Græn höfuðborg Skúli Helgason skrifar 3. febrúar 2014 07:00 Meirihluti Samfylkingarinnar og Besta flokksins í Reykjavík hefur staðið dyggan vörð um grænar áherslur á kjörtímabilinu og nú þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks grefur markvisst undan vægi umhverfismála við landsstjórnina er mikilvægt að Reykjavíkurborg spyrni fast við fótum og taki forystu í þessum málaflokki. Ég leiddi á sínum tíma stefnumörkun Alþingis um eflingu græna hagkerfisins í góðu samstarfi við fulltrúa allra þingflokka. Stefnan fól í sér tillögur um fjárfestingar í grænni atvinnustarfsemi, fræðslu á öllum skólastigum, hagræna hvata til að efla umhverfisstjórnun og orkuskipti, áherslu á vistvæn innkaup o.fl. Ríki heims hafa litið til græna hagkerfisins til að vega á móti skaðlegum áhrifum loftslagsbreytinga af manna völdum og undirstrika mikilvægi sjálfbærrar þróunar þar sem breytni okkar í dag er sett í siðferðilegt samhengi við hag komandi kynslóða. Reykjavíkurborg hefur þegar sýnt vilja sinn í verki með grænum áherslum í atvinnustefnu og nýju aðalskipulagi. Þá má nefna Græn skref, umhverfisstjórnunarkerfi sem þróað var í samstarfi við Harvard háskóla og gengur út á að efla vistvænan rekstur og minnka umhverfisáhrif sveitarfélagsins með kerfisbundnum hætti. Verkefnið hefur staðið í rúm 3 ár og taka nú þátt 95 vinnustaðir borgarinnar. Ný ríkisstjórn ákvað að fella úr gildi ákvarðanir Alþingis um fjárveitingar til græna hagkerfisins þvert á eigin yfirlýsingar um mikilvægi fjárfestinga. Nú er því þörf á nýrri forystu fyrir græna hagkerfið og þar er Reykjavíkurborg kjörin. Borgin á t.d. að taka forystu fyrir vernd gegn mengun hafsvæða og hafnarsvæða í samvinnu við háskóla, sérfræðinga og frumkvöðla í atvinnulífinu í grænni tækni. Gríðarlegir hagsmunir liggja í því fyrir Ísland að aukin skipaumferð á norðurslóðum leiði ekki af sér stóraukna mengun og hættu á umhverfisslysum á fiskimiðum, einni helstu auðlind þjóðarinnar. Ég vil beita mér fyrir því að Reykjavík beiti sér sem höfuðborg græna hagkerfisins í góðu samstarfi við önnur sveitarfélög, félagasamtök og almenning og haldi grænum áherslum hátt á lofti við kynningu á borginni á erlendum vettvangi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Meirihluti Samfylkingarinnar og Besta flokksins í Reykjavík hefur staðið dyggan vörð um grænar áherslur á kjörtímabilinu og nú þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks grefur markvisst undan vægi umhverfismála við landsstjórnina er mikilvægt að Reykjavíkurborg spyrni fast við fótum og taki forystu í þessum málaflokki. Ég leiddi á sínum tíma stefnumörkun Alþingis um eflingu græna hagkerfisins í góðu samstarfi við fulltrúa allra þingflokka. Stefnan fól í sér tillögur um fjárfestingar í grænni atvinnustarfsemi, fræðslu á öllum skólastigum, hagræna hvata til að efla umhverfisstjórnun og orkuskipti, áherslu á vistvæn innkaup o.fl. Ríki heims hafa litið til græna hagkerfisins til að vega á móti skaðlegum áhrifum loftslagsbreytinga af manna völdum og undirstrika mikilvægi sjálfbærrar þróunar þar sem breytni okkar í dag er sett í siðferðilegt samhengi við hag komandi kynslóða. Reykjavíkurborg hefur þegar sýnt vilja sinn í verki með grænum áherslum í atvinnustefnu og nýju aðalskipulagi. Þá má nefna Græn skref, umhverfisstjórnunarkerfi sem þróað var í samstarfi við Harvard háskóla og gengur út á að efla vistvænan rekstur og minnka umhverfisáhrif sveitarfélagsins með kerfisbundnum hætti. Verkefnið hefur staðið í rúm 3 ár og taka nú þátt 95 vinnustaðir borgarinnar. Ný ríkisstjórn ákvað að fella úr gildi ákvarðanir Alþingis um fjárveitingar til græna hagkerfisins þvert á eigin yfirlýsingar um mikilvægi fjárfestinga. Nú er því þörf á nýrri forystu fyrir græna hagkerfið og þar er Reykjavíkurborg kjörin. Borgin á t.d. að taka forystu fyrir vernd gegn mengun hafsvæða og hafnarsvæða í samvinnu við háskóla, sérfræðinga og frumkvöðla í atvinnulífinu í grænni tækni. Gríðarlegir hagsmunir liggja í því fyrir Ísland að aukin skipaumferð á norðurslóðum leiði ekki af sér stóraukna mengun og hættu á umhverfisslysum á fiskimiðum, einni helstu auðlind þjóðarinnar. Ég vil beita mér fyrir því að Reykjavík beiti sér sem höfuðborg græna hagkerfisins í góðu samstarfi við önnur sveitarfélög, félagasamtök og almenning og haldi grænum áherslum hátt á lofti við kynningu á borginni á erlendum vettvangi.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar