Samfélagsábyrgð íslenskra fyrirtækja Hanna Valdís Þorsteinsdóttir og Ketill Berg Magnússon skrifar 21. nóvember 2014 06:00 Á Íslandi hafa fá fyrirtæki innleitt samfélagslega ábyrga starfshætti, þó svo vaxandi fjöldi fyrirtækja hafi að undanförnu tekið mikilvæg skref í þá átt. Þessi fyrirtæki reyna að minnka neikvæð áhrif sem starfsemi þeirra hefur á samfélagið og umhverfið og leggja af mörkum til að bæta samfélagið sem við búum í. En hvert er hlutverk yfirvalda þegar kemur að samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja á Íslandi? Almennt séð er hlutverk yfirvalda að skapa gott rekstrarumhverfi fyrir fyrirtæki og móta þær leikreglur sem í viðskiptum eiga að gilda. Það gera yfirvöld með lögum og reglum, en ekki síst með því að setja fram skýra framtíðarsýn um hvert þau telja að hlutverk fyrirtækja í samfélaginu eigi að vera og hvernig samskiptum fyrirtækja við samfélagið og náttúruna verði best háttað. Ríkið ætti að að láta verkin tala og vera fyrirmynd með rekstri ríkisstofnanna og í viðskiptum sínum við fyrirtæki og einstaklinga. Þegar kemur að samfélagsábyrgð fyrirtækja er mikilvægt að líta til sérstöðu íslensks umhverfis og efnahagslífs. Erlendis er almennt lögð áhersla á að fyrirtæki sporni gegn loftslagsbreytingum og virði mannréttindi. Mikilvægt er að íslensk fyrirtæki leggi áherslu á þessa þætti, en í ljósi þess að meirihluti íslenskrar orku kemur frá endurnýjanlegum orkugjöfum og að löggjöf á íslandi stendur vörð um grundvallarmannréttindi Íslendinga þá eru þetta ekki endilega þeir þættir sem fyrirtæki á Íslandi þurfa að leggja megináherslu á. Aðrir þættir eins og umhverfisvernd, ábyrgir stjórnarhættir, varnir gegn hagsmunaárekstrum, launajafnrétti kynjanna og heilindi og gagnsæi í viðskiptum eiga aftur á móti fullt erindi við flest íslensk fyrirtæki. Stefna og skilaboð stjórnvalda um samfélagsábyrgð skipta máli í þessu samhengi og vert að nefna að í nágrannalöndum okkar tíðkast að ríkisstjórnir móti heildarstefnu og framtíðarsýn um samfélagsábyrgð fyrirtækja. Slíkar stefnur senda mikilvæg skilaboð til fyrirtækja og setja samfélagsábyrgð fyrirtækja í samhengi fyrir almenning. Evrópusambandið hefur gegnt mikilvægu hlutverki og hvatt meðlimaríki til að móta stefnu um samfélagsábygð fyrirtækja sem taka mið af sérkennum og helstu samfélagsáskorunum hvers ríkis fyrir sig. Norðulöndin hafa staðið mjög framarlega á þessu sviði sem og almennt varðandi samfélagsábyrgð fyrirtækja. Áherslur landanna eru mismunandi og taka mið af sérstöðu hvers lands fyrir sig, áherslum stjórnvalda, kröfum neytanda o.s.frv. Til dæmis var Svíþjóð fyrsta landið í heiminum til þess að lögskylda ríkisrekin fyrirtæki til að gefa út skýrslur um umhverfis- of samfélagsáhrif árið 2008. Noregur og Finnland hafa lagt mikla áherslu á að ríkisfyrirtæki sýni gott fordæmi þegar kemur að samfélagsábyrgð, t.d. með samfélagslega ábyrgum innkaupum. Noregur hefur einnig gegnt forystuhlutverki í samfélagslega ábyrgum fjárfestingum í gegnum olíusjóðinn, sem er brautryðjandi í slíkum fjárfestingum. Danmörk hefur staðið framarlega í að auka ábyrgð danskra fyrirtækja á vernd mannréttinda á erlendum mörkuðum og hefur verið öðrum löndum fordæmi á því sviði. Nýliðin efnahagskreppa varpaði ljósi á bresti í rekstri hjá sumum íslenskum fyrirtækjum. Í enduruppbyggingu efnahagslífsins er eðililegt að krafa sé gerð um að fyrirtæki leggi áherslu á ábyrga starfsemi. Smæð íslensks efnahags og skyldleiki íslendinga gerir fyrirtæki hér sérstaklega viðkvæm fyrir hagsmunaárekstrum og þurfa fyrirtæki að standa vörð gegn þeim. Einnig er ávinningur falinn í auknu gagnsæi og ábyrgum stjórnarháttum. Þrátt fyrir að enn ríki óvissa í íslensku efnahagslífi eru mörg fyrirtæki að rétta úr kútnum og nýta aukinn meðbyr. Þetta á við meðal annars í sjávarútvegi, ferðaþjónustu og orkuiðnaði. Á sama tíma gera erlendir kaupendur sjávarafurða sífellt meiri kröfur um sjálfbærar veiðar, orkukaupendur sækjast eftir orku sem unnin er á ábyrgan hátt og ferðamenn vilja áfram geta notið óspilltrar íslenskrar náttúru á sanngjarnan máta. Krafan um aukna samfélagsábyrgð er sá veruleiki sem blasir við íslenskum fyrirtækjum. Það er því mikilvægt að yfirvöld séu með á nótunum og skapi hér rekstrarskilyrði sem hvetja til og styðja við ábyrga starfshætti. Mikilvægt skref voru tekin í þessa átt með áætlun um grænt hagkerfi á árunum 2011-2012 og óskandi er að núverandi stjórnvöld dragi ekki umhverfisvernd og samfélagsábyrgð í pólitíska dilka heldur sjái nauðsyn og tækifækin sem felast í skýrri framtíðarsýn og stefnu um samfélagsábyrgð fyrirtækja á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ketill Berg Magnússon Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Sjá meira
Á Íslandi hafa fá fyrirtæki innleitt samfélagslega ábyrga starfshætti, þó svo vaxandi fjöldi fyrirtækja hafi að undanförnu tekið mikilvæg skref í þá átt. Þessi fyrirtæki reyna að minnka neikvæð áhrif sem starfsemi þeirra hefur á samfélagið og umhverfið og leggja af mörkum til að bæta samfélagið sem við búum í. En hvert er hlutverk yfirvalda þegar kemur að samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja á Íslandi? Almennt séð er hlutverk yfirvalda að skapa gott rekstrarumhverfi fyrir fyrirtæki og móta þær leikreglur sem í viðskiptum eiga að gilda. Það gera yfirvöld með lögum og reglum, en ekki síst með því að setja fram skýra framtíðarsýn um hvert þau telja að hlutverk fyrirtækja í samfélaginu eigi að vera og hvernig samskiptum fyrirtækja við samfélagið og náttúruna verði best háttað. Ríkið ætti að að láta verkin tala og vera fyrirmynd með rekstri ríkisstofnanna og í viðskiptum sínum við fyrirtæki og einstaklinga. Þegar kemur að samfélagsábyrgð fyrirtækja er mikilvægt að líta til sérstöðu íslensks umhverfis og efnahagslífs. Erlendis er almennt lögð áhersla á að fyrirtæki sporni gegn loftslagsbreytingum og virði mannréttindi. Mikilvægt er að íslensk fyrirtæki leggi áherslu á þessa þætti, en í ljósi þess að meirihluti íslenskrar orku kemur frá endurnýjanlegum orkugjöfum og að löggjöf á íslandi stendur vörð um grundvallarmannréttindi Íslendinga þá eru þetta ekki endilega þeir þættir sem fyrirtæki á Íslandi þurfa að leggja megináherslu á. Aðrir þættir eins og umhverfisvernd, ábyrgir stjórnarhættir, varnir gegn hagsmunaárekstrum, launajafnrétti kynjanna og heilindi og gagnsæi í viðskiptum eiga aftur á móti fullt erindi við flest íslensk fyrirtæki. Stefna og skilaboð stjórnvalda um samfélagsábyrgð skipta máli í þessu samhengi og vert að nefna að í nágrannalöndum okkar tíðkast að ríkisstjórnir móti heildarstefnu og framtíðarsýn um samfélagsábyrgð fyrirtækja. Slíkar stefnur senda mikilvæg skilaboð til fyrirtækja og setja samfélagsábyrgð fyrirtækja í samhengi fyrir almenning. Evrópusambandið hefur gegnt mikilvægu hlutverki og hvatt meðlimaríki til að móta stefnu um samfélagsábygð fyrirtækja sem taka mið af sérkennum og helstu samfélagsáskorunum hvers ríkis fyrir sig. Norðulöndin hafa staðið mjög framarlega á þessu sviði sem og almennt varðandi samfélagsábyrgð fyrirtækja. Áherslur landanna eru mismunandi og taka mið af sérstöðu hvers lands fyrir sig, áherslum stjórnvalda, kröfum neytanda o.s.frv. Til dæmis var Svíþjóð fyrsta landið í heiminum til þess að lögskylda ríkisrekin fyrirtæki til að gefa út skýrslur um umhverfis- of samfélagsáhrif árið 2008. Noregur og Finnland hafa lagt mikla áherslu á að ríkisfyrirtæki sýni gott fordæmi þegar kemur að samfélagsábyrgð, t.d. með samfélagslega ábyrgum innkaupum. Noregur hefur einnig gegnt forystuhlutverki í samfélagslega ábyrgum fjárfestingum í gegnum olíusjóðinn, sem er brautryðjandi í slíkum fjárfestingum. Danmörk hefur staðið framarlega í að auka ábyrgð danskra fyrirtækja á vernd mannréttinda á erlendum mörkuðum og hefur verið öðrum löndum fordæmi á því sviði. Nýliðin efnahagskreppa varpaði ljósi á bresti í rekstri hjá sumum íslenskum fyrirtækjum. Í enduruppbyggingu efnahagslífsins er eðililegt að krafa sé gerð um að fyrirtæki leggi áherslu á ábyrga starfsemi. Smæð íslensks efnahags og skyldleiki íslendinga gerir fyrirtæki hér sérstaklega viðkvæm fyrir hagsmunaárekstrum og þurfa fyrirtæki að standa vörð gegn þeim. Einnig er ávinningur falinn í auknu gagnsæi og ábyrgum stjórnarháttum. Þrátt fyrir að enn ríki óvissa í íslensku efnahagslífi eru mörg fyrirtæki að rétta úr kútnum og nýta aukinn meðbyr. Þetta á við meðal annars í sjávarútvegi, ferðaþjónustu og orkuiðnaði. Á sama tíma gera erlendir kaupendur sjávarafurða sífellt meiri kröfur um sjálfbærar veiðar, orkukaupendur sækjast eftir orku sem unnin er á ábyrgan hátt og ferðamenn vilja áfram geta notið óspilltrar íslenskrar náttúru á sanngjarnan máta. Krafan um aukna samfélagsábyrgð er sá veruleiki sem blasir við íslenskum fyrirtækjum. Það er því mikilvægt að yfirvöld séu með á nótunum og skapi hér rekstrarskilyrði sem hvetja til og styðja við ábyrga starfshætti. Mikilvægt skref voru tekin í þessa átt með áætlun um grænt hagkerfi á árunum 2011-2012 og óskandi er að núverandi stjórnvöld dragi ekki umhverfisvernd og samfélagsábyrgð í pólitíska dilka heldur sjái nauðsyn og tækifækin sem felast í skýrri framtíðarsýn og stefnu um samfélagsábyrgð fyrirtækja á Íslandi.
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar