Nú má nálgast nýtt Iceland Airwaves-app sem gerir notendum kleift að skoða dagskrá hátíðarinnar, setja saman eigin dagskrá, hlusta á tónlist og skipuleggja sig vel fyrir einn stærsta tónlistarviðburð ársins á Íslandi.
Appið, sem unnið er í samstarfi við Icelandair og fyrirtækið Green Copper sem sérhæfir sig í snjallsímalausnum fyrir tónlistarhátíðir, er fáanlegt fyrir stýrikerfi Apple og Android.
Undirbúningur Iceland Airwaves er í fullum gangi en von er á um fimm þúsund erlendum gestum til landsins yfir hátíðina, sem fram fer 5.-9. nóvember.
Meðal þeirra sem koma fram á hátíðinni eru Flaming Lips, The Knife, The War on Drugs, Caribou, Ásgeir og fjöldi annarra listamanna.
Nýja Airwaves-appið tilbúið
Gunnar Leó Pálsson skrifar
