Systkinabönd í íslenskri tónlist Þórður Ingi Jónsson skrifar 1. nóvember 2014 10:00 Samkvæmt óformlegri könnun Fréttablaðsins hafa í kringum 115 systkini verið virk í tónlistarlífinu síðastliðna áratugi. Íslenska tónlistarsenan er sneisafull af ættar- og vinatengslum, rétt eins og landið sjálft. Samkvæmt óformlegri könnun Fréttablaðsins hafa í kringum 115 systkini verið virk í tónlistarlífinu síðastliðna áratugi, sum þjóðþekkt en önnur minna þekkt. Þetta er mikill fjöldi og því ekki úr vegi að segja að systkini myndi hryggjarstykkið í íslenskri tónlist. Ásthildur og Jófríður Ákadætur, Pascal PinonHuggulegt að geta rifist við einhvern „Við byrjuðum að gera tónlist saman 10 ára í hljómsveitinni Við og tölvan. Við gerðum alveg tvær og hálfa plötu en gáfum þær nú aldrei út,“ segir Ásthildur sem hefur orðið fyrir þeim systrum. „Þá vorum við að læra á Garage Band-tónlistarforritið og þetta var svolítið mikil sýra. Maður getur verið mikið leiðinlegri ef maður vinnur með systkinum án þess að það hafi einhverjar hrikalegar afleiðingar. Það er geðveikt fínt því fólk er oft svo viðkvæmt ef það spilar kannski eitthvað lag fyrir mann og maður segir: „Þetta er glatað lag.“ Maður myndi kannski ekkert vilja segja það við vin sinn. Það er bara huggulegt að geta rifist við einhvern, án þess að það komi sérstaklega niður á hljómsveitinni. Síðan spiluðum við náttúrulega einu sinni á Airwaves með hinum systrum okkar, Ólínu og Mörtu. Þá voru þær bara 10-11 ára en þær hafa lært á hljóðfæri síðan þær voru fjögurra ára. Þær voru ótrúlega klárar.“Snæbjörn og Baldur Ragnarsson, SkálmöldSkotleyfi og öfgahreinskilni „Það voru alltaf hljóðfæri á heimilinu og við vorum alltaf að spila en ekkert mikið saman endilega, bara eins og börn tónlistarkennara gera, heima í stofu og svona. Þegar við markvisst byrjuðum að spila saman var í kringum 2004, þá byrjaði hann að spila á bassa í Innvortis. Eftir það fer allt af stað,“ segir Snæbjörn. „Það er ákveðið skotleyfi af því að við þekkjumst svo ótrúlega vel og erum blóðheitir – það verður mikil öfgahreinskilni. Við finnum fyrir því að við eigum mjög auðvelt með að segja við hinn: „Heyrðu, þetta er drasl.“ Og þó það sé verri þróun þegar maður hefur verið lengi í hljómsveit þá er hægt að taka alla uppgerða kurteisi til hliðar, hún þvælist ekkert fyrir. En að sama skapi getur þetta gengið langt og maður finnur að maður ætlast til enn meira af systkinum sínum heldur en af öðrum. Það er oftast gott en ekki alveg alltaf.“Magnús og Finnbogi Kjartanssynir, JúdasÞykir alltaf vænt um samstarfsfélaga „Við erum búnir að spila saman síðan við vorum 14-15 ára. Við byrjuðum að vinna saman í Júdas. Finnbogi var orgelleikari, ég var bassaleikari og svo snerist þetta við,“ segir Magnús. „Manni finnst mjög vænt um systkini sín alltaf en þannig gerist það bara í tónlistarvinnunni að manni þykir vænt um þann sem maður vinnur með. Það er lítið hægt að komast áfram öðruvísi. Við spilum alltaf saman af og til, hann er nú að spila miklu meira en ég í dansmúsík, hann er að spila með Geirmundi Valtýssyni. Ég spila hitt og þetta og ef mig vantar bassaleikara þá kemur hann náttúrulega alltaf að spila með mér.“ Airwaves Mest lesið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Fleiri fréttir Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Sjá meira
Íslenska tónlistarsenan er sneisafull af ættar- og vinatengslum, rétt eins og landið sjálft. Samkvæmt óformlegri könnun Fréttablaðsins hafa í kringum 115 systkini verið virk í tónlistarlífinu síðastliðna áratugi, sum þjóðþekkt en önnur minna þekkt. Þetta er mikill fjöldi og því ekki úr vegi að segja að systkini myndi hryggjarstykkið í íslenskri tónlist. Ásthildur og Jófríður Ákadætur, Pascal PinonHuggulegt að geta rifist við einhvern „Við byrjuðum að gera tónlist saman 10 ára í hljómsveitinni Við og tölvan. Við gerðum alveg tvær og hálfa plötu en gáfum þær nú aldrei út,“ segir Ásthildur sem hefur orðið fyrir þeim systrum. „Þá vorum við að læra á Garage Band-tónlistarforritið og þetta var svolítið mikil sýra. Maður getur verið mikið leiðinlegri ef maður vinnur með systkinum án þess að það hafi einhverjar hrikalegar afleiðingar. Það er geðveikt fínt því fólk er oft svo viðkvæmt ef það spilar kannski eitthvað lag fyrir mann og maður segir: „Þetta er glatað lag.“ Maður myndi kannski ekkert vilja segja það við vin sinn. Það er bara huggulegt að geta rifist við einhvern, án þess að það komi sérstaklega niður á hljómsveitinni. Síðan spiluðum við náttúrulega einu sinni á Airwaves með hinum systrum okkar, Ólínu og Mörtu. Þá voru þær bara 10-11 ára en þær hafa lært á hljóðfæri síðan þær voru fjögurra ára. Þær voru ótrúlega klárar.“Snæbjörn og Baldur Ragnarsson, SkálmöldSkotleyfi og öfgahreinskilni „Það voru alltaf hljóðfæri á heimilinu og við vorum alltaf að spila en ekkert mikið saman endilega, bara eins og börn tónlistarkennara gera, heima í stofu og svona. Þegar við markvisst byrjuðum að spila saman var í kringum 2004, þá byrjaði hann að spila á bassa í Innvortis. Eftir það fer allt af stað,“ segir Snæbjörn. „Það er ákveðið skotleyfi af því að við þekkjumst svo ótrúlega vel og erum blóðheitir – það verður mikil öfgahreinskilni. Við finnum fyrir því að við eigum mjög auðvelt með að segja við hinn: „Heyrðu, þetta er drasl.“ Og þó það sé verri þróun þegar maður hefur verið lengi í hljómsveit þá er hægt að taka alla uppgerða kurteisi til hliðar, hún þvælist ekkert fyrir. En að sama skapi getur þetta gengið langt og maður finnur að maður ætlast til enn meira af systkinum sínum heldur en af öðrum. Það er oftast gott en ekki alveg alltaf.“Magnús og Finnbogi Kjartanssynir, JúdasÞykir alltaf vænt um samstarfsfélaga „Við erum búnir að spila saman síðan við vorum 14-15 ára. Við byrjuðum að vinna saman í Júdas. Finnbogi var orgelleikari, ég var bassaleikari og svo snerist þetta við,“ segir Magnús. „Manni finnst mjög vænt um systkini sín alltaf en þannig gerist það bara í tónlistarvinnunni að manni þykir vænt um þann sem maður vinnur með. Það er lítið hægt að komast áfram öðruvísi. Við spilum alltaf saman af og til, hann er nú að spila miklu meira en ég í dansmúsík, hann er að spila með Geirmundi Valtýssyni. Ég spila hitt og þetta og ef mig vantar bassaleikara þá kemur hann náttúrulega alltaf að spila með mér.“
Airwaves Mest lesið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Fleiri fréttir Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“