Bar það til um þessar mundir? Illugi Jökulsson skrifar 21. desember 2014 10:30 Margt mælir eindregið á móti því að Jesú hafi fæðst í Betlehem og fóru Matteus og Lúkas hálfgerðar Fjallabaksleiðir til að geta látið það ganga upp. Segiði svo að trúmál geti ekki orðið misklíðarefni hér á voru kalda landi. Nú hafa sprottið upp deilur um þann nýlega sið að grunnskólarnir skuli standa fyrir hópferðum með nemendur til kirkju á aðventunni þar sem prestar kynna börnunum jólaboðskap kirkjunnar og jólaguðspjallið sjálft. Og finnst sumum þetta fallegur siður enda sé engin leið að neita því að kærleiksboðskapur Jesú Krists sé bæði fagur og hollur. Aðrir telja hér um trúarinnrætingu að ræða sem ekki sé hlutverk grunnskóla að standa í. Og ennfremur að þessar ferðir skapi alveg óþarft sundurlyndi millum þeirra foreldra og barna sem aðhyllast íslensku þjóðkirkjuna og hinna sem gera það ekki. Ekki ætla ég að blanda mér í þær deilur hér en get ekki stillt mig um að líta á nokkrar þær sögulegu flækjur sem fylgja jólaguðspjalli kirkjunnar og túlkun þess. Frásagnir guðspjallanna um fæðingu og frumbernsku Jesú eru nefnilega mjög merkilegt rannsóknarefni hvað snertir viðhorf fólks til sögunnar og sögulegs sannleika. Og þá sérstaklega hvernig sá sannleikur (eins og við þekkjum hann bestan) rímar við þær þjóðsögur og goðsagnir sem oft hafa í reynd komið í stað sannleikans í vitund fólks Þótt allir viti betur.Frásagnir af óbreyttu alþýðufólki Guðspjöll Nýja testamentisins eru fjögur, eins og allir vita. Þau eru merkileg og býsna einstæð rit, burtséð frá því hverju maður trúir um Jesú frá Nasaret og vist hans á jörð, þvíumlíkar frásagnir af óbreyttu alþýðufólki eru ekki á hverju strái frá fornöld. Fræðimenn eru sammála um að Markúsarguðspjall sé þeirra elst, líklega skrifað laust fyrir árið 70. Markús fjallar ekkert um fæðingu eða bernsku Jesú. Það er hins vegar gert í guðspjöllum Matteusar og Lúkasar sem voru sennilega skrifuð einhvern tíma á árabilinu 80-100. Jóhannesarguðspjall er almennt talið yngst þótt höfundur þess kunni reyndar að hafa stuðst að einhverju leyti við töluvert eldri heimildir. En engar heimildir hefur Jóhannes þó fundið um fæðingu Jesú.Engin Hagstofa eða bókasöfn Lítum þá á Matteus og Lúkas. Frásagnir beggja af fæðingu Jesú fjalla um atburði sem gerðust að minnsta kosti áttatíu árum áður en guðspjallamennirnir settust að skriftum, kannski nærri öld áður. Það er langur tími og segir sig sjálft að margt getur skolast til og þá sér í lagi aftur í fornöld þegar engin dagblöð og engin Hagstofa voru til og skráning bæði atburða og staðreynda frá fyrri tímum var mjög á reiki og tilviljanakennd. Matteus og Lúkas hafa því ekki getað flett upp á bókasafninu hvenær Jesú fæddist eða hvað var þá á seyði í Palestínu, heldur hafa þeir þurft að reiða sig á sögur sem þeir hafa heyrt og gengið hafa staflaust í þeim söfnuðum frumkirkjunnar sem þeir tilheyrðu. Og þær sögur hafa mótast og breyst svo að þær eru í raun gerólíkar og ekkert er sameiginlegt með jólaguðspjöllum Matteusar og Lúkasar nema að báðir segja Jesú hafa fæðst í Betlehem og foreldrar hans heitið Jósef og María. Lúkas rekur það jólaguðspjall sem allir þekkja og lesið er í öllum kirkjum landsins á aðfangadagskvöld. Þar er að finna uppbókað gistihúsið, götuna góðu og fjárhirða í haga og himneska herskara, og ættu allir að kannast við þá sögu. En Lúkas lýkur svo frásögn sinni á að Jósef og María fara með Jesú litla til Jerúsalem þar sem hann er helgaður drottni í musterinu, en því næst fara þau aftur heim til Nasaret, þar sem fjölskyldan var búsett.Önnur útgáfa Jólaguðspjall Matteusar er hins vegar allt öðruvísi. Af henni verður ekki betur séð en Jósef og María séu einfaldlega búsett í Betlehem þegar þangað komu askvaðandi vitringar þrír að leita að „hinum nýfædda konungi Gyðinga“. Stjarna ein á himnum hefur þá vísað þeim veginn þangað. Vitringarnir ganga inn í húsið þar sem María og Jósef búa. Það er sérstaklega tekið fram hjá Matteusi að um hús hafi verið að ræða, svo samkvæmt því passar ekki að vitringarnir hafi komið á fund hins nýfædda barns í fjárhúsi líkt og helgimyndir sýna margar. En þeir gefa barninu gull, reykelsi og myrru og halda síðan á brott. Áður höfðu þeir varað Maríu og Jósef við því að Heródes, þáverandi konungur Gyðinga, léti nú drepa öll nýfædd sveinbörn til að freista þess að koma fyrir kattarnef þeim kornunga konungi sem hann hefði grun um að væri í heiminn kominn. María og Jósef flýja því til Egiftalands undan morðæði Heródesar en snúa aftur til Palestínu þegar þau frétta lát hans og settust þá fyrst að í Nasaret.Jólaguðspjallið þjóðsaga Nú er það svo að fræðimenn eru almennt sammála um að ekki sé að marka þessar jólafrásagnir þeirra Lúkasar og Matteusar. Og þá á ég ekki við einhverja trúlausa skrattakolla sem sæta færis að spæla sannkristið fólk, og heldur ekki fræðaþuli sem aðhyllast önnur trúarbrögð. Alls ekki. Jafnvel vel trúaðir kristnir fræðimenn eru á þessari skoðun og öll þau fræði eru til dæmis kennd í guðfræðideild Háskóla Íslands, íslenskir prestar ganga því ekki að því gruflandi að jólaguðspjallið sé næstum áreiðanlega eintóm þjóðsaga, þótt þeir freistist stundum til að segja jólasögur guðspjallanna eins og um óvéfengjanlegar staðreyndir væri að ræða.Kappsmál að Jesú væri konungur Það er margt sem mælir eindregið á móti því að Jesú hafi fæðst í Betlehem. Í öllum guðspjöllunum er Jesú ævinlega tengdur Galíleu og þótt Palestína sé ekki mjög víðáttumikið svæði, þá voru Galílea og Júdea (þar sem Betlehem er að finna) býsna aðskilin svæði í þá daga. En guðspjallamönnunum tveimur var í mun að tengja Jesú við Betlehem, vegna þess að í Gamla testamentinu kom fram að þaðan væri Davíð konungur ættaður, sá sem mestur hafði verið Gyðinga, og í Gamla testamentinu mátti líka finna spádóm um að frá Betlehem myndi að lokum koma nýr konungur. Í þeim spádómi er að vísu greinilega átt við herskáan herkonung, en ekki kærleiksríkan friðflytjanda, en hinir frumkristnu söfnuðir settu það ekki fyrir sig. Þeim var kappsmál að sýna Gyðingum (og öðrum) fram á að hinn krossfesti Jesú hefði í raun verið konungur og löguðu þess vegna ýmsa spádóma Gamla testamentisins að honum, þar á meðal spádóminn um fæðingu hans í Betlehem.Fráleitur þvælingur á konunni Og það verður að viðurkennast að bæði Matteus og Lúkas fara hálfgerðar Fjallabaksleiðir til að geta látið Jesú fæðast í Betlehem. Ekki eru til dæmis heimildir um almennt manntal bæði í Galíleu og Júdeu um það leyti sem Lúkas vill vera láta, og jafnvel þó svo að slíkt manntal hefði verið haldið, þá hefði Jósef aldrei verið skikkaður til að fara frá heimaborg sinni Nasaret til að láta skrásetja sig í Betlehem, þó hann hefði verið ættaður þaðan (sem í sjálfu sér er ekki endilega líklegt). Manntöl sem Rómverjar létu gera snerust um að finna út fjölda skattgreiðenda á hverjum stað, og Rómverjum stóð auðvitað hjartanlega á sama um forfeðratal skattgreiðenda sinna. Fráleitast af öllu er auðvitað að María hefði þurft að þvælast með Jósef alla leið frá Nasaret til Betlehem, tala nú ekki um úr því hún var komin á steypirinn, konur voru ekki skattgreiðendur í Rómaveldi og það hefði ekki verið nokkur ástæða fyrir Jósef að leggja erfitt ferðalag á kornunga eiginkonu sína í þessu ástandi. Og ljóst má vera að frásögn Lúkasar af fæðingu Jesú í jötu er einfaldlega tilraun til að láta annan spádóm Gamla testamentisins stemma við meistarann mikla.Á að segja sanna sögu? Jólaguðspjall Matteusar er ekki miklu sennilegra, vitringarnir eru náttúrlega augljós þjóðsaga, og þótt Heródes hafi verið fantur, þá lét hann aldrei drepa smásveina af ótta við að einhver þeirra kynni að verða kóngur með tímanum. Og sagan um flótta Jósefs og Maríu til Egiftalands og seinna endurkomu þeirra til Palestínu er tilraun til að láta ævi Jesú ríma við ætthöfðingja fyrr á tíð, Jósef Jakobsson og sjálfan Móse. Frásagnir guðspjallanna eru endalaus uppspretta merkilegra hugleiðinga og hér hefur aðeins verið tæpt á fáeinum merkilegum hlutum í sambandi við jólafrásagnir þeirra. Auðvitað er fyrst og fremst litið á þær nútildags sem táknsögur: Hið saklausa, fátæka barn sem á endanum reynist höfðinginn mesti. Þetta er fallegt og uppbyggilegt, og svona sögum hafa menn alltaf verið veikir fyrir. En hin flókna spurning um samspil sögu og sannleika er hins vegar þessi: Á að segja söguna eins og hún sé sönn, jafnvel þótt áheyrendur séu lítil börn? Flækjusaga Jólafréttir Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Króli trúlofaður Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
Segiði svo að trúmál geti ekki orðið misklíðarefni hér á voru kalda landi. Nú hafa sprottið upp deilur um þann nýlega sið að grunnskólarnir skuli standa fyrir hópferðum með nemendur til kirkju á aðventunni þar sem prestar kynna börnunum jólaboðskap kirkjunnar og jólaguðspjallið sjálft. Og finnst sumum þetta fallegur siður enda sé engin leið að neita því að kærleiksboðskapur Jesú Krists sé bæði fagur og hollur. Aðrir telja hér um trúarinnrætingu að ræða sem ekki sé hlutverk grunnskóla að standa í. Og ennfremur að þessar ferðir skapi alveg óþarft sundurlyndi millum þeirra foreldra og barna sem aðhyllast íslensku þjóðkirkjuna og hinna sem gera það ekki. Ekki ætla ég að blanda mér í þær deilur hér en get ekki stillt mig um að líta á nokkrar þær sögulegu flækjur sem fylgja jólaguðspjalli kirkjunnar og túlkun þess. Frásagnir guðspjallanna um fæðingu og frumbernsku Jesú eru nefnilega mjög merkilegt rannsóknarefni hvað snertir viðhorf fólks til sögunnar og sögulegs sannleika. Og þá sérstaklega hvernig sá sannleikur (eins og við þekkjum hann bestan) rímar við þær þjóðsögur og goðsagnir sem oft hafa í reynd komið í stað sannleikans í vitund fólks Þótt allir viti betur.Frásagnir af óbreyttu alþýðufólki Guðspjöll Nýja testamentisins eru fjögur, eins og allir vita. Þau eru merkileg og býsna einstæð rit, burtséð frá því hverju maður trúir um Jesú frá Nasaret og vist hans á jörð, þvíumlíkar frásagnir af óbreyttu alþýðufólki eru ekki á hverju strái frá fornöld. Fræðimenn eru sammála um að Markúsarguðspjall sé þeirra elst, líklega skrifað laust fyrir árið 70. Markús fjallar ekkert um fæðingu eða bernsku Jesú. Það er hins vegar gert í guðspjöllum Matteusar og Lúkasar sem voru sennilega skrifuð einhvern tíma á árabilinu 80-100. Jóhannesarguðspjall er almennt talið yngst þótt höfundur þess kunni reyndar að hafa stuðst að einhverju leyti við töluvert eldri heimildir. En engar heimildir hefur Jóhannes þó fundið um fæðingu Jesú.Engin Hagstofa eða bókasöfn Lítum þá á Matteus og Lúkas. Frásagnir beggja af fæðingu Jesú fjalla um atburði sem gerðust að minnsta kosti áttatíu árum áður en guðspjallamennirnir settust að skriftum, kannski nærri öld áður. Það er langur tími og segir sig sjálft að margt getur skolast til og þá sér í lagi aftur í fornöld þegar engin dagblöð og engin Hagstofa voru til og skráning bæði atburða og staðreynda frá fyrri tímum var mjög á reiki og tilviljanakennd. Matteus og Lúkas hafa því ekki getað flett upp á bókasafninu hvenær Jesú fæddist eða hvað var þá á seyði í Palestínu, heldur hafa þeir þurft að reiða sig á sögur sem þeir hafa heyrt og gengið hafa staflaust í þeim söfnuðum frumkirkjunnar sem þeir tilheyrðu. Og þær sögur hafa mótast og breyst svo að þær eru í raun gerólíkar og ekkert er sameiginlegt með jólaguðspjöllum Matteusar og Lúkasar nema að báðir segja Jesú hafa fæðst í Betlehem og foreldrar hans heitið Jósef og María. Lúkas rekur það jólaguðspjall sem allir þekkja og lesið er í öllum kirkjum landsins á aðfangadagskvöld. Þar er að finna uppbókað gistihúsið, götuna góðu og fjárhirða í haga og himneska herskara, og ættu allir að kannast við þá sögu. En Lúkas lýkur svo frásögn sinni á að Jósef og María fara með Jesú litla til Jerúsalem þar sem hann er helgaður drottni í musterinu, en því næst fara þau aftur heim til Nasaret, þar sem fjölskyldan var búsett.Önnur útgáfa Jólaguðspjall Matteusar er hins vegar allt öðruvísi. Af henni verður ekki betur séð en Jósef og María séu einfaldlega búsett í Betlehem þegar þangað komu askvaðandi vitringar þrír að leita að „hinum nýfædda konungi Gyðinga“. Stjarna ein á himnum hefur þá vísað þeim veginn þangað. Vitringarnir ganga inn í húsið þar sem María og Jósef búa. Það er sérstaklega tekið fram hjá Matteusi að um hús hafi verið að ræða, svo samkvæmt því passar ekki að vitringarnir hafi komið á fund hins nýfædda barns í fjárhúsi líkt og helgimyndir sýna margar. En þeir gefa barninu gull, reykelsi og myrru og halda síðan á brott. Áður höfðu þeir varað Maríu og Jósef við því að Heródes, þáverandi konungur Gyðinga, léti nú drepa öll nýfædd sveinbörn til að freista þess að koma fyrir kattarnef þeim kornunga konungi sem hann hefði grun um að væri í heiminn kominn. María og Jósef flýja því til Egiftalands undan morðæði Heródesar en snúa aftur til Palestínu þegar þau frétta lát hans og settust þá fyrst að í Nasaret.Jólaguðspjallið þjóðsaga Nú er það svo að fræðimenn eru almennt sammála um að ekki sé að marka þessar jólafrásagnir þeirra Lúkasar og Matteusar. Og þá á ég ekki við einhverja trúlausa skrattakolla sem sæta færis að spæla sannkristið fólk, og heldur ekki fræðaþuli sem aðhyllast önnur trúarbrögð. Alls ekki. Jafnvel vel trúaðir kristnir fræðimenn eru á þessari skoðun og öll þau fræði eru til dæmis kennd í guðfræðideild Háskóla Íslands, íslenskir prestar ganga því ekki að því gruflandi að jólaguðspjallið sé næstum áreiðanlega eintóm þjóðsaga, þótt þeir freistist stundum til að segja jólasögur guðspjallanna eins og um óvéfengjanlegar staðreyndir væri að ræða.Kappsmál að Jesú væri konungur Það er margt sem mælir eindregið á móti því að Jesú hafi fæðst í Betlehem. Í öllum guðspjöllunum er Jesú ævinlega tengdur Galíleu og þótt Palestína sé ekki mjög víðáttumikið svæði, þá voru Galílea og Júdea (þar sem Betlehem er að finna) býsna aðskilin svæði í þá daga. En guðspjallamönnunum tveimur var í mun að tengja Jesú við Betlehem, vegna þess að í Gamla testamentinu kom fram að þaðan væri Davíð konungur ættaður, sá sem mestur hafði verið Gyðinga, og í Gamla testamentinu mátti líka finna spádóm um að frá Betlehem myndi að lokum koma nýr konungur. Í þeim spádómi er að vísu greinilega átt við herskáan herkonung, en ekki kærleiksríkan friðflytjanda, en hinir frumkristnu söfnuðir settu það ekki fyrir sig. Þeim var kappsmál að sýna Gyðingum (og öðrum) fram á að hinn krossfesti Jesú hefði í raun verið konungur og löguðu þess vegna ýmsa spádóma Gamla testamentisins að honum, þar á meðal spádóminn um fæðingu hans í Betlehem.Fráleitur þvælingur á konunni Og það verður að viðurkennast að bæði Matteus og Lúkas fara hálfgerðar Fjallabaksleiðir til að geta látið Jesú fæðast í Betlehem. Ekki eru til dæmis heimildir um almennt manntal bæði í Galíleu og Júdeu um það leyti sem Lúkas vill vera láta, og jafnvel þó svo að slíkt manntal hefði verið haldið, þá hefði Jósef aldrei verið skikkaður til að fara frá heimaborg sinni Nasaret til að láta skrásetja sig í Betlehem, þó hann hefði verið ættaður þaðan (sem í sjálfu sér er ekki endilega líklegt). Manntöl sem Rómverjar létu gera snerust um að finna út fjölda skattgreiðenda á hverjum stað, og Rómverjum stóð auðvitað hjartanlega á sama um forfeðratal skattgreiðenda sinna. Fráleitast af öllu er auðvitað að María hefði þurft að þvælast með Jósef alla leið frá Nasaret til Betlehem, tala nú ekki um úr því hún var komin á steypirinn, konur voru ekki skattgreiðendur í Rómaveldi og það hefði ekki verið nokkur ástæða fyrir Jósef að leggja erfitt ferðalag á kornunga eiginkonu sína í þessu ástandi. Og ljóst má vera að frásögn Lúkasar af fæðingu Jesú í jötu er einfaldlega tilraun til að láta annan spádóm Gamla testamentisins stemma við meistarann mikla.Á að segja sanna sögu? Jólaguðspjall Matteusar er ekki miklu sennilegra, vitringarnir eru náttúrlega augljós þjóðsaga, og þótt Heródes hafi verið fantur, þá lét hann aldrei drepa smásveina af ótta við að einhver þeirra kynni að verða kóngur með tímanum. Og sagan um flótta Jósefs og Maríu til Egiftalands og seinna endurkomu þeirra til Palestínu er tilraun til að láta ævi Jesú ríma við ætthöfðingja fyrr á tíð, Jósef Jakobsson og sjálfan Móse. Frásagnir guðspjallanna eru endalaus uppspretta merkilegra hugleiðinga og hér hefur aðeins verið tæpt á fáeinum merkilegum hlutum í sambandi við jólafrásagnir þeirra. Auðvitað er fyrst og fremst litið á þær nútildags sem táknsögur: Hið saklausa, fátæka barn sem á endanum reynist höfðinginn mesti. Þetta er fallegt og uppbyggilegt, og svona sögum hafa menn alltaf verið veikir fyrir. En hin flókna spurning um samspil sögu og sannleika er hins vegar þessi: Á að segja söguna eins og hún sé sönn, jafnvel þótt áheyrendur séu lítil börn?
Flækjusaga Jólafréttir Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Króli trúlofaður Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira