Geir: Held að menn ofmeti áhrif mín hjá UEFA Henry Birgir Gunnarsson skrifar 3. september 2014 06:00 Sepp Blatter mun sitja sem forseti FIFA eins og lengi og honum sýnist. Hann er hér með Geir Þorsteinssyni, formanni KSÍ vísir/pjetur „Þú veist hvernig bresku blöðin vinna stundum. Það er ekkert til í þessu,“ segir GeirÞorsteinsson, formaður KSÍ, en breski miðillinn Daily Mail hélt því fram að Ísland og Finnland stæðu í vegi fyrir því að fulltrúi frá UEFA byði sig fram í forsetakjöri FIFA á næsta ári. „Ég held að menn ofmeti áhrif mín hjá UEFA ef þeir halda að ég hafi getað talað þessa hugmynd niður.“Michel Platini, forseti UEFA, hafði íhugað að bjóða sig fram gegn Blatter. Hann hefur nú látið af þeim hugleiðingum og hefur þess í stað boðið sig fram til þess að stýra UEFA áfram. „Ég steig þarna í pontu og það eina sem ég mælti með var að menn sýndu samstöðu innan knattspyrnuhreyfingarinnar. Það er mjög mikilvægt.“ Eftir forsetakjörið hjá FIFA árið 1998, þar sem Blatter lagði þáverandi forseta UEFA, Lennart Johansson, ríkti mikill kuldi í samskiptum FIFA og UEFA í tíu ár. Geir segir ekki gott að slíkt ástand komi upp aftur. Það kom mörgum á óvart að Platini skyldi ekki taka slaginn við Blatter en það var þó ljóst á heimsþingi FIFA fyrir HM í sumar að Platini myndi ekki eiga möguleika gegn Blatter.UEFA stendur ekki saman Á þinginu kom UEFA fram með tvær tillögur, aðra um aldurstakmark á forseta FIFA. Þá tillögu studdu aðeins 33 af 54 fulltrúum UEFA á þinginu. Enginn fulltrúi annarrar heimsálfu studdi þá tillögu. UEFA var því ekki einu sinni sameinað í andstöðu sinni gegn Blatter. „Það var hægt að lesa á milli línanna og í stöðuna eftir þetta þing,“ segir Geir, en ljóst má vera að fyrst Platini á ekki möguleika gegn Blatter þá á það líklega enginn. Þess vegna hefði ekki verið neitt vit í því hjá UEFA að senda annan óþekktari fulltrúa og um leið koma óróa á samband UEFA og FIFA. Það virðist því ekkert geta komið í veg fyrir að Blatter muni hefja sitt fimmta kjörtímabil á næsta ári. Þess utan hafa fimm af sex samböndum FIFA lýst yfir stuðningi við Blatter. Aðeins Evrópa hefur þorað að setja sig að einhverju leyti upp á móti honum. „Það er mjög mikilvægt að standa saman og á bak við þau mál sem skipta okkur máli. Það er hversu mörg sæti Evrópa hefur í lokakeppni HM og hversu marga fulltrúa við eigum í stjórn FIFA. Við þurfum að verja okkar stöðu,“ segir formaður KSÍ. Þótt formannstíð Blatters hafi verið skrautleg og ásakanir um spillingu séu út um allt er staða Blatters í knattspyrnuheiminum ótrúlega sterk. Bakland hans innan hreyfingarinnar er þess eðlis að aðrir geta allt eins sleppt því að bjóða sig fram. Það á enginn möguleika gegn honum. Blatter virðist geta setið á forsetastóli nákvæmlega eins lengi og honum sýnist og klári hann næsta kjörtímabil verður hann búinn að vera forseti sambandsins í 21 ár. Blatter verður þá orðinn 83 ára gamall. FIFA Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
„Þú veist hvernig bresku blöðin vinna stundum. Það er ekkert til í þessu,“ segir GeirÞorsteinsson, formaður KSÍ, en breski miðillinn Daily Mail hélt því fram að Ísland og Finnland stæðu í vegi fyrir því að fulltrúi frá UEFA byði sig fram í forsetakjöri FIFA á næsta ári. „Ég held að menn ofmeti áhrif mín hjá UEFA ef þeir halda að ég hafi getað talað þessa hugmynd niður.“Michel Platini, forseti UEFA, hafði íhugað að bjóða sig fram gegn Blatter. Hann hefur nú látið af þeim hugleiðingum og hefur þess í stað boðið sig fram til þess að stýra UEFA áfram. „Ég steig þarna í pontu og það eina sem ég mælti með var að menn sýndu samstöðu innan knattspyrnuhreyfingarinnar. Það er mjög mikilvægt.“ Eftir forsetakjörið hjá FIFA árið 1998, þar sem Blatter lagði þáverandi forseta UEFA, Lennart Johansson, ríkti mikill kuldi í samskiptum FIFA og UEFA í tíu ár. Geir segir ekki gott að slíkt ástand komi upp aftur. Það kom mörgum á óvart að Platini skyldi ekki taka slaginn við Blatter en það var þó ljóst á heimsþingi FIFA fyrir HM í sumar að Platini myndi ekki eiga möguleika gegn Blatter.UEFA stendur ekki saman Á þinginu kom UEFA fram með tvær tillögur, aðra um aldurstakmark á forseta FIFA. Þá tillögu studdu aðeins 33 af 54 fulltrúum UEFA á þinginu. Enginn fulltrúi annarrar heimsálfu studdi þá tillögu. UEFA var því ekki einu sinni sameinað í andstöðu sinni gegn Blatter. „Það var hægt að lesa á milli línanna og í stöðuna eftir þetta þing,“ segir Geir, en ljóst má vera að fyrst Platini á ekki möguleika gegn Blatter þá á það líklega enginn. Þess vegna hefði ekki verið neitt vit í því hjá UEFA að senda annan óþekktari fulltrúa og um leið koma óróa á samband UEFA og FIFA. Það virðist því ekkert geta komið í veg fyrir að Blatter muni hefja sitt fimmta kjörtímabil á næsta ári. Þess utan hafa fimm af sex samböndum FIFA lýst yfir stuðningi við Blatter. Aðeins Evrópa hefur þorað að setja sig að einhverju leyti upp á móti honum. „Það er mjög mikilvægt að standa saman og á bak við þau mál sem skipta okkur máli. Það er hversu mörg sæti Evrópa hefur í lokakeppni HM og hversu marga fulltrúa við eigum í stjórn FIFA. Við þurfum að verja okkar stöðu,“ segir formaður KSÍ. Þótt formannstíð Blatters hafi verið skrautleg og ásakanir um spillingu séu út um allt er staða Blatters í knattspyrnuheiminum ótrúlega sterk. Bakland hans innan hreyfingarinnar er þess eðlis að aðrir geta allt eins sleppt því að bjóða sig fram. Það á enginn möguleika gegn honum. Blatter virðist geta setið á forsetastóli nákvæmlega eins lengi og honum sýnist og klári hann næsta kjörtímabil verður hann búinn að vera forseti sambandsins í 21 ár. Blatter verður þá orðinn 83 ára gamall.
FIFA Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira