Skutu hrollvekju á fimm dögum á Mýrdalssandi Þórður Ingi Jónsson skrifar 21. október 2014 10:30 Myndin er drungaleg framtíðarsýn sem gerist eftir fall siðmenningar. „Listrænt er þetta metnaðarfyllsta norska vísindaskáldskaparmynd allra tíma,“ er ritað í bækling alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Bergen um Morgenrøde eða Morgunroða, fyrstu mynd norska leikstjórans Anders Elsrud Hultgreen. Morgunroði var sýnd fjórum sinnum á RIFF nú á dögunum en myndin var tekin upp á Mýrdalssandi í fyrra. Um er að ræða drungalega vísindaskáldskaparmynd sem gerist eftir fall siðmenningar, en Anders lýsir myndinni sem „post-ragnarök“-mynd en það er skírskotun í svokallaðar „post-apocalypse“-myndir, vísindaskáldskap sem gerist eftir endalok siðmenningar. „Mér fannst áhugaverðara að nota hugtakið „ragnarök“ þó að myndin lýsi ekki einhverjum ákveðnum stað í framtíðinni. Í myndinni er notast við mikið af táknum gamalla og gleymdra trúarbragða. Það eru vísanir í ásatrú, abrahamísk-trúarbrögð og indverska trúarritið Bhagavad Gita,“ segir Anders. Myndin fjallar um pílagrím sem hittir dularfullan flæking á ferðalagi um eyðilönd. Þeir ferðast saman í leit að tæru drykkjarvatni. „Ef þú ferðast um eyðisanda í leit að mat og vatni og sérð einhvern sem hefur lifað af ragnarök, þá hefurðu gríðarlegar grunsemdir gagnvart honum og auðvitað gagnvart þessu ógestrisna landslagi.“ Hlutverkin leika Torstein Bjørklund og Ingar Helge Gimle, en hann lék í myndinni Død snø 2 sem var einnig tekin upp hér á landi. „Myndin gerist í heimi þar sem öll pólitísk og menningarleg landamæri hafa horfið en á sama tíma gæti hún gerst í einhvers konar goðsögulegu rými, sem hvorki er bundið við tíma né stað. Svipað og í mörgum trúarlegum textum þar sem atburðarásin gerist ekki í heiminum eins og við þekkjum hann, heldur á einhvers konar staðleysu.“ Að sögn Anders var myndin tekin upp á fimm dögum með fimm manna tökuliði. Hópnum til halds og trausts var Land Rover-jeppi, sem gerði þeim kleift að keyra yfir ár og sanda. Anders, sem sá sjálfur um að skrifa handritið, leikstýra, skjóta og klippa myndina, segir að hann sé nú að vinna að því að fá myndina í almennar sýningar í Noregi og á Íslandi. Eftir það stendur til að gefa hana út. „Það tekur bara meiri tíma þegar þú gerir allt sjálfur.“ RIFF Mest lesið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning Saga jarðaði alla við borðið Lífið „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Sjá meira
„Listrænt er þetta metnaðarfyllsta norska vísindaskáldskaparmynd allra tíma,“ er ritað í bækling alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Bergen um Morgenrøde eða Morgunroða, fyrstu mynd norska leikstjórans Anders Elsrud Hultgreen. Morgunroði var sýnd fjórum sinnum á RIFF nú á dögunum en myndin var tekin upp á Mýrdalssandi í fyrra. Um er að ræða drungalega vísindaskáldskaparmynd sem gerist eftir fall siðmenningar, en Anders lýsir myndinni sem „post-ragnarök“-mynd en það er skírskotun í svokallaðar „post-apocalypse“-myndir, vísindaskáldskap sem gerist eftir endalok siðmenningar. „Mér fannst áhugaverðara að nota hugtakið „ragnarök“ þó að myndin lýsi ekki einhverjum ákveðnum stað í framtíðinni. Í myndinni er notast við mikið af táknum gamalla og gleymdra trúarbragða. Það eru vísanir í ásatrú, abrahamísk-trúarbrögð og indverska trúarritið Bhagavad Gita,“ segir Anders. Myndin fjallar um pílagrím sem hittir dularfullan flæking á ferðalagi um eyðilönd. Þeir ferðast saman í leit að tæru drykkjarvatni. „Ef þú ferðast um eyðisanda í leit að mat og vatni og sérð einhvern sem hefur lifað af ragnarök, þá hefurðu gríðarlegar grunsemdir gagnvart honum og auðvitað gagnvart þessu ógestrisna landslagi.“ Hlutverkin leika Torstein Bjørklund og Ingar Helge Gimle, en hann lék í myndinni Død snø 2 sem var einnig tekin upp hér á landi. „Myndin gerist í heimi þar sem öll pólitísk og menningarleg landamæri hafa horfið en á sama tíma gæti hún gerst í einhvers konar goðsögulegu rými, sem hvorki er bundið við tíma né stað. Svipað og í mörgum trúarlegum textum þar sem atburðarásin gerist ekki í heiminum eins og við þekkjum hann, heldur á einhvers konar staðleysu.“ Að sögn Anders var myndin tekin upp á fimm dögum með fimm manna tökuliði. Hópnum til halds og trausts var Land Rover-jeppi, sem gerði þeim kleift að keyra yfir ár og sanda. Anders, sem sá sjálfur um að skrifa handritið, leikstýra, skjóta og klippa myndina, segir að hann sé nú að vinna að því að fá myndina í almennar sýningar í Noregi og á Íslandi. Eftir það stendur til að gefa hana út. „Það tekur bara meiri tíma þegar þú gerir allt sjálfur.“
RIFF Mest lesið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning Saga jarðaði alla við borðið Lífið „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Sjá meira