Höfuðstaður Norðurlands Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar 11. september 2014 07:00 Fyrr í sumar sendi Akureyrarbær inn umsögn sem hluta af vinnuferli innanríkisráðuneytisins vegna breytingar á starfsemi lögreglu- og sýslumannsembætta. Í þeim breytingum sem kynntar voru af hálfu innanríkisráðuneytisins í umræðuskjali þess voru settar fram hugmyndir um að flytja ætti aðalskrifstofur sýslumanns frá Akureyri til Húsavíkur. Í umsögn bæjarins kemur fram að verulega skortir upp á rökstuðning fyrir þessari ákvörðun enda ekki séð að með flutningnum sé unnið að þeim markmiðum sem sett voru í lögin af hálfu Alþingis. Þau markmið snúa að því að bæta þjónustu og rekstur sýslumannsembætta og gera þau í stakk búin til að taka við fleiri stjórnsýsluverkefnum. Akureyrarbær skýrir í umsögn sinni að þessum markmiðum verði best náð með því að hafa aðalskrifstofur hans áfram á Akureyri og flutningur vinni gegn þeim. Að auki er það skiljanlegt að bærinn bregðist við ef fækka á störfum í sveitarfélaginu og einnig kallað sérstaklega af innanríkisráðuneytinu eftir áliti þeirra sem breytingarnar snerta. Raunar má hrósa innanríkisráðuneytinu fyrir þetta umræðuferli sem hefur átt sér stað eftir samþykkt laganna. Einhverjir hafa svo kosið að blanda rökstuðningi bæjarins við fyrirhugaða uppbyggingu höfustöðva Fiskistofu á Akureyri þó svo að þessi mál tengist engan veginn. Aðalskrifstofur sýslumanns eiga að þjóna íbúum á Norðurlandi, miðstöð stjórnsýslu í héraði og eiga því best heima í höfuðstað Norðurlands. Fiskistofa er aftur á móti ríkisstofnun sem sér um stjórnsýsluverkefni í sjávarútvegsmálum. Eins og við höfum bent á í tilfelli Fiskistofu þá eiga þau verkefni mjög vel heima á Akureyri enda sterk sjávarútvegsfyrirtæki hér í bænum, mikil þekking á greininni til staðar og eini háskólinn á landinu sem kennir og sinnir rannsóknum í sjávarútvegsfræði. Með því að höfuðstöðvar Fiskistofu séu á Akureyri teljum við að stofnunin geti styrkst með það stoðkerfi sem til staðar er. Þegar horft er til þess hvar opinber stjórnsýsla á að byggjast upp er ekki lengur aðeins eðlilegt að horfa til höfuðborgarsvæðisins. Akureyri og Eyjafjörður eru stærsti þéttbýliskjarni utan þess og af þeim sökum teljum við að meira eigi að gera í því að byggja upp opinbera þjónustu á því svæði. Við teljum veruleg sóknarfæri felast í því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Eiríkur Björn Björgvinsson Akureyri Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Fyrr í sumar sendi Akureyrarbær inn umsögn sem hluta af vinnuferli innanríkisráðuneytisins vegna breytingar á starfsemi lögreglu- og sýslumannsembætta. Í þeim breytingum sem kynntar voru af hálfu innanríkisráðuneytisins í umræðuskjali þess voru settar fram hugmyndir um að flytja ætti aðalskrifstofur sýslumanns frá Akureyri til Húsavíkur. Í umsögn bæjarins kemur fram að verulega skortir upp á rökstuðning fyrir þessari ákvörðun enda ekki séð að með flutningnum sé unnið að þeim markmiðum sem sett voru í lögin af hálfu Alþingis. Þau markmið snúa að því að bæta þjónustu og rekstur sýslumannsembætta og gera þau í stakk búin til að taka við fleiri stjórnsýsluverkefnum. Akureyrarbær skýrir í umsögn sinni að þessum markmiðum verði best náð með því að hafa aðalskrifstofur hans áfram á Akureyri og flutningur vinni gegn þeim. Að auki er það skiljanlegt að bærinn bregðist við ef fækka á störfum í sveitarfélaginu og einnig kallað sérstaklega af innanríkisráðuneytinu eftir áliti þeirra sem breytingarnar snerta. Raunar má hrósa innanríkisráðuneytinu fyrir þetta umræðuferli sem hefur átt sér stað eftir samþykkt laganna. Einhverjir hafa svo kosið að blanda rökstuðningi bæjarins við fyrirhugaða uppbyggingu höfustöðva Fiskistofu á Akureyri þó svo að þessi mál tengist engan veginn. Aðalskrifstofur sýslumanns eiga að þjóna íbúum á Norðurlandi, miðstöð stjórnsýslu í héraði og eiga því best heima í höfuðstað Norðurlands. Fiskistofa er aftur á móti ríkisstofnun sem sér um stjórnsýsluverkefni í sjávarútvegsmálum. Eins og við höfum bent á í tilfelli Fiskistofu þá eiga þau verkefni mjög vel heima á Akureyri enda sterk sjávarútvegsfyrirtæki hér í bænum, mikil þekking á greininni til staðar og eini háskólinn á landinu sem kennir og sinnir rannsóknum í sjávarútvegsfræði. Með því að höfuðstöðvar Fiskistofu séu á Akureyri teljum við að stofnunin geti styrkst með það stoðkerfi sem til staðar er. Þegar horft er til þess hvar opinber stjórnsýsla á að byggjast upp er ekki lengur aðeins eðlilegt að horfa til höfuðborgarsvæðisins. Akureyri og Eyjafjörður eru stærsti þéttbýliskjarni utan þess og af þeim sökum teljum við að meira eigi að gera í því að byggja upp opinbera þjónustu á því svæði. Við teljum veruleg sóknarfæri felast í því.
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun