Framsókn hatursins Magnús Már Guðmundsson skrifar 15. ágúst 2014 14:55 Afar ógeðfelld og óvægin umræða fór fram um múslima og byggingu mosku í aðdraganda borgarstjórnarkosninganna í maí síðastliðnum. Upphafið má rekja til umdeildra ummæla oddvita Framsóknarflokksins. Umræðan sem fór af stað í kjölfarið var mun grófari í garð múslima en þekkst hefur. Ein af ástæðunum er vafalítið sú að opinberar persónur – frambjóðendur til borgarstjórnar og áhrifafólk – gáfu umræðunni samfélagslegt samþykki með orðum sínum og gjörðum. Það er í það minnsta niðurstaða umfangsmikillar greiningar á hatursorðræðu í ummælakerfum íslenskra netfréttamiðla sem Bjarney Friðriksdóttir, doktorsnemi í Evrópulöggjöf, vann að frumkvæði mannréttindaráðs Reykjavíkur og var nýverið kynnt. Greininguna má nálgast á vef Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is.Hótað lífláti Sá hluti úttektarinnar sem snýr að moskumálinu byggir á um tæplega 6.000 ummælum. Þar má finna ummæli sem gætu verið skilgreind sem hatursorðræða samkvæmt almennum hegningarlögum, t.a.m. var fyrrverandi formanni Félags múslima á Íslandi hótað lífláti. Á umræðuþráðum eru ummæli sem einkennast af nýrasisma, kynþáttahyggju og þjóðernishyggju. Rauður þráður í þessum ummælum er að hættulegt sé að leyfa byggingu mosku, það muni leiða til þess að múslimum fjölgi gríðarlega mikið og að þeir muni taki að lokum yfir landið. Í mörgum tilfellum settu þátttakendur inn slóðir á myndbönd sem ætlað er að sýna fram á slæmar afleiðingar þess að leyfa múslimum að búa á Íslandi og byggingu mosku.Samfélagslegt samþykki áhrifafólks Upphaf þessarar ógeðfelldu umræðu má rekja til ummæla oddvita Framsóknarflokksins, en framboð flokksins mældist ekki með mann inni í skoðanakönnunum þegar þau féllu. Það breyttist skömmu eftir að umræðan hófst og skilaði að lokum tveimur sætum í borgarstjórn Reykjavíkur. Kjörnir fulltrúar Framsóknarflokksins, þar á meðal ráðherra jafnréttismála, tjáðu sig ekki um málið í langan tíma og leyfðu þannig umræðunni að grassera.Óstjórntækur flokkur Þögn forsætisráðherra og formanns Framsóknarflokksins var æpandi. Þegar hann loksins tjáði sig um málið var innihaldið afar rýrt. Hann hafnaði ekki málflutningi oddvitans og sagði þess í stað umræðuna hér á landi ekki nógu frjálslynda og að mjög fáir stjórnmálamenn þyrðu að ögra og vekja athygli á málum sem skipta máli. Skömm Framsóknarflokksins er mikil. Þrátt fyrir fjölmörg tækifæri og úrsagnir úr Framsóknarflokknum hefur flokksforystan og flokkurinn ekki gert hreint fyrir sínum dyrum. Réttast væri að Framsóknarflokkurinn bæðist formlega afsökunar. Framsóknarflokkurinn er ekki stjórntækur eins og málin standa og er í rauninni ótrúlegt að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki gert athugasemdir við þetta útspil samstarfsflokksins í ríkisstjórn.Fjölbreytt þjóðfélag Íslenskt þjóðfélag er fjölbreytt og því ber að fagna. Að mati mannréttindaráðs Reykjavíkur er mikilvægt að uppræta hinar ýmsu staðalmyndir m.a. þjóðerna og trúarbragða, líkt og fram kemur í bókun ráðsins í tilefni af útgáfu greiningarinnar. Til þess þarf að efla fræðslu og umræðu og temja sér virðingu gagnvart samborgurum sínum. Virðingarvert væri ef Framsóknarflokkurinn gerði einmitt það og bæðist afsökunar á hlut sínum í moskumálinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Már Guðmundsson Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Afar ógeðfelld og óvægin umræða fór fram um múslima og byggingu mosku í aðdraganda borgarstjórnarkosninganna í maí síðastliðnum. Upphafið má rekja til umdeildra ummæla oddvita Framsóknarflokksins. Umræðan sem fór af stað í kjölfarið var mun grófari í garð múslima en þekkst hefur. Ein af ástæðunum er vafalítið sú að opinberar persónur – frambjóðendur til borgarstjórnar og áhrifafólk – gáfu umræðunni samfélagslegt samþykki með orðum sínum og gjörðum. Það er í það minnsta niðurstaða umfangsmikillar greiningar á hatursorðræðu í ummælakerfum íslenskra netfréttamiðla sem Bjarney Friðriksdóttir, doktorsnemi í Evrópulöggjöf, vann að frumkvæði mannréttindaráðs Reykjavíkur og var nýverið kynnt. Greininguna má nálgast á vef Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is.Hótað lífláti Sá hluti úttektarinnar sem snýr að moskumálinu byggir á um tæplega 6.000 ummælum. Þar má finna ummæli sem gætu verið skilgreind sem hatursorðræða samkvæmt almennum hegningarlögum, t.a.m. var fyrrverandi formanni Félags múslima á Íslandi hótað lífláti. Á umræðuþráðum eru ummæli sem einkennast af nýrasisma, kynþáttahyggju og þjóðernishyggju. Rauður þráður í þessum ummælum er að hættulegt sé að leyfa byggingu mosku, það muni leiða til þess að múslimum fjölgi gríðarlega mikið og að þeir muni taki að lokum yfir landið. Í mörgum tilfellum settu þátttakendur inn slóðir á myndbönd sem ætlað er að sýna fram á slæmar afleiðingar þess að leyfa múslimum að búa á Íslandi og byggingu mosku.Samfélagslegt samþykki áhrifafólks Upphaf þessarar ógeðfelldu umræðu má rekja til ummæla oddvita Framsóknarflokksins, en framboð flokksins mældist ekki með mann inni í skoðanakönnunum þegar þau féllu. Það breyttist skömmu eftir að umræðan hófst og skilaði að lokum tveimur sætum í borgarstjórn Reykjavíkur. Kjörnir fulltrúar Framsóknarflokksins, þar á meðal ráðherra jafnréttismála, tjáðu sig ekki um málið í langan tíma og leyfðu þannig umræðunni að grassera.Óstjórntækur flokkur Þögn forsætisráðherra og formanns Framsóknarflokksins var æpandi. Þegar hann loksins tjáði sig um málið var innihaldið afar rýrt. Hann hafnaði ekki málflutningi oddvitans og sagði þess í stað umræðuna hér á landi ekki nógu frjálslynda og að mjög fáir stjórnmálamenn þyrðu að ögra og vekja athygli á málum sem skipta máli. Skömm Framsóknarflokksins er mikil. Þrátt fyrir fjölmörg tækifæri og úrsagnir úr Framsóknarflokknum hefur flokksforystan og flokkurinn ekki gert hreint fyrir sínum dyrum. Réttast væri að Framsóknarflokkurinn bæðist formlega afsökunar. Framsóknarflokkurinn er ekki stjórntækur eins og málin standa og er í rauninni ótrúlegt að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki gert athugasemdir við þetta útspil samstarfsflokksins í ríkisstjórn.Fjölbreytt þjóðfélag Íslenskt þjóðfélag er fjölbreytt og því ber að fagna. Að mati mannréttindaráðs Reykjavíkur er mikilvægt að uppræta hinar ýmsu staðalmyndir m.a. þjóðerna og trúarbragða, líkt og fram kemur í bókun ráðsins í tilefni af útgáfu greiningarinnar. Til þess þarf að efla fræðslu og umræðu og temja sér virðingu gagnvart samborgurum sínum. Virðingarvert væri ef Framsóknarflokkurinn gerði einmitt það og bæðist afsökunar á hlut sínum í moskumálinu.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun