Jólaverslunin fer seint af stað Elín Albertsdóttir skrifar 6. desember 2014 11:00 Margrét Kristmanns er öflugur talsmaður verslunar og þjónustu. Hún hefur sterkar skoðar á öllu sem viðkemur verslun, enda af þriðju kynslóð kaupmanna í Pfaff. Mynd/Stefán Margrét Kristmannsdóttir framkvæmdastjóri ólst upp við verslunarrekstur og er þriðja kynslóðin sem stýrir versluninni Pfaff. Hún hefur sterkar skoðanir á verslun og þjónustu og er á móti löngum opnunartíma. Margrét stýrir ekki eingöngu versluninni Pfaff því hún hefur gegnt mörgum ábyrgðarstöðum í þjóðfélaginu. Var formaður Samtaka verslunar og þjónustu, formaður Félags kvenna í atvinnurekstri og situr nú í framkvæmdastjórn og stjórn Samtaka atvinnulífsins ásamt því að vera varaformaður. Hún á auk þess sæti í stjórn BL bílaumboðsins og rekstrarfélags Kringlunnar. Hún var spurð hvernig jólaverslunin legðist í hana. „Ég held að allir séu nokkuð bjartsýnir, tölur sýna aukinn kaupmátt og þjóðfélagið er á uppleið. Allt bendir því til þess að jólaverslun geti orðið mjög góð. Okkur finnst hún þó fara seinna af stað en búist var við og nóvember var lakari en menn reiknuðu með,“ segir hún. „Ég á þó von á að verslun verði góð síðustu dagana fyrir jólin.“ Þeir sem hafa komið til landsins undanfarið frá útlöndum hafa undrast gríðarlegan farangur landans. Margrét kannast við það. „Það er ekkert nýtt. Íslenskir kaupmenn hafa alltaf þurft að glíma við samkeppni að utan. Söluaukning á netinu er hins vegar nýjung fyrir kaupmönnum, ekki bara hérlendis heldur um allan heim. Nú er tækifæri fyrir kaupmenn að bregðast við því. Annaðhvort stöndum við okkur í samkeppninni eða erum undir. Nokkrar íslenskar verslanir hafa þegar brugðist við og sett upp vandaðar netverslanir,“ svarar Margrét.Jólin frá Kína Hvað með kaupæðið frá Kína? „Það keppir engin verslun við verðin í Kína, hvorki hér á landi né í öðrum löndum. Með lægra verði eru gæðin lakari. Saumastofur hafa fengið mörg verkefni við að breyta fatnaði sem kemur í gegnum netverslun frá Kína,“ segir Margrét. „Við sem störfum í rafmagnsvörugeiranum vitum að fólk kaupir oft köttinn í sekknum. Viðskiptavinurinn tekur ákveðna áhættu með þessum kaupum,“ segir Margrét enn fremur og bætir við að fólk sé mest að kaupa fatnað, íþróttaskó og aðrar íþróttavörur, smávörur, eins og armbandsúr og þess háttar hluti frá Kína. „Ef fólk er að kaupa jólagjafir þaðan er ekki spurning að verslanir hér munu finna fyrir því.“Tilboð og tilboð Er ekki óvenjulega mikið af tilboðum í verslunum núna? „Ég held að þau tengist vörugjaldsbreytingu sem kemur til framkvæmda eftir áramótin. Það er mál sem verslunareigendur hafa barist fyrir áratugum saman. Ef menn hefðu ekki brugðist við strax hefði fólk haldið að sér höndum með kaup á þessum vörum fram í janúar. Þá hefði jólasalan farið fyrir bí. Ég held að það sé þverpólitísk sátt um að lækka vörugjöld, enda eru þau rosalega óréttlát. Vörugjöld hafa verið á raftækjum, gólfefnum, hreinlætisvörum, ljósum, parketi, flísum, matvörum og fleiru. Ég lít þannig á að eftir þessa lækkun verði heimilin betur sett, jafnvel þótt matarverð hækki. Vonandi verður þetta líka til þess að verslunin flyst heim. Verslunin verður samkeppnishæfari og virðisaukinn skilar sér beint í ríkissjóð.“Verslunargleði Margrét segist óska að þessi ofboðslega verslunargleði Íslendinga í útlöndum fari minnkandi. „Við erum ekkert búin að gleyma verslunarferðum Íslendinga til Glasgow, Dublin, Boston og fleiri staða. Ég held að það æði sé ekki endilega að endurtaka sig. Fólk skreppur frekar til útlanda til að njóta lífsins og upplifa stemningu. Ég skrapp til Kaupmannahafnar um síðustu helgi með eiginmanninum. Við vorum bara með eina tösku sem vóg 14 kíló á heimleiðinni. Auðvitað kíktum við í búðir, það er alltaf gaman að skoða hvað fæst í útlöndum. Langskemmtilegast er þó að setjast niður með góðan mat, öl og snaps að dönskum sið. Vissulega fór það ekki fram hjá mér að allt of margir voru að rogast með þungar töskur á heimleiðinni.“Hlakkar til jóla Margrét segist ætla að kaupa allar jólagjafir á Íslandi. „Ég gef ekki margar gjafir og ekki heldur dýrar. Ég er fastheldin á alla siði tengda jólum. Maðurinn minn sér um matargerðina á heimilinu og eldar kalkún á aðfangadag ásamt tengdamóður sinni. Desember er yndislegur mánuður og ég hef lært að njóta hans fremur en að sogast inn í allt stressið. Mér finnst dásamlegt að fara á jólatónleika og út að borða á aðventunni. Það er gaman að upplifa og njóta. Í verslun er annatími á þessum árstíma en ég hef ekki boðið starfsfólki mínu upp á þessa brjálæðislega miklu opnun. Ég hef í langan tíma talað fyrir því að opnunartími á Íslandi sé alltof langur en hér erum við kaupmenn einfaldlega ekki sammála. Mín skoðun er að allt vinnandi fólk ætti að fá meiri frítíma til að njóta sín á aðventunni. Þetta er engu að síður einstaklega skemmtilegur tími fyrir þá sem vinna í verslun,“ viðurkennir hún. Margrét segist lesa þó nokkuð. „Það er ekki aðfangadagskvöld nema setjast niður með góða bók. Ég er búin að kaupa bókina hennar Helgu Guðrúnar Johnson, Saga þeirra, saga mín, og hlakka mikið til að lesa hana. Þetta er bók um þrjár kynslóðir kvenna og hún lofar góðu.“ Margrét segist ætla að skreyta hjá sér um helgina, fara á jólahlaðborð með samstarfsmönnum og á jólatónleika. „Ég býst við að setja jólin upp í dag,“ segir hún en börnin hennar tvö og tengdadóttir búa heima ásamt tveimur hundum sem Margrét fer með í göngutúr á hverjum degi, enda segist hún vera komin á þann aldur að hreyfingin geri sér gott ekki síður en hundunum. Jólafréttir Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Fleiri fréttir Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira
Margrét Kristmannsdóttir framkvæmdastjóri ólst upp við verslunarrekstur og er þriðja kynslóðin sem stýrir versluninni Pfaff. Hún hefur sterkar skoðanir á verslun og þjónustu og er á móti löngum opnunartíma. Margrét stýrir ekki eingöngu versluninni Pfaff því hún hefur gegnt mörgum ábyrgðarstöðum í þjóðfélaginu. Var formaður Samtaka verslunar og þjónustu, formaður Félags kvenna í atvinnurekstri og situr nú í framkvæmdastjórn og stjórn Samtaka atvinnulífsins ásamt því að vera varaformaður. Hún á auk þess sæti í stjórn BL bílaumboðsins og rekstrarfélags Kringlunnar. Hún var spurð hvernig jólaverslunin legðist í hana. „Ég held að allir séu nokkuð bjartsýnir, tölur sýna aukinn kaupmátt og þjóðfélagið er á uppleið. Allt bendir því til þess að jólaverslun geti orðið mjög góð. Okkur finnst hún þó fara seinna af stað en búist var við og nóvember var lakari en menn reiknuðu með,“ segir hún. „Ég á þó von á að verslun verði góð síðustu dagana fyrir jólin.“ Þeir sem hafa komið til landsins undanfarið frá útlöndum hafa undrast gríðarlegan farangur landans. Margrét kannast við það. „Það er ekkert nýtt. Íslenskir kaupmenn hafa alltaf þurft að glíma við samkeppni að utan. Söluaukning á netinu er hins vegar nýjung fyrir kaupmönnum, ekki bara hérlendis heldur um allan heim. Nú er tækifæri fyrir kaupmenn að bregðast við því. Annaðhvort stöndum við okkur í samkeppninni eða erum undir. Nokkrar íslenskar verslanir hafa þegar brugðist við og sett upp vandaðar netverslanir,“ svarar Margrét.Jólin frá Kína Hvað með kaupæðið frá Kína? „Það keppir engin verslun við verðin í Kína, hvorki hér á landi né í öðrum löndum. Með lægra verði eru gæðin lakari. Saumastofur hafa fengið mörg verkefni við að breyta fatnaði sem kemur í gegnum netverslun frá Kína,“ segir Margrét. „Við sem störfum í rafmagnsvörugeiranum vitum að fólk kaupir oft köttinn í sekknum. Viðskiptavinurinn tekur ákveðna áhættu með þessum kaupum,“ segir Margrét enn fremur og bætir við að fólk sé mest að kaupa fatnað, íþróttaskó og aðrar íþróttavörur, smávörur, eins og armbandsúr og þess háttar hluti frá Kína. „Ef fólk er að kaupa jólagjafir þaðan er ekki spurning að verslanir hér munu finna fyrir því.“Tilboð og tilboð Er ekki óvenjulega mikið af tilboðum í verslunum núna? „Ég held að þau tengist vörugjaldsbreytingu sem kemur til framkvæmda eftir áramótin. Það er mál sem verslunareigendur hafa barist fyrir áratugum saman. Ef menn hefðu ekki brugðist við strax hefði fólk haldið að sér höndum með kaup á þessum vörum fram í janúar. Þá hefði jólasalan farið fyrir bí. Ég held að það sé þverpólitísk sátt um að lækka vörugjöld, enda eru þau rosalega óréttlát. Vörugjöld hafa verið á raftækjum, gólfefnum, hreinlætisvörum, ljósum, parketi, flísum, matvörum og fleiru. Ég lít þannig á að eftir þessa lækkun verði heimilin betur sett, jafnvel þótt matarverð hækki. Vonandi verður þetta líka til þess að verslunin flyst heim. Verslunin verður samkeppnishæfari og virðisaukinn skilar sér beint í ríkissjóð.“Verslunargleði Margrét segist óska að þessi ofboðslega verslunargleði Íslendinga í útlöndum fari minnkandi. „Við erum ekkert búin að gleyma verslunarferðum Íslendinga til Glasgow, Dublin, Boston og fleiri staða. Ég held að það æði sé ekki endilega að endurtaka sig. Fólk skreppur frekar til útlanda til að njóta lífsins og upplifa stemningu. Ég skrapp til Kaupmannahafnar um síðustu helgi með eiginmanninum. Við vorum bara með eina tösku sem vóg 14 kíló á heimleiðinni. Auðvitað kíktum við í búðir, það er alltaf gaman að skoða hvað fæst í útlöndum. Langskemmtilegast er þó að setjast niður með góðan mat, öl og snaps að dönskum sið. Vissulega fór það ekki fram hjá mér að allt of margir voru að rogast með þungar töskur á heimleiðinni.“Hlakkar til jóla Margrét segist ætla að kaupa allar jólagjafir á Íslandi. „Ég gef ekki margar gjafir og ekki heldur dýrar. Ég er fastheldin á alla siði tengda jólum. Maðurinn minn sér um matargerðina á heimilinu og eldar kalkún á aðfangadag ásamt tengdamóður sinni. Desember er yndislegur mánuður og ég hef lært að njóta hans fremur en að sogast inn í allt stressið. Mér finnst dásamlegt að fara á jólatónleika og út að borða á aðventunni. Það er gaman að upplifa og njóta. Í verslun er annatími á þessum árstíma en ég hef ekki boðið starfsfólki mínu upp á þessa brjálæðislega miklu opnun. Ég hef í langan tíma talað fyrir því að opnunartími á Íslandi sé alltof langur en hér erum við kaupmenn einfaldlega ekki sammála. Mín skoðun er að allt vinnandi fólk ætti að fá meiri frítíma til að njóta sín á aðventunni. Þetta er engu að síður einstaklega skemmtilegur tími fyrir þá sem vinna í verslun,“ viðurkennir hún. Margrét segist lesa þó nokkuð. „Það er ekki aðfangadagskvöld nema setjast niður með góða bók. Ég er búin að kaupa bókina hennar Helgu Guðrúnar Johnson, Saga þeirra, saga mín, og hlakka mikið til að lesa hana. Þetta er bók um þrjár kynslóðir kvenna og hún lofar góðu.“ Margrét segist ætla að skreyta hjá sér um helgina, fara á jólahlaðborð með samstarfsmönnum og á jólatónleika. „Ég býst við að setja jólin upp í dag,“ segir hún en börnin hennar tvö og tengdadóttir búa heima ásamt tveimur hundum sem Margrét fer með í göngutúr á hverjum degi, enda segist hún vera komin á þann aldur að hreyfingin geri sér gott ekki síður en hundunum.
Jólafréttir Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Fleiri fréttir Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira