Blöndum okkur! Líf Magneudóttir skrifar 14. nóvember 2014 12:00 Fjölmenningarþing Reykjavíkur verður haldið á morgun, 15. nóvember, í þriðja sinn í Ráðhúsi Reykjavíkur. Fjörugra og skemmtilegra þing er vart hægt að finna enda á Ráðhúsið eftir að fyllast af fólki frá hinum ýmsu löndum sem brennur fyrir samfélagi sínu og stöðu innflytjenda á Íslandi. Á þinginu verður hópavinna á tíu tungumálum um hin ýmsu mál sem snerta innflytjendur (og alla aðra) eins og t.d. menntamál, móttöku nýrra Reykvíkinga, húsnæðismál, réttindabaráttu, gagnkvæma aðlögun og fleira sem hjartanu stendur næst. Sá vettvangur sem Fjölmenningarþingið skapar er kjörið tækifæri til að hafa áhrif, styrkja tengslanetið, kynnast nýju fólki, fá hugmyndir og deila hugmyndum til að gera borgina og stöðu innflytjenda betri á allan hátt. Þetta er líka vettvangur til að koma með ábendingar um hvernig megi gera betur í þjónustu við innflytjendur og leysa ýmsar aðgangshindranir sem þeir standa frammi fyrir. Á Fjölmenningarþinginu verður líka kosið í fjölmenningarráð sem er ráðgefandi fyrir mannréttindaráð og stofnanir borgarinnar í málefnum innflytjenda. Þetta verður því fjölbreytt og fræðandi þing þar sem af nægu verður að taka.Heimurinn er hér Heimurinn verður sífellt minni með nýrri tækni og greiðari samgöngum. Samfélög taka breytingum með tilkomu nýs fólks og fólksflutningum en líka vonandi af því að við tölum saman, hlustum og lærum hvert af öðru. Það er mikilvægt að taka fólki sem hingað flyst með opnum huga og skilningi því ávinningurinn af margmenningu og fjölbreytileika er ótvíræður. Við skulum því leggja okkur fram við að viðhalda og styrkja fjölbreytileika mannlífsins og búa til borg þar sem allir geta notið sín. Fjölmenningarþingið er einn angi af því viðhorfi sem á að vera ríkjandi, að innflytjendur og fjölmenning séu hluti af Reykjavík og samfélaginu öllu. Við skulum því blanda geði við innflytjendur í borginni og á Fjölmenningarþinginu og blanda okkur almennt í málefni líðandi stundar. Sjáumst í Ráðhúsinu á morgun klukkan tíu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Líf Magneudóttir Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Sjá meira
Fjölmenningarþing Reykjavíkur verður haldið á morgun, 15. nóvember, í þriðja sinn í Ráðhúsi Reykjavíkur. Fjörugra og skemmtilegra þing er vart hægt að finna enda á Ráðhúsið eftir að fyllast af fólki frá hinum ýmsu löndum sem brennur fyrir samfélagi sínu og stöðu innflytjenda á Íslandi. Á þinginu verður hópavinna á tíu tungumálum um hin ýmsu mál sem snerta innflytjendur (og alla aðra) eins og t.d. menntamál, móttöku nýrra Reykvíkinga, húsnæðismál, réttindabaráttu, gagnkvæma aðlögun og fleira sem hjartanu stendur næst. Sá vettvangur sem Fjölmenningarþingið skapar er kjörið tækifæri til að hafa áhrif, styrkja tengslanetið, kynnast nýju fólki, fá hugmyndir og deila hugmyndum til að gera borgina og stöðu innflytjenda betri á allan hátt. Þetta er líka vettvangur til að koma með ábendingar um hvernig megi gera betur í þjónustu við innflytjendur og leysa ýmsar aðgangshindranir sem þeir standa frammi fyrir. Á Fjölmenningarþinginu verður líka kosið í fjölmenningarráð sem er ráðgefandi fyrir mannréttindaráð og stofnanir borgarinnar í málefnum innflytjenda. Þetta verður því fjölbreytt og fræðandi þing þar sem af nægu verður að taka.Heimurinn er hér Heimurinn verður sífellt minni með nýrri tækni og greiðari samgöngum. Samfélög taka breytingum með tilkomu nýs fólks og fólksflutningum en líka vonandi af því að við tölum saman, hlustum og lærum hvert af öðru. Það er mikilvægt að taka fólki sem hingað flyst með opnum huga og skilningi því ávinningurinn af margmenningu og fjölbreytileika er ótvíræður. Við skulum því leggja okkur fram við að viðhalda og styrkja fjölbreytileika mannlífsins og búa til borg þar sem allir geta notið sín. Fjölmenningarþingið er einn angi af því viðhorfi sem á að vera ríkjandi, að innflytjendur og fjölmenning séu hluti af Reykjavík og samfélaginu öllu. Við skulum því blanda geði við innflytjendur í borginni og á Fjölmenningarþinginu og blanda okkur almennt í málefni líðandi stundar. Sjáumst í Ráðhúsinu á morgun klukkan tíu.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun