Auddi tekur upp nýja Atvinnumenn Kjartan Atli Kjartansson skrifar 13. janúar 2015 14:16 Meðal þeirra sem hafa verið nefnd í tengslum við nýja þætti eru Kolbeinn Sigþórsson, Helena Sverrisdóttir og Gylfi Sigurðsson. Auðunn Blöndal mun gera nýja þáttaröð af Atvinnumönnunum okkar, en fyrri þáttaröðin naut mikilla vinsælda á sínum tíma. Í þáttunum heimsækir Auðunn íslenska afreksmenn í íþróttum. „Þetta verða sex þættir og við munum heimsækja nýja atvinnumenn, þetta verða allt ný nöfn,“ segir Auðunn í samtali við Vísi. Hann segir að einhverjir hafi velt því fyrir sér hvort hann ætlaði sér að fara til Barcelona að heimsækja handknattleiksmanninn Guðjón Val Sigurðsson eða til Bolton að heimsækja knattspyrnukappann Eið Smára Guðjohnsen. Þeir voru báðir í síðustu þáttaröð og verða því ekki heimsóttir af þessu sinni. Af nógu er að taka þegar það kemur að íslenskum atvinnumönnum erlendis. Auðunn varpaði spurningu fram á Twitter hvaða atvinnumenn fólk vildi að hann myndi heimsækja. Svörin létu ekki á sér standa. Stungið var upp á nöfnum eins og Gylfi Sigurðsson, Kolbeinn Sigþórsson, Helena Sverrisdóttir og Ragnar Sigurðsson.Hér má sjá kynningu frá fyrstu þáttaröðinni. Auðunn segir ekki vera búið að ákveða hvert verður farið. En hann segir að allir sem hann hafi talað við að svo stöddu hafi tekið vel í hugmyndina um heimsókn. „Allir sem ég hef talað við eru meira en til í þetta. Við erum byrjuð að undirbúa þættina og svo munur tökur hefjast í lok sumars og standa fram á haust. Við stefnum af því að hafa þættina mjög „current“ og munum reyna að stökkva til ef eitthvað stórt gerist hjá einhverjum atvinnumanninum okkar.“ Auðunn segir að huga þurfi að heilmiklu þegar lagt er af stað með tökulið erlendis. „Síðast vorum við alveg með fimm til sex manns að ferðast um Evrópu.“ Þá var Hannes Þór Halldórsson leikstjóri þáttanna og ferðaðist með Auðunni til atvinnumannanna sem voru til umfjöllunar í þáttunum. Eins og flestir vita er Hannes nú landsliðsmarkvörður Íslands í knattspyrnu og sjálfur atvinnumaður. „Já, nú gæti maður jafnvel þurft að heimsækja leikstjórann,“ segir Auðunn og hlær. Hér að neðan má sjá brot úr fyrstu þáttaröðinni. Atvinnumennirnir okkar Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Fleiri fréttir Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Sjá meira
Auðunn Blöndal mun gera nýja þáttaröð af Atvinnumönnunum okkar, en fyrri þáttaröðin naut mikilla vinsælda á sínum tíma. Í þáttunum heimsækir Auðunn íslenska afreksmenn í íþróttum. „Þetta verða sex þættir og við munum heimsækja nýja atvinnumenn, þetta verða allt ný nöfn,“ segir Auðunn í samtali við Vísi. Hann segir að einhverjir hafi velt því fyrir sér hvort hann ætlaði sér að fara til Barcelona að heimsækja handknattleiksmanninn Guðjón Val Sigurðsson eða til Bolton að heimsækja knattspyrnukappann Eið Smára Guðjohnsen. Þeir voru báðir í síðustu þáttaröð og verða því ekki heimsóttir af þessu sinni. Af nógu er að taka þegar það kemur að íslenskum atvinnumönnum erlendis. Auðunn varpaði spurningu fram á Twitter hvaða atvinnumenn fólk vildi að hann myndi heimsækja. Svörin létu ekki á sér standa. Stungið var upp á nöfnum eins og Gylfi Sigurðsson, Kolbeinn Sigþórsson, Helena Sverrisdóttir og Ragnar Sigurðsson.Hér má sjá kynningu frá fyrstu þáttaröðinni. Auðunn segir ekki vera búið að ákveða hvert verður farið. En hann segir að allir sem hann hafi talað við að svo stöddu hafi tekið vel í hugmyndina um heimsókn. „Allir sem ég hef talað við eru meira en til í þetta. Við erum byrjuð að undirbúa þættina og svo munur tökur hefjast í lok sumars og standa fram á haust. Við stefnum af því að hafa þættina mjög „current“ og munum reyna að stökkva til ef eitthvað stórt gerist hjá einhverjum atvinnumanninum okkar.“ Auðunn segir að huga þurfi að heilmiklu þegar lagt er af stað með tökulið erlendis. „Síðast vorum við alveg með fimm til sex manns að ferðast um Evrópu.“ Þá var Hannes Þór Halldórsson leikstjóri þáttanna og ferðaðist með Auðunni til atvinnumannanna sem voru til umfjöllunar í þáttunum. Eins og flestir vita er Hannes nú landsliðsmarkvörður Íslands í knattspyrnu og sjálfur atvinnumaður. „Já, nú gæti maður jafnvel þurft að heimsækja leikstjórann,“ segir Auðunn og hlær. Hér að neðan má sjá brot úr fyrstu þáttaröðinni.
Atvinnumennirnir okkar Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Fleiri fréttir Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Sjá meira