Hversu sterk þurfa rökin að vera? Andrés Magnússon skrifar 23. ágúst 2014 07:00 Eins og ítrekað hefur komið fram að undanförnu, þá annar innlend framleiðsla á nautakjöti ekki þeirri eftirspurn sem nú er eftir þeirri vöru hér á landi. Ennfremur liggur það fyrir að innlend framleiðsla mun ekki á komandi árum geta annað hinni auknu eftirspurn sem er eftir nautakjöti. Það hafa nautgipabændur sjálfir viðurkennt. Þrátt fyrir þetta hafa stjórnvöld enga tilburði uppi í þá átt að laga þessa stöðu. Þvert á móti leggjast þau kerfisbundið gegn öllum aðgerðum sem geta komið jafnvægi á nautakjötsmarkaðinn. Áfram eru óskir hagsmunaaðila um að fá að flytja inn nautakjöt, án himinhárra tolla, að engu hafðar. Tollar sem þó undarlegt megi virðast hækka í hlutfalli við hækkandi verð vörunnar á innanlandsmarkaði. Stjórnvöld hafa hingað til lagst gegn innflutningi á nýju kúakyni sem gæti, þegar fram líða stundir, gert innlenda framleiðendur ágætlega í stakk búna til að framleiða meira af nautakjöti en þeir nú geta. Þessi staða er enn eitt dæmið um þá algeru stöðnun sem ríkir hér á landi í viðskiptum með landbúnaðarvörur. Þegar innanlandsframleiðsla getur ekki annað eftirspurn, á að heimila innflutning án þess að varan sé ofurtolluð, svo einfalt er það. Með þessum háu tollum eru stjórnvöld enn á ný að misbjóða hagsmunum almennings í landinu. Íslenskir neytendur eiga heimtingu á því að hagsmunir þeirra séu ekki hunsaðir af stjórnvöldum eins og gert er í þessu tilfelli. Það er því von að spurt sé: Hversu sterk þurfa rökin að vera til þess að hreyfa við stjórnvöldum? Hvar eru málsvarar frjálsra viðskipta? Er það virkilega þannig að meðal alþingismanna er enginn sem vill láta til sín taka í þessu máli? Því verður ekki trúað að óreyndu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Magnússon Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Eins og ítrekað hefur komið fram að undanförnu, þá annar innlend framleiðsla á nautakjöti ekki þeirri eftirspurn sem nú er eftir þeirri vöru hér á landi. Ennfremur liggur það fyrir að innlend framleiðsla mun ekki á komandi árum geta annað hinni auknu eftirspurn sem er eftir nautakjöti. Það hafa nautgipabændur sjálfir viðurkennt. Þrátt fyrir þetta hafa stjórnvöld enga tilburði uppi í þá átt að laga þessa stöðu. Þvert á móti leggjast þau kerfisbundið gegn öllum aðgerðum sem geta komið jafnvægi á nautakjötsmarkaðinn. Áfram eru óskir hagsmunaaðila um að fá að flytja inn nautakjöt, án himinhárra tolla, að engu hafðar. Tollar sem þó undarlegt megi virðast hækka í hlutfalli við hækkandi verð vörunnar á innanlandsmarkaði. Stjórnvöld hafa hingað til lagst gegn innflutningi á nýju kúakyni sem gæti, þegar fram líða stundir, gert innlenda framleiðendur ágætlega í stakk búna til að framleiða meira af nautakjöti en þeir nú geta. Þessi staða er enn eitt dæmið um þá algeru stöðnun sem ríkir hér á landi í viðskiptum með landbúnaðarvörur. Þegar innanlandsframleiðsla getur ekki annað eftirspurn, á að heimila innflutning án þess að varan sé ofurtolluð, svo einfalt er það. Með þessum háu tollum eru stjórnvöld enn á ný að misbjóða hagsmunum almennings í landinu. Íslenskir neytendur eiga heimtingu á því að hagsmunir þeirra séu ekki hunsaðir af stjórnvöldum eins og gert er í þessu tilfelli. Það er því von að spurt sé: Hversu sterk þurfa rökin að vera til þess að hreyfa við stjórnvöldum? Hvar eru málsvarar frjálsra viðskipta? Er það virkilega þannig að meðal alþingismanna er enginn sem vill láta til sín taka í þessu máli? Því verður ekki trúað að óreyndu.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar