Jafnrétti – er von? Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 20. nóvember 2014 08:00 Enn er langt í land þegar litið er til jafnréttis í okkar samfélagi. Niðurstöður gefa okkur neikvæða mynd af viðhorfum ungmenna til jafnréttis. Samfélagið í heild sinni virðist engan veginn vera að standa sig í stykkinu. Hugmyndir ungmenna um hlutverk kynjanna gefa til kynna að hægt þokist áfram og jafnvel sé um afturför að ræða. Vonbrigði leyna sér ekki, hver jafnréttisráðstefnan á fætur annarri er haldin þar sem farið er yfir frekar vonlausa stöðu, mikinn launamun kynjanna, kynbundið ofbeldi í garð kvenna, hlutfall kvenna ekki sem skyldi í stjórnendastöðum svo ekki sé upptalin staða minnihlutahópa samfélagsins sem hallar á á degi hverjum. Mikil vonbrigði fylla hjörtu jafnréttissinna.En er von? Ástæða þessara skrifa er hins vegar raunveruleikinn sem ég bý við í starfi mínu með börnum í Hjallastefnuskóla, sú jafnréttiskennsla sem ég hef orðið vitni að og skilar áþreifanlegum árangri í þankagangi barna. Það er nefnilega þannig að við getum haft mikil áhrif á jafnréttismál með því að fylgja jafnréttiskennslu eftir í leik- og grunnskólum. Meðvitaðir kennarar um stöðu jafnréttismála, kennarar sem láta sig málið varða og láta verkin tala. Þar sem unnið er með viðhorf sem móta börn og ungmenni, vinna sem leiðir af sér ný viðhorf, nýja sýn sem gefur okkur ástæðu til þess að trúa því að það sé von.Tæki til jafnréttiskennslu Að starfa með börnum frá 10-12 ára sem hafa flest gengið í Hjallastefnuskóla frá því þau hófu skólagöngu sína í leikskóla og sjá og heyra hvernig viðhorf þeirra mótast og taka breytingum frá ári til árs er undursamlegt. Leið Hjallastefnunnar til jafnréttiskennslu er aðeins ein af mörgum og alls ekki sú eina rétta en hún virkar hins vegar og það er dásamlegur veruleiki sem við búum við. Það að vinna með leið sem skilar árangri gefur okkur tilefni til þess að fyllast jákvæðni og trú á að það sé virkilega von. Kynjaskipt skólastarf með markvissri uppbótavinnu fyrir bæði kyn er gríðarlega öflug leið en ég er hins vegar algjörlega sannfærð um að það eigi það sama við um fleiri leiðir. Aðalatriðið er eftirfylgni, markmið og skýr sýn á leiðir að árangrinum – í jafnréttiskennslu líkt og í allri annarri kennslu.Ný aðalnámskrá – jafnrétti Í nýrri aðalnámskrá fyrir grunnskóla er sérstaklega fjallað um jafnrétti sem grunnþátt í öllu námi barna og því ber öllum skólum að fræða og búa börnum tækifæri innan skólakerfisins til frekari þroska, aukna jafnréttisvitund sem leiðir af sér breytt viðhorf fyrir komandi kynslóðir. Það er hægt að koma mikilvægi jafnréttisviðhorfa til skila til barna og hafa jákvæð áhrif á viðhorf þeirra til jafnréttismála með því að standa með jafnréttiskennslu strax í leikskóla og áfram menntaveginn. Það hefur sýnt sig svo um munar hjá 12 ára hjallastefnubörnum. Þar verðum við áþreifanlega vör við að slík vinna beri raunverulegan ávinning þar sem stúlkur standa með sjálfum sér og drengir tala fyrir mikilvægi jafnrétti stúlkna jafnt sem drengja af hjartans einlægni. Ég nefni sérstaklega 12 ára börn vegna þess að viðhorfakennsla tekur tíma. Það þarf virkilega að standa með slíkri kennslu eins og við kjósum að kalla það hjá Hjallastefnunni. Galdurinn er nefnilega m.a. sá að standa með ákvörðunum og fylgja verkefnum eftir af trúmennsku. Þá á einhverjum tímapunkti springur afraksturinn út eins og blóm í haga. Ef skólasamfélagið virkilega beitir sér þá er von! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Enn er langt í land þegar litið er til jafnréttis í okkar samfélagi. Niðurstöður gefa okkur neikvæða mynd af viðhorfum ungmenna til jafnréttis. Samfélagið í heild sinni virðist engan veginn vera að standa sig í stykkinu. Hugmyndir ungmenna um hlutverk kynjanna gefa til kynna að hægt þokist áfram og jafnvel sé um afturför að ræða. Vonbrigði leyna sér ekki, hver jafnréttisráðstefnan á fætur annarri er haldin þar sem farið er yfir frekar vonlausa stöðu, mikinn launamun kynjanna, kynbundið ofbeldi í garð kvenna, hlutfall kvenna ekki sem skyldi í stjórnendastöðum svo ekki sé upptalin staða minnihlutahópa samfélagsins sem hallar á á degi hverjum. Mikil vonbrigði fylla hjörtu jafnréttissinna.En er von? Ástæða þessara skrifa er hins vegar raunveruleikinn sem ég bý við í starfi mínu með börnum í Hjallastefnuskóla, sú jafnréttiskennsla sem ég hef orðið vitni að og skilar áþreifanlegum árangri í þankagangi barna. Það er nefnilega þannig að við getum haft mikil áhrif á jafnréttismál með því að fylgja jafnréttiskennslu eftir í leik- og grunnskólum. Meðvitaðir kennarar um stöðu jafnréttismála, kennarar sem láta sig málið varða og láta verkin tala. Þar sem unnið er með viðhorf sem móta börn og ungmenni, vinna sem leiðir af sér ný viðhorf, nýja sýn sem gefur okkur ástæðu til þess að trúa því að það sé von.Tæki til jafnréttiskennslu Að starfa með börnum frá 10-12 ára sem hafa flest gengið í Hjallastefnuskóla frá því þau hófu skólagöngu sína í leikskóla og sjá og heyra hvernig viðhorf þeirra mótast og taka breytingum frá ári til árs er undursamlegt. Leið Hjallastefnunnar til jafnréttiskennslu er aðeins ein af mörgum og alls ekki sú eina rétta en hún virkar hins vegar og það er dásamlegur veruleiki sem við búum við. Það að vinna með leið sem skilar árangri gefur okkur tilefni til þess að fyllast jákvæðni og trú á að það sé virkilega von. Kynjaskipt skólastarf með markvissri uppbótavinnu fyrir bæði kyn er gríðarlega öflug leið en ég er hins vegar algjörlega sannfærð um að það eigi það sama við um fleiri leiðir. Aðalatriðið er eftirfylgni, markmið og skýr sýn á leiðir að árangrinum – í jafnréttiskennslu líkt og í allri annarri kennslu.Ný aðalnámskrá – jafnrétti Í nýrri aðalnámskrá fyrir grunnskóla er sérstaklega fjallað um jafnrétti sem grunnþátt í öllu námi barna og því ber öllum skólum að fræða og búa börnum tækifæri innan skólakerfisins til frekari þroska, aukna jafnréttisvitund sem leiðir af sér breytt viðhorf fyrir komandi kynslóðir. Það er hægt að koma mikilvægi jafnréttisviðhorfa til skila til barna og hafa jákvæð áhrif á viðhorf þeirra til jafnréttismála með því að standa með jafnréttiskennslu strax í leikskóla og áfram menntaveginn. Það hefur sýnt sig svo um munar hjá 12 ára hjallastefnubörnum. Þar verðum við áþreifanlega vör við að slík vinna beri raunverulegan ávinning þar sem stúlkur standa með sjálfum sér og drengir tala fyrir mikilvægi jafnrétti stúlkna jafnt sem drengja af hjartans einlægni. Ég nefni sérstaklega 12 ára börn vegna þess að viðhorfakennsla tekur tíma. Það þarf virkilega að standa með slíkri kennslu eins og við kjósum að kalla það hjá Hjallastefnunni. Galdurinn er nefnilega m.a. sá að standa með ákvörðunum og fylgja verkefnum eftir af trúmennsku. Þá á einhverjum tímapunkti springur afraksturinn út eins og blóm í haga. Ef skólasamfélagið virkilega beitir sér þá er von!
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar