Vinnur Jóhann Jóhannsson BAFTA verðlaun? Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 8. febrúar 2015 12:12 Jóhann Jóhannsson, tónskáld. Vísir/Getty Brestu kvikmyndaverðlaunin BAFTA verða veitt í konunglega óperuhúsinu í London í kvöld en þar er tónskáldið Jóhann Jóhannsson tilnefndur fyrir bestu tónlistina í kvikmyndinni the Theory of Everything. Jóhann er einnig tilnefndur til Óskarsverðlauna. BAFTA verðlaun bresku sjónvarps- og kvikmyndaakademíunnar hafa verið veitt frá árinu 1955, en Charlie Chaplin var fyrstur til að hljóta verðlaunin. Verðlaunastytturnar sem keppt er um eru nokkuð sérstakar, en þær eru úr bronsi og vega næstum fjögur kíló. Sjónvarpsmaðurinn Stephen Fry verður kynnir hátíðarinnar í ár. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Íslendingur kemur við sögu á BAFTA verðlaununum en til að mynda vann tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds í fyrra fyrir frumsamda tónlist í sjónvarpsþáttunum Broadchurch, og Valdís Óskarsdóttir hlaut verðlaunin árið 2005 fyrir bestu klippingu á kvimyndinni Eternal Sunshine of The Spotless Mind. Kvikmyndin The Grand Budapest Hotel er tilnefnd til flestra BAFTA verðlauna í ár, eða ellefu. The Theory of everything er tilnefnd til tíu verðlauna, sem og kvikmyndin Birdman. Í flokki kvikmyndatónlistar í ár eru auk Jóhanns Jóhanssonar tilnefndir Mica Levi fyrir Under the skin, Alexandre Desplat fyrir The Grand Budapest Hotel, Antonio Sanchez fyrir Birdman og Hans Zimmer fyrir Interstellar. Jóhann hefur nú þegar sigrað þá þrjá síðastnefndu þegar hann vann Golden Globe verðlaunin í janúar, og etur hann aftur kappi við þá á Óskarsverðlaununum sem verða veitt í Hollywood eftir tvær vikur, eða 22 febrúar næstkomandi. Þykja BAFTA verðlaunin gefa góða vísbendingu um hvað koma skal á Óskarnum og því verður spennandi að fylgjast með hvað kvöldið ber í skauti sér. BAFTA Golden Globes Óskarinn Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp Tvö ár í stofufangelsi Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Fleiri fréttir Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Sjá meira
Brestu kvikmyndaverðlaunin BAFTA verða veitt í konunglega óperuhúsinu í London í kvöld en þar er tónskáldið Jóhann Jóhannsson tilnefndur fyrir bestu tónlistina í kvikmyndinni the Theory of Everything. Jóhann er einnig tilnefndur til Óskarsverðlauna. BAFTA verðlaun bresku sjónvarps- og kvikmyndaakademíunnar hafa verið veitt frá árinu 1955, en Charlie Chaplin var fyrstur til að hljóta verðlaunin. Verðlaunastytturnar sem keppt er um eru nokkuð sérstakar, en þær eru úr bronsi og vega næstum fjögur kíló. Sjónvarpsmaðurinn Stephen Fry verður kynnir hátíðarinnar í ár. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Íslendingur kemur við sögu á BAFTA verðlaununum en til að mynda vann tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds í fyrra fyrir frumsamda tónlist í sjónvarpsþáttunum Broadchurch, og Valdís Óskarsdóttir hlaut verðlaunin árið 2005 fyrir bestu klippingu á kvimyndinni Eternal Sunshine of The Spotless Mind. Kvikmyndin The Grand Budapest Hotel er tilnefnd til flestra BAFTA verðlauna í ár, eða ellefu. The Theory of everything er tilnefnd til tíu verðlauna, sem og kvikmyndin Birdman. Í flokki kvikmyndatónlistar í ár eru auk Jóhanns Jóhanssonar tilnefndir Mica Levi fyrir Under the skin, Alexandre Desplat fyrir The Grand Budapest Hotel, Antonio Sanchez fyrir Birdman og Hans Zimmer fyrir Interstellar. Jóhann hefur nú þegar sigrað þá þrjá síðastnefndu þegar hann vann Golden Globe verðlaunin í janúar, og etur hann aftur kappi við þá á Óskarsverðlaununum sem verða veitt í Hollywood eftir tvær vikur, eða 22 febrúar næstkomandi. Þykja BAFTA verðlaunin gefa góða vísbendingu um hvað koma skal á Óskarnum og því verður spennandi að fylgjast með hvað kvöldið ber í skauti sér.
BAFTA Golden Globes Óskarinn Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp Tvö ár í stofufangelsi Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Fleiri fréttir Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Sjá meira