Systkinabönd í íslenskri tónlist Þórður Ingi Jónsson skrifar 1. nóvember 2014 10:00 Samkvæmt óformlegri könnun Fréttablaðsins hafa í kringum 115 systkini verið virk í tónlistarlífinu síðastliðna áratugi. Íslenska tónlistarsenan er sneisafull af ættar- og vinatengslum, rétt eins og landið sjálft. Samkvæmt óformlegri könnun Fréttablaðsins hafa í kringum 115 systkini verið virk í tónlistarlífinu síðastliðna áratugi, sum þjóðþekkt en önnur minna þekkt. Þetta er mikill fjöldi og því ekki úr vegi að segja að systkini myndi hryggjarstykkið í íslenskri tónlist. Ásthildur og Jófríður Ákadætur, Pascal PinonHuggulegt að geta rifist við einhvern „Við byrjuðum að gera tónlist saman 10 ára í hljómsveitinni Við og tölvan. Við gerðum alveg tvær og hálfa plötu en gáfum þær nú aldrei út,“ segir Ásthildur sem hefur orðið fyrir þeim systrum. „Þá vorum við að læra á Garage Band-tónlistarforritið og þetta var svolítið mikil sýra. Maður getur verið mikið leiðinlegri ef maður vinnur með systkinum án þess að það hafi einhverjar hrikalegar afleiðingar. Það er geðveikt fínt því fólk er oft svo viðkvæmt ef það spilar kannski eitthvað lag fyrir mann og maður segir: „Þetta er glatað lag.“ Maður myndi kannski ekkert vilja segja það við vin sinn. Það er bara huggulegt að geta rifist við einhvern, án þess að það komi sérstaklega niður á hljómsveitinni. Síðan spiluðum við náttúrulega einu sinni á Airwaves með hinum systrum okkar, Ólínu og Mörtu. Þá voru þær bara 10-11 ára en þær hafa lært á hljóðfæri síðan þær voru fjögurra ára. Þær voru ótrúlega klárar.“Snæbjörn og Baldur Ragnarsson, SkálmöldSkotleyfi og öfgahreinskilni „Það voru alltaf hljóðfæri á heimilinu og við vorum alltaf að spila en ekkert mikið saman endilega, bara eins og börn tónlistarkennara gera, heima í stofu og svona. Þegar við markvisst byrjuðum að spila saman var í kringum 2004, þá byrjaði hann að spila á bassa í Innvortis. Eftir það fer allt af stað,“ segir Snæbjörn. „Það er ákveðið skotleyfi af því að við þekkjumst svo ótrúlega vel og erum blóðheitir – það verður mikil öfgahreinskilni. Við finnum fyrir því að við eigum mjög auðvelt með að segja við hinn: „Heyrðu, þetta er drasl.“ Og þó það sé verri þróun þegar maður hefur verið lengi í hljómsveit þá er hægt að taka alla uppgerða kurteisi til hliðar, hún þvælist ekkert fyrir. En að sama skapi getur þetta gengið langt og maður finnur að maður ætlast til enn meira af systkinum sínum heldur en af öðrum. Það er oftast gott en ekki alveg alltaf.“Magnús og Finnbogi Kjartanssynir, JúdasÞykir alltaf vænt um samstarfsfélaga „Við erum búnir að spila saman síðan við vorum 14-15 ára. Við byrjuðum að vinna saman í Júdas. Finnbogi var orgelleikari, ég var bassaleikari og svo snerist þetta við,“ segir Magnús. „Manni finnst mjög vænt um systkini sín alltaf en þannig gerist það bara í tónlistarvinnunni að manni þykir vænt um þann sem maður vinnur með. Það er lítið hægt að komast áfram öðruvísi. Við spilum alltaf saman af og til, hann er nú að spila miklu meira en ég í dansmúsík, hann er að spila með Geirmundi Valtýssyni. Ég spila hitt og þetta og ef mig vantar bassaleikara þá kemur hann náttúrulega alltaf að spila með mér.“ Airwaves Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Lífið Fleiri fréttir Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Sjá meira
Íslenska tónlistarsenan er sneisafull af ættar- og vinatengslum, rétt eins og landið sjálft. Samkvæmt óformlegri könnun Fréttablaðsins hafa í kringum 115 systkini verið virk í tónlistarlífinu síðastliðna áratugi, sum þjóðþekkt en önnur minna þekkt. Þetta er mikill fjöldi og því ekki úr vegi að segja að systkini myndi hryggjarstykkið í íslenskri tónlist. Ásthildur og Jófríður Ákadætur, Pascal PinonHuggulegt að geta rifist við einhvern „Við byrjuðum að gera tónlist saman 10 ára í hljómsveitinni Við og tölvan. Við gerðum alveg tvær og hálfa plötu en gáfum þær nú aldrei út,“ segir Ásthildur sem hefur orðið fyrir þeim systrum. „Þá vorum við að læra á Garage Band-tónlistarforritið og þetta var svolítið mikil sýra. Maður getur verið mikið leiðinlegri ef maður vinnur með systkinum án þess að það hafi einhverjar hrikalegar afleiðingar. Það er geðveikt fínt því fólk er oft svo viðkvæmt ef það spilar kannski eitthvað lag fyrir mann og maður segir: „Þetta er glatað lag.“ Maður myndi kannski ekkert vilja segja það við vin sinn. Það er bara huggulegt að geta rifist við einhvern, án þess að það komi sérstaklega niður á hljómsveitinni. Síðan spiluðum við náttúrulega einu sinni á Airwaves með hinum systrum okkar, Ólínu og Mörtu. Þá voru þær bara 10-11 ára en þær hafa lært á hljóðfæri síðan þær voru fjögurra ára. Þær voru ótrúlega klárar.“Snæbjörn og Baldur Ragnarsson, SkálmöldSkotleyfi og öfgahreinskilni „Það voru alltaf hljóðfæri á heimilinu og við vorum alltaf að spila en ekkert mikið saman endilega, bara eins og börn tónlistarkennara gera, heima í stofu og svona. Þegar við markvisst byrjuðum að spila saman var í kringum 2004, þá byrjaði hann að spila á bassa í Innvortis. Eftir það fer allt af stað,“ segir Snæbjörn. „Það er ákveðið skotleyfi af því að við þekkjumst svo ótrúlega vel og erum blóðheitir – það verður mikil öfgahreinskilni. Við finnum fyrir því að við eigum mjög auðvelt með að segja við hinn: „Heyrðu, þetta er drasl.“ Og þó það sé verri þróun þegar maður hefur verið lengi í hljómsveit þá er hægt að taka alla uppgerða kurteisi til hliðar, hún þvælist ekkert fyrir. En að sama skapi getur þetta gengið langt og maður finnur að maður ætlast til enn meira af systkinum sínum heldur en af öðrum. Það er oftast gott en ekki alveg alltaf.“Magnús og Finnbogi Kjartanssynir, JúdasÞykir alltaf vænt um samstarfsfélaga „Við erum búnir að spila saman síðan við vorum 14-15 ára. Við byrjuðum að vinna saman í Júdas. Finnbogi var orgelleikari, ég var bassaleikari og svo snerist þetta við,“ segir Magnús. „Manni finnst mjög vænt um systkini sín alltaf en þannig gerist það bara í tónlistarvinnunni að manni þykir vænt um þann sem maður vinnur með. Það er lítið hægt að komast áfram öðruvísi. Við spilum alltaf saman af og til, hann er nú að spila miklu meira en ég í dansmúsík, hann er að spila með Geirmundi Valtýssyni. Ég spila hitt og þetta og ef mig vantar bassaleikara þá kemur hann náttúrulega alltaf að spila með mér.“
Airwaves Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Lífið Fleiri fréttir Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Sjá meira