Svínað á atvinnulausum Magnús Már Guðmundsson skrifar 30. desember 2014 07:00 Nú um áramótin styttist réttur fólks til atvinnuleysisbóta, en á sama tíma verða veiðigjöld á útgerðina lækkuð og auðlegðarskatturinn afnuminn. Áfram mokar ríkisstjórnin undir þá sem nóg hafa milli handanna, en þyngir byrðar þeirra sem minna hafa á milli handanna. Um er ræða einn af niðurskurðarliðum fjárlagafrumvarpsins sem ríkisstjórnarflokkarnir tveir samþykktu skömmu fyrir jól. Fyrirvarinn á þessum breytingum er óboðlega stuttur og bitnar aðgerðin á um 500 manns strax 1. janúar. Þá vekur athygli að tryggingargjaldið sem notað er til að fjármagna atvinnuleysistryggingarsjóð er ekki lækkað í takt við þessa skerðingu.Margar vondar ákvarðanir Styttingin á hámarksgreiðslutímabili atvinnuleysisbóta fékk ef til vill minni athygli en ella enda hefur verið af nógu að taka þegar kemur að vondum áherslum og ákvörðunum ríkisstjórnarinnar. Mál eins og þetta einfaldlega týnist innan um alla hina vitleysuna á borð við heilbrigðiskerfi í upplausn, matarskatt, ferðamannapassa, nýja höfuðborg í Skagafirði, niðurskurð á RÚV, bókaskatt og þá gölnu ákvörðun að meina 25 ára og eldri aðgang að framhaldsskólum. Þessi upptalning er ekki tæmandi.Glórulaus pólitík Næstum því tíundi hver skjólstæðingur Vinnumálastofnunar missir bótaréttinn um áramótin og þá áætlar ASÍ að allt að 1.500 manns missi rétt til atvinnuleysisbóta á árinu 2015. Vandi fólks án atvinnu leysist ekki með þessum breytingum. Þetta virkar ekki sem hvati fyrir fólk að leita sér að vinnu. Þvert á móti. Og kostnaðurinn gufar heldur ekki upp. Ljóst er að fleiri munu nú njóta fjárhagsaðstoðar hjá sveitarfélögunum en áður vegna þessarar breytingar. Samband íslenskra sveitarfélaga telur að á næsta ári muni aukinn kostnaður verða um hálfur milljarður króna, en nú þegar er kostnaður sveitarfélaganna við fjárhagsaðstoð fimm milljarðar á ári, þar af tæpir þrír í Reykjavík. Það sér hver heilvita maður að hér er gengið afar harkalega fram auk þess sem fyrirvarinn á breytingunum er allt of stuttur. Það er orðið löngu ljóst að sitjandi ríkisstjórn vinnur ekki að því að skipta hinni margumtöluðu köku jafnt heldur eiga þeir sem þurfa ekki á því að halda alltaf að fá meira og meira. Það er glórulaus pólitík hjá ríkisstjórn ríka fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Már Guðmundsson Mest lesið Halldór 08.02.2025 Halldór Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson skrifar Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nú um áramótin styttist réttur fólks til atvinnuleysisbóta, en á sama tíma verða veiðigjöld á útgerðina lækkuð og auðlegðarskatturinn afnuminn. Áfram mokar ríkisstjórnin undir þá sem nóg hafa milli handanna, en þyngir byrðar þeirra sem minna hafa á milli handanna. Um er ræða einn af niðurskurðarliðum fjárlagafrumvarpsins sem ríkisstjórnarflokkarnir tveir samþykktu skömmu fyrir jól. Fyrirvarinn á þessum breytingum er óboðlega stuttur og bitnar aðgerðin á um 500 manns strax 1. janúar. Þá vekur athygli að tryggingargjaldið sem notað er til að fjármagna atvinnuleysistryggingarsjóð er ekki lækkað í takt við þessa skerðingu.Margar vondar ákvarðanir Styttingin á hámarksgreiðslutímabili atvinnuleysisbóta fékk ef til vill minni athygli en ella enda hefur verið af nógu að taka þegar kemur að vondum áherslum og ákvörðunum ríkisstjórnarinnar. Mál eins og þetta einfaldlega týnist innan um alla hina vitleysuna á borð við heilbrigðiskerfi í upplausn, matarskatt, ferðamannapassa, nýja höfuðborg í Skagafirði, niðurskurð á RÚV, bókaskatt og þá gölnu ákvörðun að meina 25 ára og eldri aðgang að framhaldsskólum. Þessi upptalning er ekki tæmandi.Glórulaus pólitík Næstum því tíundi hver skjólstæðingur Vinnumálastofnunar missir bótaréttinn um áramótin og þá áætlar ASÍ að allt að 1.500 manns missi rétt til atvinnuleysisbóta á árinu 2015. Vandi fólks án atvinnu leysist ekki með þessum breytingum. Þetta virkar ekki sem hvati fyrir fólk að leita sér að vinnu. Þvert á móti. Og kostnaðurinn gufar heldur ekki upp. Ljóst er að fleiri munu nú njóta fjárhagsaðstoðar hjá sveitarfélögunum en áður vegna þessarar breytingar. Samband íslenskra sveitarfélaga telur að á næsta ári muni aukinn kostnaður verða um hálfur milljarður króna, en nú þegar er kostnaður sveitarfélaganna við fjárhagsaðstoð fimm milljarðar á ári, þar af tæpir þrír í Reykjavík. Það sér hver heilvita maður að hér er gengið afar harkalega fram auk þess sem fyrirvarinn á breytingunum er allt of stuttur. Það er orðið löngu ljóst að sitjandi ríkisstjórn vinnur ekki að því að skipta hinni margumtöluðu köku jafnt heldur eiga þeir sem þurfa ekki á því að halda alltaf að fá meira og meira. Það er glórulaus pólitík hjá ríkisstjórn ríka fólksins.
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun
Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun