Ríkið segir 250 krónur duga fyrir máltíðinni Jón Hákon Halldórsson skrifar 13. október 2014 07:00 Gert er ráð fyrir að fjögurra manna fjölskylda verji 92 þúsund krónum í mat og drykk á mánuði. fréttablaðið/gva Gert er ráð fyrir að það kosti 745 krónur á dag að fæða hvern einstakling, í frumvarpi fjármálaráðherra um breytingar á virðisaukaskatti. Hver fjölskylda verji rúmlega 2.980 krónum í öll matarinnkaup á dag. Hver máltíð á einstakling kosti 248 kr. Þessar tölur eru byggðar á neyslukönnun Hagstofu Íslands. Miðað er við hjón með tvö börn, annað yngra en sjö ára. Miðað við þetta er búist við því að fyrirhuguð hækkun á matarskatti kosti heimilin 4.315 krónur á mánuði. Sé kostnaður við matar- og drykkjarinnkaup meiri en þar er gert ráð fyrir má gera ráð fyrir að áhrif af hækkun matarskatts verði líka meiri.Bryndís LoftsdóttirBryndís Loftsdóttir er húsmóðir og jafnframt varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hún er ósammála þeim tölum sem lagðar eru til grundvallar í frumvarpinu. Hún segist verja tveimur milljónum í mat á ári, en Bryndís á mann og þrjú börn á aldrinum 6-11 ára. Í frumvarpinu er hins vegar gert ráð fyrir að fjögurra manna fjölskylda verji 988 þúsund krónum í mat og drykk. Bryndís er ósátt við breytingar á virðisaukaskattsfrumvarpinu. „Það er nokkuð ljóst að boðuð einföldun mun ekki þýða lægri útgjöld fyrir almenning. Matvæli og aðrar vörur sem nú bera sjö prósent virðisaukaskatt munu samviskusamlega hækka í verði í takt við hækkun á virðisauka og að auki um nokkrar krónur og tíkalla umfram það,“ segir Bryndís. Bryndís segir að Danmörk sé eina landið í Evrópu með eitt skattþrep. „Þeir eru með 25% virðisaukaskatt. Vissulega einfaldur en afar hár skattur. Í Sviss og Noregi, sem standa fyrir utan Evrópusambandið, líkt og við, eru þrjú virðisaukaskattsþrep,“ segir hún. Bryndís segir að það sem þurfi að horfa til sé að fella niður vörugjöld og einfalda tollflokkun. „Það er verðugt verkefni fyrir fjármálaráðuneytið ásamt afnámi hafta sem vonandi er í algjörum forgangi. Þegar við svo réttum betur úr kútnum lækkum við efra skattþrepið, um það verður varla neinn ágreiningur,“ segir Bryndís. Mest lesið Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Gert er ráð fyrir að það kosti 745 krónur á dag að fæða hvern einstakling, í frumvarpi fjármálaráðherra um breytingar á virðisaukaskatti. Hver fjölskylda verji rúmlega 2.980 krónum í öll matarinnkaup á dag. Hver máltíð á einstakling kosti 248 kr. Þessar tölur eru byggðar á neyslukönnun Hagstofu Íslands. Miðað er við hjón með tvö börn, annað yngra en sjö ára. Miðað við þetta er búist við því að fyrirhuguð hækkun á matarskatti kosti heimilin 4.315 krónur á mánuði. Sé kostnaður við matar- og drykkjarinnkaup meiri en þar er gert ráð fyrir má gera ráð fyrir að áhrif af hækkun matarskatts verði líka meiri.Bryndís LoftsdóttirBryndís Loftsdóttir er húsmóðir og jafnframt varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hún er ósammála þeim tölum sem lagðar eru til grundvallar í frumvarpinu. Hún segist verja tveimur milljónum í mat á ári, en Bryndís á mann og þrjú börn á aldrinum 6-11 ára. Í frumvarpinu er hins vegar gert ráð fyrir að fjögurra manna fjölskylda verji 988 þúsund krónum í mat og drykk. Bryndís er ósátt við breytingar á virðisaukaskattsfrumvarpinu. „Það er nokkuð ljóst að boðuð einföldun mun ekki þýða lægri útgjöld fyrir almenning. Matvæli og aðrar vörur sem nú bera sjö prósent virðisaukaskatt munu samviskusamlega hækka í verði í takt við hækkun á virðisauka og að auki um nokkrar krónur og tíkalla umfram það,“ segir Bryndís. Bryndís segir að Danmörk sé eina landið í Evrópu með eitt skattþrep. „Þeir eru með 25% virðisaukaskatt. Vissulega einfaldur en afar hár skattur. Í Sviss og Noregi, sem standa fyrir utan Evrópusambandið, líkt og við, eru þrjú virðisaukaskattsþrep,“ segir hún. Bryndís segir að það sem þurfi að horfa til sé að fella niður vörugjöld og einfalda tollflokkun. „Það er verðugt verkefni fyrir fjármálaráðuneytið ásamt afnámi hafta sem vonandi er í algjörum forgangi. Þegar við svo réttum betur úr kútnum lækkum við efra skattþrepið, um það verður varla neinn ágreiningur,“ segir Bryndís.
Mest lesið Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira