er alltaf eitthvert bil sem þarf að brúa,“ segir Guðjón. Tæknideild lögreglu hóf rannsókn á tildrögum eldsins klukkan tíu í gærmorgun. Hiti var enn í húsinu og því þótti Lúðvík Eiðssyni, fulltrúa tæknideildar, ólíklegt að mikið yrði gert þann daginn. „Við erum bara rétt að byrja að skoða þetta. Þetta er einhverra daga verkefni og ekkert sem gerist á stuttum tíma.“ Þetta er þriðji bruninn í efnalauginni Fönn frá árinu 2009. „Eitt sinn kviknaði í út frá strompi og eitt sinn varð sjálfsíkveikja út frá þvotti í þurrkara. Það er bara eitthvað sem gerist,“ segir Ari Guðmundsson, framkvæmdastjóri Fannar, aðspurður um líklega skýringu á brunanum. „Það getur verið rafmagn, það getur verið þvottur og hvað sem er.“ Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær má gera ráð fyrir því að tjón Fannar hlaupi á hundruðum milljóna króna.
Reykjavík Stórbruni í Skeifunni Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira