Lítið eitt um grunnskóla og árangur Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 31. október 2014 07:00 Ég hef verið svo heppin á mínum tæpa 14 ára starfsferli innan grunnskóla að hafa starfað annars vegar sem kennari í framsæknum og afar metnaðarfullum hverfisskóla og hins vegar kennt og stýrt í grunnskólum Hjallastefnunnar. Á þessu ferðalagi hef ég ígrundað fagið mitt, tekist á við hugmyndir mínar um góðan grunnskóla og þar ekki síst með fókusinn á hvað er góður grunnskóli? og hvernig er það mat fengið? Skýr rammi er mér hugleikinn og á það ekki síður við þegar kemur að mati á árangri. Mikilvægi þess að hver kennari og skóli setji sér markmið um árangur í námi – að stefnan sé einföld og skýr eins og segir í skólasöng Barnaskóla Hjallastefnunnar, og þeim tólum og tækjum sem styðja við þá hugmyndafræði sem unnið er eftir sé beitt ekki síður en formlegum matstækjum.Eftirfylgni og frammistöðumat Á ferðalagi mínu er ég sannfærðari en nokkru sinni um að eftirfylgni með fagstarfi innan skóla, þar sem lagt er mat á frammistöðu kennara frá ólíkum hliðum geti leitt til enn betri árangurs í leik og starfi innan grunnskólans. Að hver einasti kennari sé með athyglina á því hvernig megi ná góðum árangri og um leið hvernig megi meta þann árangur. Og um leið að hver einasti skólastjórnandi sé meðvitaður og hafi skýra sýn um það hvernig kennarar nái árangri í sínum skóla og meti þá þætti með aðkomu kennaranna sjálfra ekki síst. Frammistöðumat fyrir fagfólk skóla jafnt kennara sem stjórnenda er mat mitt að megi og þurfi að styrkja.Vellíðan barna hefur áhrif Hitt veit ég líka að hvorki börn né nemendur eða kennarar ná góðum árangri án góðrar líðanar. Öryggi gagnvart viðfangsefninu, sjálfstrú og aukin færni gefur öllum betri árangur. Í starfi mínu síðasta áratug hef ég reynt það og fundið hvernig rík áhersla á gleði og vellíðan á degi hverjum í skólalífi barna og fullorðinna hefur jákvætt afl í för með sér. En til þess að vita hver árangurinn er á hverjum tíma er mikilvægt að kanna stöðuna með fjölbreyttum matsleiðum. Í umræðunni má finna þá sýn að stefnumótun um árangur í menntakerfinu leiði til bölvunar og sú eða sá sem hefur orð á því fær þvílíka skömm fyrir hjá sumum – ekki öllum. Ég finn áþreifanlega fyrir viðkvæmninni í samfélaginu gagnvart hugmyndum um matsleiðir ekki síst þessum formlegu og stöðluðu, þær þykja ýta undir markaðshyggju og fela í sér að öll mennska í skólastarfi eigi það á hættu að þurrkast út.Rýnum til gagns Ég er satt best að segja svolítið gáttuð á þessu viðhorfi og er að reyna að skilja hvað býr að baki. Er þetta einhvers konar ótti um að okkar eigið kerfi standist ekki mat? Eða ótti um hið persónulega framlag til árangurs barna? Það sem við segjum og það sem við gerum hefur áhrif og því hefur kennsla hvers einstaka kennara alltaf áhrif á frammistöðu þeirra barna sem verið er að kenna. Og hvað? Er það ekki einmitt það sem þetta snýst um? Hver ber ábyrgð á frammistöðu eða árangri barna í skólakerfinu? Það hljóta að vera við sem komum að menntun þeirra með beinum og faglegum hætti – kennarar og skólastjórnendur. Við erum fólk en ekki kerfi og verðum að taka út þann þroska að geta tekist á við að raunverulega gera betur í dag en í gær. Ekki bara út frá eigin sannfæringu heldur líka út frá niðurstöðum á frammistöðu í kennslu og árangri barna sem nemendur. Vissulega hafa aðrir þættir áhrif á frammistöðu barna í námi og engin ástæða til þess að horfa fram hjá því heldur einmitt taka mið af því. Höldum áfram að ræða og prófa okkur áfram með matsleiðir óttumst eigi og tökum faglega ábyrgð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Ég hef verið svo heppin á mínum tæpa 14 ára starfsferli innan grunnskóla að hafa starfað annars vegar sem kennari í framsæknum og afar metnaðarfullum hverfisskóla og hins vegar kennt og stýrt í grunnskólum Hjallastefnunnar. Á þessu ferðalagi hef ég ígrundað fagið mitt, tekist á við hugmyndir mínar um góðan grunnskóla og þar ekki síst með fókusinn á hvað er góður grunnskóli? og hvernig er það mat fengið? Skýr rammi er mér hugleikinn og á það ekki síður við þegar kemur að mati á árangri. Mikilvægi þess að hver kennari og skóli setji sér markmið um árangur í námi – að stefnan sé einföld og skýr eins og segir í skólasöng Barnaskóla Hjallastefnunnar, og þeim tólum og tækjum sem styðja við þá hugmyndafræði sem unnið er eftir sé beitt ekki síður en formlegum matstækjum.Eftirfylgni og frammistöðumat Á ferðalagi mínu er ég sannfærðari en nokkru sinni um að eftirfylgni með fagstarfi innan skóla, þar sem lagt er mat á frammistöðu kennara frá ólíkum hliðum geti leitt til enn betri árangurs í leik og starfi innan grunnskólans. Að hver einasti kennari sé með athyglina á því hvernig megi ná góðum árangri og um leið hvernig megi meta þann árangur. Og um leið að hver einasti skólastjórnandi sé meðvitaður og hafi skýra sýn um það hvernig kennarar nái árangri í sínum skóla og meti þá þætti með aðkomu kennaranna sjálfra ekki síst. Frammistöðumat fyrir fagfólk skóla jafnt kennara sem stjórnenda er mat mitt að megi og þurfi að styrkja.Vellíðan barna hefur áhrif Hitt veit ég líka að hvorki börn né nemendur eða kennarar ná góðum árangri án góðrar líðanar. Öryggi gagnvart viðfangsefninu, sjálfstrú og aukin færni gefur öllum betri árangur. Í starfi mínu síðasta áratug hef ég reynt það og fundið hvernig rík áhersla á gleði og vellíðan á degi hverjum í skólalífi barna og fullorðinna hefur jákvætt afl í för með sér. En til þess að vita hver árangurinn er á hverjum tíma er mikilvægt að kanna stöðuna með fjölbreyttum matsleiðum. Í umræðunni má finna þá sýn að stefnumótun um árangur í menntakerfinu leiði til bölvunar og sú eða sá sem hefur orð á því fær þvílíka skömm fyrir hjá sumum – ekki öllum. Ég finn áþreifanlega fyrir viðkvæmninni í samfélaginu gagnvart hugmyndum um matsleiðir ekki síst þessum formlegu og stöðluðu, þær þykja ýta undir markaðshyggju og fela í sér að öll mennska í skólastarfi eigi það á hættu að þurrkast út.Rýnum til gagns Ég er satt best að segja svolítið gáttuð á þessu viðhorfi og er að reyna að skilja hvað býr að baki. Er þetta einhvers konar ótti um að okkar eigið kerfi standist ekki mat? Eða ótti um hið persónulega framlag til árangurs barna? Það sem við segjum og það sem við gerum hefur áhrif og því hefur kennsla hvers einstaka kennara alltaf áhrif á frammistöðu þeirra barna sem verið er að kenna. Og hvað? Er það ekki einmitt það sem þetta snýst um? Hver ber ábyrgð á frammistöðu eða árangri barna í skólakerfinu? Það hljóta að vera við sem komum að menntun þeirra með beinum og faglegum hætti – kennarar og skólastjórnendur. Við erum fólk en ekki kerfi og verðum að taka út þann þroska að geta tekist á við að raunverulega gera betur í dag en í gær. Ekki bara út frá eigin sannfæringu heldur líka út frá niðurstöðum á frammistöðu í kennslu og árangri barna sem nemendur. Vissulega hafa aðrir þættir áhrif á frammistöðu barna í námi og engin ástæða til þess að horfa fram hjá því heldur einmitt taka mið af því. Höldum áfram að ræða og prófa okkur áfram með matsleiðir óttumst eigi og tökum faglega ábyrgð.
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun