Í ferðaþáttunum Illa farnir ferðast hinir viðkunnanlegu félagar Davíð Arnar, Arnar Þór og Brynjólfur um Ísland í sextán þáttum með það að markmiði að kynnast landinu og lenda í ævintýrum.
Í fyrstu þáttunum ferðuðust þeir um Suðurland. Þeir halda nú til Akureyrar og ætla að taka Norðurlandið fyrir í næstu þáttum.
Á leiðinni norður taka þeir stutt stopp hjá Herdísi á Áskaffi, sem er á bænum Glaumbæ, rétt hjá Varmahlíð. Þeir höfðu frétt að hjá henni væru bestu kökur fjórðungsins að finna.
Strákarnir hreiðra svo um sig í sæluhúsum Akureyrar og kíkja niður í bæ á Bautann og fjörið.
Daginn eftir kíkja þeir bak við Skautahöllina á Akureyri, þar sem er snjóbrettamenn bæjarins hafa stillt upp svokölluðu "jibb setup" þar sem er hægt að æfa sig á snjóbretti strax um haustið.
Þetta er fimmti þáttur af Illa farnir. Alls verða þættirnir sextán talsins, fjórir frá hverjum landshluta.
Syndir norðursins
Tengdar fréttir

Fyrsti þáttur af Illa farnir
Strákarnir í Illa farnir láta gamminn geysa í Adrenalíngarðinum.

Fundu falda gleðibumbu
Þrír félagar ferðast um Ísland með það að markmiði að kynnast landinu og lenda í ævintýrum.

Fundu leynistað undir Eyjafjöllum
Strákarnir í Illa farnir halda áfram ferðalagi sínu um Suðurland.

„Nennti ekki að bleyta nærbuxurnar og vera síðan með sand í pjöllunni“
Í ferðaþáttunum Illa farnir ferðast félagarnir Davíð Arnar, Arnar Þór og Brynjólfur um Ísland með það að markmiði að kynnast landinu og lenda í ævintýrum.