Mikilvægi nýsköpunar Svana Helen Björnsdóttir skrifar 20. september 2014 07:00 Íslendingar eru fámenn þjóð. Í augum flestra jarðarbúa erum við eitt Norðurlandanna og lítill greinarmunur gerður á ríkjunum. Með Norðurlandaþjóðunum eigum við enda margt sameiginlegt. Norðurlöndin standa fyrir lífskjör og lífsgæði eins og þau gerast best. Hefð er fyrir fjölþættu samstarfi Norðurlandaþjóðanna á mörgum sviðum. Nú vilja ríkisstjórnir Norðurlandanna láta á það reyna hvort unnt sé að efla hagkerfi landanna og slagkraft iðnaðar og atvinnulífs með nánara samstarfi um nýsköpun. Til þess að svo megi verða þarf að samstilla stefnu ríkjanna og samræma aðgerðir til stuðnings frumkvöðlastarfi og nýsköpun, sem birtust í samstarfsáætlun um atvinnulíf og nýsköpun 2014-2017. Það þarf ekki að hugsa lengi til að sjá skynsemi þessa. Tækifærin til efnahagslegs vaxtar eru meiri fyrir Norðurlöndin ef þau ná að vinna saman að nýsköpun og eflingu frumkvöðlastarfs. Nýverið tók undirrituð þátt í vinnufundi til undirbúnings stefnumörkun norrænna stjórnvalda á þessu sviði. Ísland fer fyrir þessu mikilvæga stefnumótunarstarfi og iðnaðar- og viðskiptaráðherra okkar, Ragnheiður Elín Árnadóttir, leiðir starfið. Meðal annars er reynt að greina það sem kalla má gildi (e. values) norrænna þjóða og hvernig unnt er að tengja þau við meginstrauma- og stefnur (e. mega-trends) á heimsvísu. Við þessa greiningarvinnu hefur komið fram að tækifæri Norðurlandanna liggja víða, m.a. í nýsköpunarsamstarfi á sviði orku- og umhverfismála, hollustu, heilbrigðis- og öldrunarþjónustu. Norðurlandabúar eru meðal langlífustu þjóða heims og í fararbroddi þjóða þegar kemur að því að mæta auknum kröfum fólks um lífsgæði og innihaldsríkt líf. Greina má þróun í þá átt að fólk hvar sem er í heiminum gerir meiri kröfur en nokkru sinni fyrr um innihaldsríkt líf og fjölbreytta afþreyingu. Þannig má segja að hinn svonefndi neytendamarkaður, eins og þekkt er frá Ameríku og Kína, þar sem fólk kaupir hluti til að svala löngun um betra og skemmtilegra líf, sé að þróast yfir í að fólk geri nú auknar kröfur um innihalds- og tilgangsríkt líf. Þar nýtast styrkleikar norrænna þjóða, sem hafa lengi staðið framarlega í jafnréttismálum, menntunar- og menningarmálum, velferðarmálum og lýðræðismálum – svo dæmi séu nefnd.Mikil tækifæri Friður er mikilvæg forsenda þess að mannlíf og atvinnustarfsemi blómstri. Friður er best tryggður með réttlæti. Réttlátt samfélag upplifir fólk hins vegar ekki nema jöfnuður ríki og að allir hafi nokkurn veginn jöfn tækifæri. Í þessu, eins og mörgu öðru, eru norrænu ríkin fyrirmynd margra annarra þjóða. Við þetta má einnig bæta að sköpunarkraftur fólks á Norðurlöndum er mikill, jafnvel meiri en víða annars staðar. Dæmi þess sjást víða, svo sem í iðnhönnun og tölvuleikjaiðnaði. Allar Norðurlandaþjóðirnar eru vanar því að nýta vel hið smáa og gera sér mikinn mat úr því; skala t.d. snjallar viðskiptahugmyndir einstakra frumkvöðla upp í umfangsmikinn alþjóðlegan rekstur. Ástríða og einurð eru þar einkennandi. Stefna Vísinda- og tækniráðs, sem samþykkt var fyrr á þessu ári, styður vel við fyrirhugað samstarf Norðurlandanna. Þar er t.d. mikil áhersla lögð á hvata og samstarf stofnana og atvinnulífs. Í nýlega framkomnu fjárlagafrumvarpi sést einnig að vilji stjórnvalda stendur til að efla rannsóknir, þróun og nýsköpun – sem mest í samstarfi aðila. Hér á landi hefur með ýmsu móti verið reynt að koma á slíku samstarfi. Til dæmis hafa Samtök iðnaðarins beitt sér fyrir nýsköpunarsamstarfi þvert á hefðbundnar atvinnugreinar. Einnig hafa samtökin beitt sér fyrir myndun svonefndra samstarfsklasa og klasaverkefna á tilteknum sviðum í þeim tilgangi að efla innviði samfélagsins og þróa markvisst lausnir og þjónustu til hagsbóta fyrir almenning – fyrir minna fé. Talsverður árangur hefur náðst í þessu starfi, þó síst í heilbrigðisþjónustu. Það eru mikil tækifæri fólgin í fyrirhuguðu norrænu nýsköpunarsamstarfi fyrir okkur Íslendinga og við þurfum að búa okkur sem best undir að nýta þau; ekki aðeins í iðnaði heldur einnig hvarvetna í samfélagi okkar. Til mikils er að vinna því framtíðarlífskjör okkar og lífsgæði velta á því að okkur takist að standast alþjóðlega samkeppni, einnig um fólk og fyrirtæki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svana Helen Björnsdóttir Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Íslendingar eru fámenn þjóð. Í augum flestra jarðarbúa erum við eitt Norðurlandanna og lítill greinarmunur gerður á ríkjunum. Með Norðurlandaþjóðunum eigum við enda margt sameiginlegt. Norðurlöndin standa fyrir lífskjör og lífsgæði eins og þau gerast best. Hefð er fyrir fjölþættu samstarfi Norðurlandaþjóðanna á mörgum sviðum. Nú vilja ríkisstjórnir Norðurlandanna láta á það reyna hvort unnt sé að efla hagkerfi landanna og slagkraft iðnaðar og atvinnulífs með nánara samstarfi um nýsköpun. Til þess að svo megi verða þarf að samstilla stefnu ríkjanna og samræma aðgerðir til stuðnings frumkvöðlastarfi og nýsköpun, sem birtust í samstarfsáætlun um atvinnulíf og nýsköpun 2014-2017. Það þarf ekki að hugsa lengi til að sjá skynsemi þessa. Tækifærin til efnahagslegs vaxtar eru meiri fyrir Norðurlöndin ef þau ná að vinna saman að nýsköpun og eflingu frumkvöðlastarfs. Nýverið tók undirrituð þátt í vinnufundi til undirbúnings stefnumörkun norrænna stjórnvalda á þessu sviði. Ísland fer fyrir þessu mikilvæga stefnumótunarstarfi og iðnaðar- og viðskiptaráðherra okkar, Ragnheiður Elín Árnadóttir, leiðir starfið. Meðal annars er reynt að greina það sem kalla má gildi (e. values) norrænna þjóða og hvernig unnt er að tengja þau við meginstrauma- og stefnur (e. mega-trends) á heimsvísu. Við þessa greiningarvinnu hefur komið fram að tækifæri Norðurlandanna liggja víða, m.a. í nýsköpunarsamstarfi á sviði orku- og umhverfismála, hollustu, heilbrigðis- og öldrunarþjónustu. Norðurlandabúar eru meðal langlífustu þjóða heims og í fararbroddi þjóða þegar kemur að því að mæta auknum kröfum fólks um lífsgæði og innihaldsríkt líf. Greina má þróun í þá átt að fólk hvar sem er í heiminum gerir meiri kröfur en nokkru sinni fyrr um innihaldsríkt líf og fjölbreytta afþreyingu. Þannig má segja að hinn svonefndi neytendamarkaður, eins og þekkt er frá Ameríku og Kína, þar sem fólk kaupir hluti til að svala löngun um betra og skemmtilegra líf, sé að þróast yfir í að fólk geri nú auknar kröfur um innihalds- og tilgangsríkt líf. Þar nýtast styrkleikar norrænna þjóða, sem hafa lengi staðið framarlega í jafnréttismálum, menntunar- og menningarmálum, velferðarmálum og lýðræðismálum – svo dæmi séu nefnd.Mikil tækifæri Friður er mikilvæg forsenda þess að mannlíf og atvinnustarfsemi blómstri. Friður er best tryggður með réttlæti. Réttlátt samfélag upplifir fólk hins vegar ekki nema jöfnuður ríki og að allir hafi nokkurn veginn jöfn tækifæri. Í þessu, eins og mörgu öðru, eru norrænu ríkin fyrirmynd margra annarra þjóða. Við þetta má einnig bæta að sköpunarkraftur fólks á Norðurlöndum er mikill, jafnvel meiri en víða annars staðar. Dæmi þess sjást víða, svo sem í iðnhönnun og tölvuleikjaiðnaði. Allar Norðurlandaþjóðirnar eru vanar því að nýta vel hið smáa og gera sér mikinn mat úr því; skala t.d. snjallar viðskiptahugmyndir einstakra frumkvöðla upp í umfangsmikinn alþjóðlegan rekstur. Ástríða og einurð eru þar einkennandi. Stefna Vísinda- og tækniráðs, sem samþykkt var fyrr á þessu ári, styður vel við fyrirhugað samstarf Norðurlandanna. Þar er t.d. mikil áhersla lögð á hvata og samstarf stofnana og atvinnulífs. Í nýlega framkomnu fjárlagafrumvarpi sést einnig að vilji stjórnvalda stendur til að efla rannsóknir, þróun og nýsköpun – sem mest í samstarfi aðila. Hér á landi hefur með ýmsu móti verið reynt að koma á slíku samstarfi. Til dæmis hafa Samtök iðnaðarins beitt sér fyrir nýsköpunarsamstarfi þvert á hefðbundnar atvinnugreinar. Einnig hafa samtökin beitt sér fyrir myndun svonefndra samstarfsklasa og klasaverkefna á tilteknum sviðum í þeim tilgangi að efla innviði samfélagsins og þróa markvisst lausnir og þjónustu til hagsbóta fyrir almenning – fyrir minna fé. Talsverður árangur hefur náðst í þessu starfi, þó síst í heilbrigðisþjónustu. Það eru mikil tækifæri fólgin í fyrirhuguðu norrænu nýsköpunarsamstarfi fyrir okkur Íslendinga og við þurfum að búa okkur sem best undir að nýta þau; ekki aðeins í iðnaði heldur einnig hvarvetna í samfélagi okkar. Til mikils er að vinna því framtíðarlífskjör okkar og lífsgæði velta á því að okkur takist að standast alþjóðlega samkeppni, einnig um fólk og fyrirtæki.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun