Vonast eftir nýjum millilandaflugvelli Jón Hákon Halldórsson skrifar 13. september 2014 11:00 Ferðamennska á Ísafirði er háð samgöngum á landi, segir Gísli Halldór. fréttablaðið/Pjetur „Það sem kemur á óvart er hvað nýtingin í 101 er rosalega mikil og í raun á höfuðborgarsvæðinu öllu. Ef maður skoðar tölur fyrir árið í ár er nýtingin í mars 97,5 prósent og það er náttúrlega bara ótrúlegt,“ segir Anna Hrefna Ingimundardóttir, sérfræðingur hjá Greiningardeild Arion banka. Hún kynnti nýja skýrslu um stöðu hótelmarkaðarins á morgunverðarfundi bankans í fyrradag. Ein af niðurstöðunum úr skýrslunni er sú að mun minni árstíðasveifla sé í nýtingu hótelherbergja á höfuðborgarsvæðinu en annars staðar. Meðalnýtingin á höfuðborgarsvæðinu er 77 prósent yfir árið en minnst er hún á Vesturlandi og Vestfjörðum, eða 39,5 prósent. „Helsta ástæðan fyrir því að árstíðasveiflan er minni á höfuðborgarsvæðinu er kannski ekki síst sú að þeir sem koma á veturna eru líklegri til að halda sig í borginni. Það eru meira viðskiptatengdar ferðir. Það eru síður fjölskylduferðir og meira um það að þeir sem koma séu einir í herbergi,“ segir Anna Hrefna. Það sé því ekki endilega góð rúmanýting þótt herbergjanýtingin sé góð. Anna Hrefna segir að það sé mjög jákvætt hvað tekist hafi að draga úr árstíðasveiflunni. „Samkvæmt mínum upplýsingum þarf rosalega lítið markaðsstarf til að auglýsa sumarferðir. Allt markaðsstarfið miðar eiginlega að því að fá fólk utan sumarmánaðanna. Starfið í kringum alla þessa viðburði, eins og HönnunarMars, Food and Fun og Iceland Airwaves, er að skila sér,“ segir hún. „Það hefur verið unnið mikið í því að lengja tímabilið fram í maí og september og teygja það inn í vorið og haustið en af ýmsum samgönguástæðum hefur verið erfiðara fyrir okkur að markaðssetja á fullum krafti fyrir vetrartímann. Það er hins vegar þannig að við erum með mjög góðar aðstæður bæði á norðursvæðinu og suðursvæðinu til að hýsa ráðstefnur og ráðstefnugesti. Málið er bara að það þarf að skipuleggja það með akstri. Það er ekki hægt að reiða sig á flug,“ segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri á Ísafirði. Flugvöllurinn á Ísafirði er ekki millilandaflugvöllur og það háir ferðaþjónustunni. „En ég er náttúrlega viss um það að þessi 50-70 þúsund tonn sem stefnir í að verði hérna á næsta áratug af fiskeldi muni knýja menn til að koma hérna á alþjóðaflugvelli. Ég sé ekkert annað í stöðunni en að menn muni vilja það þegar öllum þessum verðmætum verður skipað á land,“ segir hann. Airwaves Ferðamennska á Íslandi Food and Fun Fréttir af flugi Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira
„Það sem kemur á óvart er hvað nýtingin í 101 er rosalega mikil og í raun á höfuðborgarsvæðinu öllu. Ef maður skoðar tölur fyrir árið í ár er nýtingin í mars 97,5 prósent og það er náttúrlega bara ótrúlegt,“ segir Anna Hrefna Ingimundardóttir, sérfræðingur hjá Greiningardeild Arion banka. Hún kynnti nýja skýrslu um stöðu hótelmarkaðarins á morgunverðarfundi bankans í fyrradag. Ein af niðurstöðunum úr skýrslunni er sú að mun minni árstíðasveifla sé í nýtingu hótelherbergja á höfuðborgarsvæðinu en annars staðar. Meðalnýtingin á höfuðborgarsvæðinu er 77 prósent yfir árið en minnst er hún á Vesturlandi og Vestfjörðum, eða 39,5 prósent. „Helsta ástæðan fyrir því að árstíðasveiflan er minni á höfuðborgarsvæðinu er kannski ekki síst sú að þeir sem koma á veturna eru líklegri til að halda sig í borginni. Það eru meira viðskiptatengdar ferðir. Það eru síður fjölskylduferðir og meira um það að þeir sem koma séu einir í herbergi,“ segir Anna Hrefna. Það sé því ekki endilega góð rúmanýting þótt herbergjanýtingin sé góð. Anna Hrefna segir að það sé mjög jákvætt hvað tekist hafi að draga úr árstíðasveiflunni. „Samkvæmt mínum upplýsingum þarf rosalega lítið markaðsstarf til að auglýsa sumarferðir. Allt markaðsstarfið miðar eiginlega að því að fá fólk utan sumarmánaðanna. Starfið í kringum alla þessa viðburði, eins og HönnunarMars, Food and Fun og Iceland Airwaves, er að skila sér,“ segir hún. „Það hefur verið unnið mikið í því að lengja tímabilið fram í maí og september og teygja það inn í vorið og haustið en af ýmsum samgönguástæðum hefur verið erfiðara fyrir okkur að markaðssetja á fullum krafti fyrir vetrartímann. Það er hins vegar þannig að við erum með mjög góðar aðstæður bæði á norðursvæðinu og suðursvæðinu til að hýsa ráðstefnur og ráðstefnugesti. Málið er bara að það þarf að skipuleggja það með akstri. Það er ekki hægt að reiða sig á flug,“ segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri á Ísafirði. Flugvöllurinn á Ísafirði er ekki millilandaflugvöllur og það háir ferðaþjónustunni. „En ég er náttúrlega viss um það að þessi 50-70 þúsund tonn sem stefnir í að verði hérna á næsta áratug af fiskeldi muni knýja menn til að koma hérna á alþjóðaflugvelli. Ég sé ekkert annað í stöðunni en að menn muni vilja það þegar öllum þessum verðmætum verður skipað á land,“ segir hann.
Airwaves Ferðamennska á Íslandi Food and Fun Fréttir af flugi Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira