Systkinabönd í íslenskri tónlist Þórður Ingi Jónsson skrifar 1. nóvember 2014 10:00 Samkvæmt óformlegri könnun Fréttablaðsins hafa í kringum 115 systkini verið virk í tónlistarlífinu síðastliðna áratugi. Íslenska tónlistarsenan er sneisafull af ættar- og vinatengslum, rétt eins og landið sjálft. Samkvæmt óformlegri könnun Fréttablaðsins hafa í kringum 115 systkini verið virk í tónlistarlífinu síðastliðna áratugi, sum þjóðþekkt en önnur minna þekkt. Þetta er mikill fjöldi og því ekki úr vegi að segja að systkini myndi hryggjarstykkið í íslenskri tónlist. Ásthildur og Jófríður Ákadætur, Pascal PinonHuggulegt að geta rifist við einhvern „Við byrjuðum að gera tónlist saman 10 ára í hljómsveitinni Við og tölvan. Við gerðum alveg tvær og hálfa plötu en gáfum þær nú aldrei út,“ segir Ásthildur sem hefur orðið fyrir þeim systrum. „Þá vorum við að læra á Garage Band-tónlistarforritið og þetta var svolítið mikil sýra. Maður getur verið mikið leiðinlegri ef maður vinnur með systkinum án þess að það hafi einhverjar hrikalegar afleiðingar. Það er geðveikt fínt því fólk er oft svo viðkvæmt ef það spilar kannski eitthvað lag fyrir mann og maður segir: „Þetta er glatað lag.“ Maður myndi kannski ekkert vilja segja það við vin sinn. Það er bara huggulegt að geta rifist við einhvern, án þess að það komi sérstaklega niður á hljómsveitinni. Síðan spiluðum við náttúrulega einu sinni á Airwaves með hinum systrum okkar, Ólínu og Mörtu. Þá voru þær bara 10-11 ára en þær hafa lært á hljóðfæri síðan þær voru fjögurra ára. Þær voru ótrúlega klárar.“Snæbjörn og Baldur Ragnarsson, SkálmöldSkotleyfi og öfgahreinskilni „Það voru alltaf hljóðfæri á heimilinu og við vorum alltaf að spila en ekkert mikið saman endilega, bara eins og börn tónlistarkennara gera, heima í stofu og svona. Þegar við markvisst byrjuðum að spila saman var í kringum 2004, þá byrjaði hann að spila á bassa í Innvortis. Eftir það fer allt af stað,“ segir Snæbjörn. „Það er ákveðið skotleyfi af því að við þekkjumst svo ótrúlega vel og erum blóðheitir – það verður mikil öfgahreinskilni. Við finnum fyrir því að við eigum mjög auðvelt með að segja við hinn: „Heyrðu, þetta er drasl.“ Og þó það sé verri þróun þegar maður hefur verið lengi í hljómsveit þá er hægt að taka alla uppgerða kurteisi til hliðar, hún þvælist ekkert fyrir. En að sama skapi getur þetta gengið langt og maður finnur að maður ætlast til enn meira af systkinum sínum heldur en af öðrum. Það er oftast gott en ekki alveg alltaf.“Magnús og Finnbogi Kjartanssynir, JúdasÞykir alltaf vænt um samstarfsfélaga „Við erum búnir að spila saman síðan við vorum 14-15 ára. Við byrjuðum að vinna saman í Júdas. Finnbogi var orgelleikari, ég var bassaleikari og svo snerist þetta við,“ segir Magnús. „Manni finnst mjög vænt um systkini sín alltaf en þannig gerist það bara í tónlistarvinnunni að manni þykir vænt um þann sem maður vinnur með. Það er lítið hægt að komast áfram öðruvísi. Við spilum alltaf saman af og til, hann er nú að spila miklu meira en ég í dansmúsík, hann er að spila með Geirmundi Valtýssyni. Ég spila hitt og þetta og ef mig vantar bassaleikara þá kemur hann náttúrulega alltaf að spila með mér.“ Airwaves Mest lesið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Lífið Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Lífið Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Lífið Þessi tíu lög komust í úrslit Lífið Pub Quiz hvar sem er, hvenær sem er! Lífið samstarf Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Lífið Fleiri fréttir Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit Sjá meira
Íslenska tónlistarsenan er sneisafull af ættar- og vinatengslum, rétt eins og landið sjálft. Samkvæmt óformlegri könnun Fréttablaðsins hafa í kringum 115 systkini verið virk í tónlistarlífinu síðastliðna áratugi, sum þjóðþekkt en önnur minna þekkt. Þetta er mikill fjöldi og því ekki úr vegi að segja að systkini myndi hryggjarstykkið í íslenskri tónlist. Ásthildur og Jófríður Ákadætur, Pascal PinonHuggulegt að geta rifist við einhvern „Við byrjuðum að gera tónlist saman 10 ára í hljómsveitinni Við og tölvan. Við gerðum alveg tvær og hálfa plötu en gáfum þær nú aldrei út,“ segir Ásthildur sem hefur orðið fyrir þeim systrum. „Þá vorum við að læra á Garage Band-tónlistarforritið og þetta var svolítið mikil sýra. Maður getur verið mikið leiðinlegri ef maður vinnur með systkinum án þess að það hafi einhverjar hrikalegar afleiðingar. Það er geðveikt fínt því fólk er oft svo viðkvæmt ef það spilar kannski eitthvað lag fyrir mann og maður segir: „Þetta er glatað lag.“ Maður myndi kannski ekkert vilja segja það við vin sinn. Það er bara huggulegt að geta rifist við einhvern, án þess að það komi sérstaklega niður á hljómsveitinni. Síðan spiluðum við náttúrulega einu sinni á Airwaves með hinum systrum okkar, Ólínu og Mörtu. Þá voru þær bara 10-11 ára en þær hafa lært á hljóðfæri síðan þær voru fjögurra ára. Þær voru ótrúlega klárar.“Snæbjörn og Baldur Ragnarsson, SkálmöldSkotleyfi og öfgahreinskilni „Það voru alltaf hljóðfæri á heimilinu og við vorum alltaf að spila en ekkert mikið saman endilega, bara eins og börn tónlistarkennara gera, heima í stofu og svona. Þegar við markvisst byrjuðum að spila saman var í kringum 2004, þá byrjaði hann að spila á bassa í Innvortis. Eftir það fer allt af stað,“ segir Snæbjörn. „Það er ákveðið skotleyfi af því að við þekkjumst svo ótrúlega vel og erum blóðheitir – það verður mikil öfgahreinskilni. Við finnum fyrir því að við eigum mjög auðvelt með að segja við hinn: „Heyrðu, þetta er drasl.“ Og þó það sé verri þróun þegar maður hefur verið lengi í hljómsveit þá er hægt að taka alla uppgerða kurteisi til hliðar, hún þvælist ekkert fyrir. En að sama skapi getur þetta gengið langt og maður finnur að maður ætlast til enn meira af systkinum sínum heldur en af öðrum. Það er oftast gott en ekki alveg alltaf.“Magnús og Finnbogi Kjartanssynir, JúdasÞykir alltaf vænt um samstarfsfélaga „Við erum búnir að spila saman síðan við vorum 14-15 ára. Við byrjuðum að vinna saman í Júdas. Finnbogi var orgelleikari, ég var bassaleikari og svo snerist þetta við,“ segir Magnús. „Manni finnst mjög vænt um systkini sín alltaf en þannig gerist það bara í tónlistarvinnunni að manni þykir vænt um þann sem maður vinnur með. Það er lítið hægt að komast áfram öðruvísi. Við spilum alltaf saman af og til, hann er nú að spila miklu meira en ég í dansmúsík, hann er að spila með Geirmundi Valtýssyni. Ég spila hitt og þetta og ef mig vantar bassaleikara þá kemur hann náttúrulega alltaf að spila með mér.“
Airwaves Mest lesið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Lífið Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Lífið Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Lífið Þessi tíu lög komust í úrslit Lífið Pub Quiz hvar sem er, hvenær sem er! Lífið samstarf Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Lífið Fleiri fréttir Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit Sjá meira