Hvað er mest spennandi á Airwaves? Þórður Ingi Jónsson skrifar 25. október 2014 09:00 Frá Airwaves í fyrra. vísir/valli Nú styttist í að tónlistarhátíðin Iceland Airwaves gangi í garð en hún hefst þarnæsta miðvikudag, 5. nóvember. Í tilefni af því tók Fréttablaðið saman tíu mest spennandi erlendu flytjendurna sem jafnframt eru rísandi stjörnur í tónlistarbransanum. Alls munu 219 hljómsveitir troða upp og er því nóg að velja úr.Perfect PussyPerfect Pussy er rokksveit frá New York en félagar hennar eru allir úr pönk-, harðkjarna- og hávaðasenunni. Söngkonan Meredith Graves syngur einlæga texta undir hnausþykkum hávaðavegg.Jaakko Eino KaleviJaakko Eino Kalevi er költfígúra í heimaborg sinni Helsinki þar sem hann vinnur sem sporvagnsstjóri ásamt því að gera tónlist. Hann er skemmtilega fjölhæfur tónlistarmaður en á plötunni hans Modern Life frá 2010 má greina marga mismunandi stíla, allt frá hressu partípoppi yfir í kaldara elektró.Son LuxSon Lux gaf út fyrstu plötuna sína hjá plötuútgáfunni Anticon, sem er þekkt fyrir óvenjulegt og ljóðrænt rapp, en á undanförnum árum hefur hann gert efni sem á meira skylt við síðrokk og trip-hop heldur en rapp. Hann hefur einnig samið kvikmyndatónlist, til dæmis fyrir myndina Looper, og unnið með fjölmörgum stjörnum eins og Laurie Anderson, Sufjan Stevens og Busdriver.Future IslandsFuture Islands frá Baltimore slógu í gegn í ár þegar þeir fluttu lagið Seasons (Waiting on You) í spjallþætti Davids Letterman, The Late Show, þó að sveitin hafi reyndar starfað í mörg ár. Danstaktar söngvarans Gerrits Welmer vöktu einnig mikla lukku. Tónlist Future Islands mætti lýsa sem skemmtilegri blöndu af „northern soul“ og synþapoppi.KelelaBetra er seint en aldrei í tilfelli söngkonunnar Kelela frá Los Angeles. Hún náði loksins að komast á kortið í fyrra með fyrstu plötunni sinni Cut 4 Me, þar sem hún syngur yfir fútúríska takta eftir einhverja fremstu taktsmiði heims, meðal annars Nguzunguzu sem koma einnig fram á hátíðinni. Lagið Bank Head með pródúsernum Kingdom var kallað besta lag ársins 2013 í tímaritinu Dazed & Confused.NguzunguzuTvíeykið Nguzunguzu ásamt fyrrnefndri Kelelu, gefur út hjá plötufyrirtækinu Fade to Mind, sem gefur út framsýnustu klúbbatónlistina í dag. Tónlistin er furðuleg og framsækin – ryður veginn fyrir hljóm framtíðarinnar.Jessy LanzaJessy Lanza er frá Kanada og gefur út hjá plötufyrirtækinu Hyperdub sem er einn helsti framvörður nútímalegrar raftónlistar í dag. Plata hennar Pull My Hair Back sem kom út í fyrra er sneisafull af ljúfu elektrópoppi.Unknown Mortal OrchestraSöngvarinn og gítarleikarinn Ruban Nielson frá Nýja-Sjálandi stofnaði sveitina Unknown Mortal Orchestra sem hefur slegið í gegn á undanförnum árum. Um er að ræða gæða sixtís sækadelíu í nútímalegum poppbúningi.How to Dress Well er listamannsnafn Bandaríkjamannsins Tom Krell. Tónlistin hans er einhvers konar „avant-garde“ R&B sem er afar brothætt og jafnvel drungalegt á tíðum.Jungle er sjö manna hópur frá London sem spilar nútímalega sálartónlist. Samnefnd plata þeirra, sem kom út hjá XL Recordings í ár, hefur hlotið góða dóma og er sveitin þekkt fyrir líflega tónleika. Airwaves Mest lesið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Fleiri fréttir Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Sjá meira
Nú styttist í að tónlistarhátíðin Iceland Airwaves gangi í garð en hún hefst þarnæsta miðvikudag, 5. nóvember. Í tilefni af því tók Fréttablaðið saman tíu mest spennandi erlendu flytjendurna sem jafnframt eru rísandi stjörnur í tónlistarbransanum. Alls munu 219 hljómsveitir troða upp og er því nóg að velja úr.Perfect PussyPerfect Pussy er rokksveit frá New York en félagar hennar eru allir úr pönk-, harðkjarna- og hávaðasenunni. Söngkonan Meredith Graves syngur einlæga texta undir hnausþykkum hávaðavegg.Jaakko Eino KaleviJaakko Eino Kalevi er költfígúra í heimaborg sinni Helsinki þar sem hann vinnur sem sporvagnsstjóri ásamt því að gera tónlist. Hann er skemmtilega fjölhæfur tónlistarmaður en á plötunni hans Modern Life frá 2010 má greina marga mismunandi stíla, allt frá hressu partípoppi yfir í kaldara elektró.Son LuxSon Lux gaf út fyrstu plötuna sína hjá plötuútgáfunni Anticon, sem er þekkt fyrir óvenjulegt og ljóðrænt rapp, en á undanförnum árum hefur hann gert efni sem á meira skylt við síðrokk og trip-hop heldur en rapp. Hann hefur einnig samið kvikmyndatónlist, til dæmis fyrir myndina Looper, og unnið með fjölmörgum stjörnum eins og Laurie Anderson, Sufjan Stevens og Busdriver.Future IslandsFuture Islands frá Baltimore slógu í gegn í ár þegar þeir fluttu lagið Seasons (Waiting on You) í spjallþætti Davids Letterman, The Late Show, þó að sveitin hafi reyndar starfað í mörg ár. Danstaktar söngvarans Gerrits Welmer vöktu einnig mikla lukku. Tónlist Future Islands mætti lýsa sem skemmtilegri blöndu af „northern soul“ og synþapoppi.KelelaBetra er seint en aldrei í tilfelli söngkonunnar Kelela frá Los Angeles. Hún náði loksins að komast á kortið í fyrra með fyrstu plötunni sinni Cut 4 Me, þar sem hún syngur yfir fútúríska takta eftir einhverja fremstu taktsmiði heims, meðal annars Nguzunguzu sem koma einnig fram á hátíðinni. Lagið Bank Head með pródúsernum Kingdom var kallað besta lag ársins 2013 í tímaritinu Dazed & Confused.NguzunguzuTvíeykið Nguzunguzu ásamt fyrrnefndri Kelelu, gefur út hjá plötufyrirtækinu Fade to Mind, sem gefur út framsýnustu klúbbatónlistina í dag. Tónlistin er furðuleg og framsækin – ryður veginn fyrir hljóm framtíðarinnar.Jessy LanzaJessy Lanza er frá Kanada og gefur út hjá plötufyrirtækinu Hyperdub sem er einn helsti framvörður nútímalegrar raftónlistar í dag. Plata hennar Pull My Hair Back sem kom út í fyrra er sneisafull af ljúfu elektrópoppi.Unknown Mortal OrchestraSöngvarinn og gítarleikarinn Ruban Nielson frá Nýja-Sjálandi stofnaði sveitina Unknown Mortal Orchestra sem hefur slegið í gegn á undanförnum árum. Um er að ræða gæða sixtís sækadelíu í nútímalegum poppbúningi.How to Dress Well er listamannsnafn Bandaríkjamannsins Tom Krell. Tónlistin hans er einhvers konar „avant-garde“ R&B sem er afar brothætt og jafnvel drungalegt á tíðum.Jungle er sjö manna hópur frá London sem spilar nútímalega sálartónlist. Samnefnd plata þeirra, sem kom út hjá XL Recordings í ár, hefur hlotið góða dóma og er sveitin þekkt fyrir líflega tónleika.
Airwaves Mest lesið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Fleiri fréttir Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“