Bankað á dyrnar í Belgíu Óskar Ófeigur Jónsson og Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. nóvember 2014 09:00 Þrír sigrar í þremur leikjum og tandurhreint mark. Jú, það er auðvitað engin ástæða til að breyta byrjunarliði íslenska landsliðsins sem hefur spilað frábærlega í upphafi undankeppni EM 2016 en það eru þó til metnaðarfullir leikmenn utan liðsins sem vilja og ætla sér að vera „með“ í ævintýrinu. Ísland mætir Belgíu í vináttulandsleik á miðvikudaginn aðeins fjórum dögum fyrir toppleik riðilsins við Tékka. Lars Lagerbäck hefur talað um að gefa leikmönnum tækifæri í leiknum og hvíla lykilmenn liðsins sem eru flestir undir miklu álagi með félagsliðum sínum. Fréttablaðið hefur litið yfir hópinn og fundið til þá leikmenn sem eru næstir byrjunarliði íslenska liðsins í dag. Þorvaldur Örlygsson, þjálfari HK, gefur umsögn sína um þá fimm leikmenn sem Fréttablaðið telur mikilvægast að fái mínútur í vináttulandsleiknum á miðvikudag. „Auðvitað er það svo að menn einbeita sér fyrst og fremst að leiknum gegn Tékklandi, óháð því hverjir spila gegn Belgíu. Hugurinn verður við síðari leikinn,“ bendir Þorvaldur á en á ekki von á að leikurinn gegn Belgíu muni breyta miklu nema meiðsli setji strik í reikninginn. „Leikmenn sem hafa staðið fyrir utan eru auðvitað spenntir fyrir því að fá tækifæri til að sýna sig og sanna fyrir leikinn gegn Tékkum ef einhver byrjunarliðsmaður skyldi meiðast,“ segir hann. „Við vitum það innst inni að ef allir eru heilir þá munum við sjá sama byrjunarlið gegn Tékklandi og í hinum leikjunum þremur í undankeppninni.“ Þeir Lagerbäck og Heimir hafa stillt upp sama byrjunarliðinu í öllum þremur leikjunum til þessa en eins og Þorvaldur bendir á snýst landsliðið um fleiri menn en aðeins þá. „Gott byrjunarlið myndast aðeins af því að það eru góðir leikmenn sem standa fyrir utan,“ segir Þorvaldur. Leikur Belgíu og Íslands fer fram á konunglega Baudouin-leikvanginum í Brussel sem áður hét Heysel-leikvangurinn. Fjórum dögum síðar, sunnudaginn 16. nóvember, mæta strákarnir okkar Tékkum í Plzen í toppslag A-riðils enda bæði lið með fullt hús stiga. Belgía og Tékkland eru bæði fyrir ofan Ísland á styrkleikalista FIFA, Belgía er í fjórða sæti og Tékkland í 22. sæti. Ísland er í 28. sæti og hefur aldrei verið ofar.Jóhann Berg Guðmundsson á enn eftir að koma við sögu í undankeppni EM.Vísir/GettyHversu fast banka þessir fimm landsliðsmenn á dyrnar hjá Lars og Heimi í landsleiknum viðBelga?Hér fyrir ofan má sjá grafíkina úr Fréttablaðinu sem Garðar Kjartansson vann í samvinnu við Íþróttadeild Fréttablaðsins. Þar má sjá „volgu" stöðurnar í íslenska landsliðinu í fótbolta og hvaða leikmenn eiga raunhæfa möguleika á því að vinna sér sæti í byrjunarliði íslenska landsliðsins. Allt eru það leikmenn sem hafa verið byrjunarliðsmenn í íslenska liðinu en hafa misst sæti sitt á síðustu misserum vegna bæði meiðsla og uppkomu annarra leikmanna.Birkir Már Sævarsson.Vísir/GettyBirkir Már Sævarsson Staða: Hægri bakvörður Félag: Brann í Noregi Aldur: 29 Landsleikir/mörk: 43/0Undankeppni HM 2014 9 leikir, 728 mínútur, 0 mörk (67%)Undankeppni EM 2016 1 leikur, 45 mínútur, 0 mörk (25%) „Hann hefur verið inni og úti í liði sínu í Noregi sem hefur þar að auki gengið illa. En með landsliðinu hefur hann staðið sig mjög vel líkt og hann gerði gegn Hollandi og það sýnir ef til vill viðhorfið í landsliðinu – menn eru tilbúnir að taka þær mínútur sem þeir fá og leggja sig alla fram. Ég á von á að það verði hans hlutverk áfram. Við erum með bakverði sem hafa staðið sig virkilega vel en menn hafa oft haft áhyggjur af þeirri stöðu. Það er því ekki verra að hafa aðra leikmenn til taks fyrir hana," segir Þorvaldur Örlygsson.Rúrik Gíslason.Vísir/GettyRúrik Gíslason Staða: Hægri kantur Félag: FCK í Danmörku Aldur: 26 Landsleikir/mörk: 31/2Undankeppni HM 2014 9 leikir, 386 mínútur, 0 mörk (36%)Undankeppni EM 2016 3 leikir, 24 mínútur, 1 mark (13%) „Rúrik spilar hjá stóru liði á Norðurlöndunum sem gengur þar að auki vel. Hann þarf að vinna fyrir sæti sínu þar, rétt eins og í landsliðinu þar sem hann hefur verið í fremur litlu hlutverki. Ég held að hann þurfi að sætta sig áfram við að fá fáar mínútur með landsliðinu en það er einkar mikilvægt að menn sem eru fyrir utan nýtist liðinu vel og séu með rétt hugarfar. Það á sérstaklega við um Rúrik – hann þarf að koma inn og gera sitt, fremur en að reyna of mikið," segir Þorvaldur Örlygsson.Alfreð Finnbogason.Vísir/ValliAlfreð Finnbogason Staða: Framherji Félag: Real Sociedad á Spáni Aldur: 25 Landsleikir/mörk: 22/4Undankeppni HM 2014 10 leikir, 586 mínútur, 2 mörk (54%)Undankeppni EM 2016 1 leikur, 13 mínútur, 0 mörk (7%) „Hann hefur ekki verið mikið inni á vellinum í upphafi tímabilsins. Þar að auki gengur liðinu hans illa og það er að ganga í gegnum þjálfaraskipti. Alfreð hefur ekki náð að sýna sitt besta enda hjá nýju liði, í nýju landi og annarri menningu. Landsliðið þarf þó á því að halda að hafa Alfreð tilbúinn því hann getur gefið okkur aðra möguleika í framherjastöðunni. Hann hefði nýst liðinu vel gegn Lettlandi þar sem framherjarnir okkar höfðu lítið pláss en ég tel hann þurfa fleiri leiki til að koma sér á fullan skrið," segir Þorvaldur Örlygsson.Jóhann Berg Guðmundsson.Vísir/GettyJóhann Berg Guðmundssson Staða: Vinstri kantur Félag: Charlton í Englandi Aldur: 24 Landsleikir/mörk: 32/5Undankeppni HM 2014 10 leikir, 622 mínútur, 3 mörk (58%)Undankeppni EM 2016 0 leikir „Hann hefur staðið sig vel hjá Charlton í Englandi og kannski betur en menn þorðu að vona, miðað við að þetta er hans fyrsta tímabil í nýrri deild og í nýju landi. Hann er leikmaður sem þarf ekki nema nokkrar mínútur til að breyta heilu leikjunum. Jóhann var óheppinn að meiðast skömmu fyrir landsleikina í haust en hann gæti reynst liðinu afar mikilvægur gerist þess þörf að kalla hann inn. Það er gott að hafa góða menn tilbúna fyrir utan, sérstaklega menn eins og Jóhann Berg," segir Þorvaldur Örlygsson.Sölvi Geir Ottesen með fyrirliðanum Aroni Einari Gunnarssyni.Vísir/Andri MarinóSölvi Geir Ottesen Staða: Miðvörður Félag: Ural í Rússlandi Aldur: 30 Landsleikir/mörk: 25/0Undankeppni HM 2014 3 leikir, 217 mínútur, 0 mörk (20%)Undankeppni EM 2016 0 leikir „Ragnar Sigurðsson og Kári Árnason hafa einfaldlega staðið sig mjög vel í íslensku vörninni, enda góðir varnarmenn sem hafa náð vel saman. En það má lítið út af bera. Ein meiðsli gætu breytt miklu og við vitum líka að þegar fram líða stundir munu varnarmenn fá spjöld og leikbönn. Við þurfum því að halda mönnum eins og Sölva, sem er ekki síðri varnarmaður en Ragnar og Kári, gangandi. Það mun koma að því að hans verður þörf í íslenska landsliðinu," segir Þorvaldur Örlygsson.Viðar Örn Kjartansson.Vísir/ValliFimm leikmenn til viðbótar sem hafa verið að minna á sig á síðustu mánuðumIngvar Jónsson Besti markvörður Pepsi-deildarinnar og leikmaður ársins að mati leikmanna hennar. Átti frábært tímabil og ein af ástæðunum fyrir því að Stjarnan vann Íslandsmeistaratitilinn.Hörður Björgvin Magnússon Hefur spilað á Ítalíu undanfarin ár og er í „eigu“ ítölsku meistaranna í Juventus en í láni hjá Cesena. Efnilegur strákur (21 árs) sem getur bæði spilað sem miðvörður og vinstri bakvörður.Viðar Örn Kjartansson Markakóngur norsku úrvalsdeildarinnar. Náði ekki að nýta tækifæri sitt í haust og hefur aðeins kólnað niður á lokakaflanum (1 mark í 6 leikjum) eftir að hafa skorað 24 mörk í fyrstu 22 leikjunum.Ólafur Ingi Skúlason Er og verður traustur varamaður í íslenska liðinu. Getur leyst fleiri en eina stöðu og hefur reynslu til að ráða við erfiðar kringumstæður. Fastamaður í belgísku úrvalsdeildarliði.Sverrir Ingi Ingason Leiðtogi 21 árs landsliðsins og fastamaður í miðri vörn norska úrvalsdeildarliðsins Viking. Framtíðarmiðvörður íslenska landsliðsins en bíður enn eftir tækifærinu. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Leik lokið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fleiri fréttir Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Leik lokið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Sjá meira
Þrír sigrar í þremur leikjum og tandurhreint mark. Jú, það er auðvitað engin ástæða til að breyta byrjunarliði íslenska landsliðsins sem hefur spilað frábærlega í upphafi undankeppni EM 2016 en það eru þó til metnaðarfullir leikmenn utan liðsins sem vilja og ætla sér að vera „með“ í ævintýrinu. Ísland mætir Belgíu í vináttulandsleik á miðvikudaginn aðeins fjórum dögum fyrir toppleik riðilsins við Tékka. Lars Lagerbäck hefur talað um að gefa leikmönnum tækifæri í leiknum og hvíla lykilmenn liðsins sem eru flestir undir miklu álagi með félagsliðum sínum. Fréttablaðið hefur litið yfir hópinn og fundið til þá leikmenn sem eru næstir byrjunarliði íslenska liðsins í dag. Þorvaldur Örlygsson, þjálfari HK, gefur umsögn sína um þá fimm leikmenn sem Fréttablaðið telur mikilvægast að fái mínútur í vináttulandsleiknum á miðvikudag. „Auðvitað er það svo að menn einbeita sér fyrst og fremst að leiknum gegn Tékklandi, óháð því hverjir spila gegn Belgíu. Hugurinn verður við síðari leikinn,“ bendir Þorvaldur á en á ekki von á að leikurinn gegn Belgíu muni breyta miklu nema meiðsli setji strik í reikninginn. „Leikmenn sem hafa staðið fyrir utan eru auðvitað spenntir fyrir því að fá tækifæri til að sýna sig og sanna fyrir leikinn gegn Tékkum ef einhver byrjunarliðsmaður skyldi meiðast,“ segir hann. „Við vitum það innst inni að ef allir eru heilir þá munum við sjá sama byrjunarlið gegn Tékklandi og í hinum leikjunum þremur í undankeppninni.“ Þeir Lagerbäck og Heimir hafa stillt upp sama byrjunarliðinu í öllum þremur leikjunum til þessa en eins og Þorvaldur bendir á snýst landsliðið um fleiri menn en aðeins þá. „Gott byrjunarlið myndast aðeins af því að það eru góðir leikmenn sem standa fyrir utan,“ segir Þorvaldur. Leikur Belgíu og Íslands fer fram á konunglega Baudouin-leikvanginum í Brussel sem áður hét Heysel-leikvangurinn. Fjórum dögum síðar, sunnudaginn 16. nóvember, mæta strákarnir okkar Tékkum í Plzen í toppslag A-riðils enda bæði lið með fullt hús stiga. Belgía og Tékkland eru bæði fyrir ofan Ísland á styrkleikalista FIFA, Belgía er í fjórða sæti og Tékkland í 22. sæti. Ísland er í 28. sæti og hefur aldrei verið ofar.Jóhann Berg Guðmundsson á enn eftir að koma við sögu í undankeppni EM.Vísir/GettyHversu fast banka þessir fimm landsliðsmenn á dyrnar hjá Lars og Heimi í landsleiknum viðBelga?Hér fyrir ofan má sjá grafíkina úr Fréttablaðinu sem Garðar Kjartansson vann í samvinnu við Íþróttadeild Fréttablaðsins. Þar má sjá „volgu" stöðurnar í íslenska landsliðinu í fótbolta og hvaða leikmenn eiga raunhæfa möguleika á því að vinna sér sæti í byrjunarliði íslenska landsliðsins. Allt eru það leikmenn sem hafa verið byrjunarliðsmenn í íslenska liðinu en hafa misst sæti sitt á síðustu misserum vegna bæði meiðsla og uppkomu annarra leikmanna.Birkir Már Sævarsson.Vísir/GettyBirkir Már Sævarsson Staða: Hægri bakvörður Félag: Brann í Noregi Aldur: 29 Landsleikir/mörk: 43/0Undankeppni HM 2014 9 leikir, 728 mínútur, 0 mörk (67%)Undankeppni EM 2016 1 leikur, 45 mínútur, 0 mörk (25%) „Hann hefur verið inni og úti í liði sínu í Noregi sem hefur þar að auki gengið illa. En með landsliðinu hefur hann staðið sig mjög vel líkt og hann gerði gegn Hollandi og það sýnir ef til vill viðhorfið í landsliðinu – menn eru tilbúnir að taka þær mínútur sem þeir fá og leggja sig alla fram. Ég á von á að það verði hans hlutverk áfram. Við erum með bakverði sem hafa staðið sig virkilega vel en menn hafa oft haft áhyggjur af þeirri stöðu. Það er því ekki verra að hafa aðra leikmenn til taks fyrir hana," segir Þorvaldur Örlygsson.Rúrik Gíslason.Vísir/GettyRúrik Gíslason Staða: Hægri kantur Félag: FCK í Danmörku Aldur: 26 Landsleikir/mörk: 31/2Undankeppni HM 2014 9 leikir, 386 mínútur, 0 mörk (36%)Undankeppni EM 2016 3 leikir, 24 mínútur, 1 mark (13%) „Rúrik spilar hjá stóru liði á Norðurlöndunum sem gengur þar að auki vel. Hann þarf að vinna fyrir sæti sínu þar, rétt eins og í landsliðinu þar sem hann hefur verið í fremur litlu hlutverki. Ég held að hann þurfi að sætta sig áfram við að fá fáar mínútur með landsliðinu en það er einkar mikilvægt að menn sem eru fyrir utan nýtist liðinu vel og séu með rétt hugarfar. Það á sérstaklega við um Rúrik – hann þarf að koma inn og gera sitt, fremur en að reyna of mikið," segir Þorvaldur Örlygsson.Alfreð Finnbogason.Vísir/ValliAlfreð Finnbogason Staða: Framherji Félag: Real Sociedad á Spáni Aldur: 25 Landsleikir/mörk: 22/4Undankeppni HM 2014 10 leikir, 586 mínútur, 2 mörk (54%)Undankeppni EM 2016 1 leikur, 13 mínútur, 0 mörk (7%) „Hann hefur ekki verið mikið inni á vellinum í upphafi tímabilsins. Þar að auki gengur liðinu hans illa og það er að ganga í gegnum þjálfaraskipti. Alfreð hefur ekki náð að sýna sitt besta enda hjá nýju liði, í nýju landi og annarri menningu. Landsliðið þarf þó á því að halda að hafa Alfreð tilbúinn því hann getur gefið okkur aðra möguleika í framherjastöðunni. Hann hefði nýst liðinu vel gegn Lettlandi þar sem framherjarnir okkar höfðu lítið pláss en ég tel hann þurfa fleiri leiki til að koma sér á fullan skrið," segir Þorvaldur Örlygsson.Jóhann Berg Guðmundsson.Vísir/GettyJóhann Berg Guðmundssson Staða: Vinstri kantur Félag: Charlton í Englandi Aldur: 24 Landsleikir/mörk: 32/5Undankeppni HM 2014 10 leikir, 622 mínútur, 3 mörk (58%)Undankeppni EM 2016 0 leikir „Hann hefur staðið sig vel hjá Charlton í Englandi og kannski betur en menn þorðu að vona, miðað við að þetta er hans fyrsta tímabil í nýrri deild og í nýju landi. Hann er leikmaður sem þarf ekki nema nokkrar mínútur til að breyta heilu leikjunum. Jóhann var óheppinn að meiðast skömmu fyrir landsleikina í haust en hann gæti reynst liðinu afar mikilvægur gerist þess þörf að kalla hann inn. Það er gott að hafa góða menn tilbúna fyrir utan, sérstaklega menn eins og Jóhann Berg," segir Þorvaldur Örlygsson.Sölvi Geir Ottesen með fyrirliðanum Aroni Einari Gunnarssyni.Vísir/Andri MarinóSölvi Geir Ottesen Staða: Miðvörður Félag: Ural í Rússlandi Aldur: 30 Landsleikir/mörk: 25/0Undankeppni HM 2014 3 leikir, 217 mínútur, 0 mörk (20%)Undankeppni EM 2016 0 leikir „Ragnar Sigurðsson og Kári Árnason hafa einfaldlega staðið sig mjög vel í íslensku vörninni, enda góðir varnarmenn sem hafa náð vel saman. En það má lítið út af bera. Ein meiðsli gætu breytt miklu og við vitum líka að þegar fram líða stundir munu varnarmenn fá spjöld og leikbönn. Við þurfum því að halda mönnum eins og Sölva, sem er ekki síðri varnarmaður en Ragnar og Kári, gangandi. Það mun koma að því að hans verður þörf í íslenska landsliðinu," segir Þorvaldur Örlygsson.Viðar Örn Kjartansson.Vísir/ValliFimm leikmenn til viðbótar sem hafa verið að minna á sig á síðustu mánuðumIngvar Jónsson Besti markvörður Pepsi-deildarinnar og leikmaður ársins að mati leikmanna hennar. Átti frábært tímabil og ein af ástæðunum fyrir því að Stjarnan vann Íslandsmeistaratitilinn.Hörður Björgvin Magnússon Hefur spilað á Ítalíu undanfarin ár og er í „eigu“ ítölsku meistaranna í Juventus en í láni hjá Cesena. Efnilegur strákur (21 árs) sem getur bæði spilað sem miðvörður og vinstri bakvörður.Viðar Örn Kjartansson Markakóngur norsku úrvalsdeildarinnar. Náði ekki að nýta tækifæri sitt í haust og hefur aðeins kólnað niður á lokakaflanum (1 mark í 6 leikjum) eftir að hafa skorað 24 mörk í fyrstu 22 leikjunum.Ólafur Ingi Skúlason Er og verður traustur varamaður í íslenska liðinu. Getur leyst fleiri en eina stöðu og hefur reynslu til að ráða við erfiðar kringumstæður. Fastamaður í belgísku úrvalsdeildarliði.Sverrir Ingi Ingason Leiðtogi 21 árs landsliðsins og fastamaður í miðri vörn norska úrvalsdeildarliðsins Viking. Framtíðarmiðvörður íslenska landsliðsins en bíður enn eftir tækifærinu.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Leik lokið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fleiri fréttir Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Leik lokið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Sjá meira