Real Madrid vann sinn fjórða leik í röð þegar liðið lagði Real Sociedad að velli á Santiago Bernabeu með þremur mörkum gegn einu í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.
Þetta byrjaði ekki vel fyrir Evrópumeistarana í dag en strax á 1. mínútu kom Artiz Elustondo Sociedad yfir eftir sendingu frá Rubén Pardo.
Madrídingar, sem léku án Cristianos Ronaldo sem tók út leikbann, voru þó ekki lengi að jafna sig og aðeins tveimur mínútum seinna jafnaði James Rodríguez metin með skalla eftir fyrirgjöf Marcelos.
Sjö mínútum fyrir hálfleik kom Sergio Ramos Real Madrid í 2-1 og á 52. mínútu skoraði Karim Benzema þriðja markið eftir sendingu frá Gareth Bale.
Frakkinn var svo aftur á ferðinni á 76. mínútu þegar hann kom Real Madrid í 4-1 eftir sendingu frá Isco. Þetta var 11. deildarmark Benzema í vetur.
Með sigrinum náði Real Madrid fjögurra stiga forskoti á Barcelona á toppi deildarinnar.
Real Sociedad er í 11. sæti með 22 stig. Alfreð Finnbogason sat allan tímann á varamannabekknum í dag.
Fjarvera Ronaldo skipti engu | Alfreð ónotaður varamaður
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið








Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið
Íslenski boltinn


Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn
Íslenski boltinn