Samkeppnisbættur mjólkuriðnaður Andrés Magnússon skrifar 1. október 2014 07:15 Hin sterku viðbrögð, sem orðið hafa við þeirri ákvörðun Samkeppniseftirlitsins að leggja háa sekt á Mjólkursamsöluna fyrir brot á samkeppnislögum, eru athyglisverð fyrir margra hluta sakir. Fyrir það fyrsta sýna þau að allur almenningur er að vakna til vitundar um mikilvægi þess að samkeppni ríki á öllum sviðum atvinnulífsins, að engin atvinnugrein fái sérmeðferð að lögum, þegar samkeppnismál eru annars vegar. Fleiri og fleiri gera sér grein fyrir því að virk samkeppni er lykillinn að því að öll framleiðslutæki þjóðarinnar verði nýtt á sem hagkvæmastan máta. Slík viðhorfsbreyting er mikið fagnaðarefni. Þessi sterku viðbrögð varpa ekki síður ljósi á, hversu mikið óheillaspor það var þegar Alþingi ákvað að undanþiggja mjólkuriðnaðinn mikilvægum ákvæðum samkeppnislaga. Þau varnaðarorð, sem uppi voru höfð þegar umrætt ákvæði var samþykkt, hafa nú reynst orð að sönnu. Þau alvarlegu lagabrot sem Mjólkursamsalan hefur orðið uppvís að, sýna það og sanna. Málið allt sýnir fáránleika þess að lagaumgjörð geti verið með þeim hætti, að einu og aðeins einu fyrirtæki séu sköpuð skilyrði til að hafa nær algera einokunarstöðu á markaði, hverju nafni sem markaðurinn nefnist. Brot á samkeppnislögum eru alvarleg þar sem þau beinast nær alltaf gegn hagsmunum samfélagsins alls. Allur almenningur á mikið undir því að grundvallarreglur samkeppnisréttar séu virtar af öllum fyrirtækjum og á öllum tímum. Hagsmunir almennings felast í því að hafa tryggingu fyrir því að samkeppni sé virk á öllum mörkuðum, að engum sé sköpuð aðstaða til að starfa í samkeppnislausu umhverfi. Öll helstu hagsmunasamtök í atvinnulífinu hafa lagt áherslu á að samkeppni ríki á öllum sviðum atvinnulífsins. Fyrirtækin í landinu vilja starfa í heilbrigðu samkeppnisumhverfi, þar sem kraftar hvers og eins fái notið sín til hlítar. Þessi sjónarmið endurspeglast í riti Samtaka atvinnulífsins sem gefið var út sl. vor og fjallar um leiðir til að bæta lífskjör í landinu. Ein þeirra leiða, sem þar eru nefndar, er að auka samkeppni í landbúnaði, en þar segir m.a. að „auka þurfi frjálsræði og samkeppni í landbúnaði og fella greinina í heild undir samkeppnislög“. Nú reynir á stjórnmálaöflin í landinu og vilja þeirra og getu til að taka málin föstum tökum. Nú fá þau rakið tækifæri til að sýna að þau taka heildarhagsmuni fram yfir aðra hagsmuni – að almannahagsmunir skuli ávallt settir í fyrsta sæti. Það kallar nefnilega ekki á flókna lagabreytingu að fella mjólkuriðnaðinn undir öll ákvæði samkeppnislaga. Það hefur væntanlega verið nokkurt framfaraspor fyrir neytendur að á markað kom „vítamínbætt mjólk“. Það yrði mun meira framfaraspor fyrir neytendur að fá „samkeppnisbættan mjólkuriðnað“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Magnússon Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Hin sterku viðbrögð, sem orðið hafa við þeirri ákvörðun Samkeppniseftirlitsins að leggja háa sekt á Mjólkursamsöluna fyrir brot á samkeppnislögum, eru athyglisverð fyrir margra hluta sakir. Fyrir það fyrsta sýna þau að allur almenningur er að vakna til vitundar um mikilvægi þess að samkeppni ríki á öllum sviðum atvinnulífsins, að engin atvinnugrein fái sérmeðferð að lögum, þegar samkeppnismál eru annars vegar. Fleiri og fleiri gera sér grein fyrir því að virk samkeppni er lykillinn að því að öll framleiðslutæki þjóðarinnar verði nýtt á sem hagkvæmastan máta. Slík viðhorfsbreyting er mikið fagnaðarefni. Þessi sterku viðbrögð varpa ekki síður ljósi á, hversu mikið óheillaspor það var þegar Alþingi ákvað að undanþiggja mjólkuriðnaðinn mikilvægum ákvæðum samkeppnislaga. Þau varnaðarorð, sem uppi voru höfð þegar umrætt ákvæði var samþykkt, hafa nú reynst orð að sönnu. Þau alvarlegu lagabrot sem Mjólkursamsalan hefur orðið uppvís að, sýna það og sanna. Málið allt sýnir fáránleika þess að lagaumgjörð geti verið með þeim hætti, að einu og aðeins einu fyrirtæki séu sköpuð skilyrði til að hafa nær algera einokunarstöðu á markaði, hverju nafni sem markaðurinn nefnist. Brot á samkeppnislögum eru alvarleg þar sem þau beinast nær alltaf gegn hagsmunum samfélagsins alls. Allur almenningur á mikið undir því að grundvallarreglur samkeppnisréttar séu virtar af öllum fyrirtækjum og á öllum tímum. Hagsmunir almennings felast í því að hafa tryggingu fyrir því að samkeppni sé virk á öllum mörkuðum, að engum sé sköpuð aðstaða til að starfa í samkeppnislausu umhverfi. Öll helstu hagsmunasamtök í atvinnulífinu hafa lagt áherslu á að samkeppni ríki á öllum sviðum atvinnulífsins. Fyrirtækin í landinu vilja starfa í heilbrigðu samkeppnisumhverfi, þar sem kraftar hvers og eins fái notið sín til hlítar. Þessi sjónarmið endurspeglast í riti Samtaka atvinnulífsins sem gefið var út sl. vor og fjallar um leiðir til að bæta lífskjör í landinu. Ein þeirra leiða, sem þar eru nefndar, er að auka samkeppni í landbúnaði, en þar segir m.a. að „auka þurfi frjálsræði og samkeppni í landbúnaði og fella greinina í heild undir samkeppnislög“. Nú reynir á stjórnmálaöflin í landinu og vilja þeirra og getu til að taka málin föstum tökum. Nú fá þau rakið tækifæri til að sýna að þau taka heildarhagsmuni fram yfir aðra hagsmuni – að almannahagsmunir skuli ávallt settir í fyrsta sæti. Það kallar nefnilega ekki á flókna lagabreytingu að fella mjólkuriðnaðinn undir öll ákvæði samkeppnislaga. Það hefur væntanlega verið nokkurt framfaraspor fyrir neytendur að á markað kom „vítamínbætt mjólk“. Það yrði mun meira framfaraspor fyrir neytendur að fá „samkeppnisbættan mjólkuriðnað“.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun