Gulli byggir tilnefndur: "Meira en bara sjónvarpssmiður“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 3. febrúar 2015 18:00 Gunnlaugur Helgason „Þú ert í raun sá fyrsti sem hringir,“ segir Gunnlaugur Helgason, einnig þekktur sem Gulli byggir, húsasmíðameistari og dagskrárgerðarmaður. Þriðja sería þáttanna Gulli byggir hefur verið tilnefnd til Edduverðlauna sem besti þáttur í lífsstílsflokki. „Þetta er auðvitað stærsti flokkurinn og allt annað er bara upphitun fyrir hann,“ grínast hann með og hlær. „Ef ég segi þér alveg eins og er þá átti ég ekki von á þessu fyrst að fyrri tvær seríurnar voru ekki tilnefndar,“ segir Gulli. Hann bætir þó við að þessi sé öðruvísi að því leiti að lokaniðurstaða hvers viðfangsefnis fyrir sig hafi fengist í lok hvers þáttar í stað lokaþáttarins.Sjá einnig:Tilnefningar til Eddunnar 2015 Hann vill ekki gera upp á milli þáttaraðanna en segir þó sú nýjasta sé hraðari en þær sem á undan komu. Í upphafi hafi verið áætlað að þrír mánuðir færu í gerð þáttanna en þeir urðu á endanum níu talsins. „Það skilar sér í betra efni. Ég get alveg skilið hvers vegna ég var tilnefndur nú en ekki áður.“ „Við byrjuðum strax að tala um aðra seríu í kjölfar hinnar en útlit hennar veltur mikið á því hve mikinn tíma ég mun hafa,“ segir Gulli. Það sé ekki komið í ljós hvernig þáttaröðin muni verða eða hvenær hún verði tilbúin, það skýrist betur með tíð og tíma. Mögulega sé stefnt að því að hún komi strax í haust.Sjá einnig:Þarf klikkaðan mann eins og mig í eitthvað svona Þegar blaðamaður heyrði í Gulla var hann upptekinn við að henda rusli upp á kerru og fara með í Sorpu. „Það er eitt af því sem maður verður að gera þegar maður er í þessu. Ég hef oft lent í því þegar ég er að vinna að fólk stöðvar hjá mér, horfir á mig í smá stund áður en það segir; „Nú, ég hélt þú værir bara svona sjónvarpssmiður.““ „Ég er alveg í skýjunum með tilnefninguna, þú mátt hafa það eftir mér. Himinlifandi alveg hreint,“ segir Gunnlaugur að lokum. Verðlaunaafhending Eddunnar fer fram 21. febrúar næstkomandi og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 í opinni dagskrá. Gulli byggir Tengdar fréttir Í hláturskasti vegna ommelettuuppskriftar Gordon Ramsey Umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni áttu í vandræðum með að hemja hláturinn í morgun. 15. janúar 2015 19:13 Glæpasagnadrottning gefur ráð í þáttum Gulla Helga "Ég er svo glöð að einhver á Íslandi sé að búa til sjónvarpsefni um framkvæmdir að það var auðsótt mál að fá mig til að taka þátt,“ segir Yrsa Sigurðardóttir, rithöfundur og verkfræðingur, sem verður ráðgjafi í nýrri þáttaröð af byggingarþáttum fjölmiðlamannsins og smiðsins Gunnlaugs Helgasonar, Gulli byggir. 4. apríl 2012 15:30 Dæmi um að asbest sé losað í venjulega ruslagáma Fólk getur þurft að greiða hátt í hundrað þúsund krónur fyrir förgun á asbesti. Efnið er baneitrað en hætt er við að farið sé á svig við reglur um förgun vegna hás kostnaðar eða vanþekkingar. 6. nóvember 2014 17:55 Mest lesið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Fleiri fréttir „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Sjá meira
„Þú ert í raun sá fyrsti sem hringir,“ segir Gunnlaugur Helgason, einnig þekktur sem Gulli byggir, húsasmíðameistari og dagskrárgerðarmaður. Þriðja sería þáttanna Gulli byggir hefur verið tilnefnd til Edduverðlauna sem besti þáttur í lífsstílsflokki. „Þetta er auðvitað stærsti flokkurinn og allt annað er bara upphitun fyrir hann,“ grínast hann með og hlær. „Ef ég segi þér alveg eins og er þá átti ég ekki von á þessu fyrst að fyrri tvær seríurnar voru ekki tilnefndar,“ segir Gulli. Hann bætir þó við að þessi sé öðruvísi að því leiti að lokaniðurstaða hvers viðfangsefnis fyrir sig hafi fengist í lok hvers þáttar í stað lokaþáttarins.Sjá einnig:Tilnefningar til Eddunnar 2015 Hann vill ekki gera upp á milli þáttaraðanna en segir þó sú nýjasta sé hraðari en þær sem á undan komu. Í upphafi hafi verið áætlað að þrír mánuðir færu í gerð þáttanna en þeir urðu á endanum níu talsins. „Það skilar sér í betra efni. Ég get alveg skilið hvers vegna ég var tilnefndur nú en ekki áður.“ „Við byrjuðum strax að tala um aðra seríu í kjölfar hinnar en útlit hennar veltur mikið á því hve mikinn tíma ég mun hafa,“ segir Gulli. Það sé ekki komið í ljós hvernig þáttaröðin muni verða eða hvenær hún verði tilbúin, það skýrist betur með tíð og tíma. Mögulega sé stefnt að því að hún komi strax í haust.Sjá einnig:Þarf klikkaðan mann eins og mig í eitthvað svona Þegar blaðamaður heyrði í Gulla var hann upptekinn við að henda rusli upp á kerru og fara með í Sorpu. „Það er eitt af því sem maður verður að gera þegar maður er í þessu. Ég hef oft lent í því þegar ég er að vinna að fólk stöðvar hjá mér, horfir á mig í smá stund áður en það segir; „Nú, ég hélt þú værir bara svona sjónvarpssmiður.““ „Ég er alveg í skýjunum með tilnefninguna, þú mátt hafa það eftir mér. Himinlifandi alveg hreint,“ segir Gunnlaugur að lokum. Verðlaunaafhending Eddunnar fer fram 21. febrúar næstkomandi og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 í opinni dagskrá.
Gulli byggir Tengdar fréttir Í hláturskasti vegna ommelettuuppskriftar Gordon Ramsey Umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni áttu í vandræðum með að hemja hláturinn í morgun. 15. janúar 2015 19:13 Glæpasagnadrottning gefur ráð í þáttum Gulla Helga "Ég er svo glöð að einhver á Íslandi sé að búa til sjónvarpsefni um framkvæmdir að það var auðsótt mál að fá mig til að taka þátt,“ segir Yrsa Sigurðardóttir, rithöfundur og verkfræðingur, sem verður ráðgjafi í nýrri þáttaröð af byggingarþáttum fjölmiðlamannsins og smiðsins Gunnlaugs Helgasonar, Gulli byggir. 4. apríl 2012 15:30 Dæmi um að asbest sé losað í venjulega ruslagáma Fólk getur þurft að greiða hátt í hundrað þúsund krónur fyrir förgun á asbesti. Efnið er baneitrað en hætt er við að farið sé á svig við reglur um förgun vegna hás kostnaðar eða vanþekkingar. 6. nóvember 2014 17:55 Mest lesið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Fleiri fréttir „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Sjá meira
Í hláturskasti vegna ommelettuuppskriftar Gordon Ramsey Umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni áttu í vandræðum með að hemja hláturinn í morgun. 15. janúar 2015 19:13
Glæpasagnadrottning gefur ráð í þáttum Gulla Helga "Ég er svo glöð að einhver á Íslandi sé að búa til sjónvarpsefni um framkvæmdir að það var auðsótt mál að fá mig til að taka þátt,“ segir Yrsa Sigurðardóttir, rithöfundur og verkfræðingur, sem verður ráðgjafi í nýrri þáttaröð af byggingarþáttum fjölmiðlamannsins og smiðsins Gunnlaugs Helgasonar, Gulli byggir. 4. apríl 2012 15:30
Dæmi um að asbest sé losað í venjulega ruslagáma Fólk getur þurft að greiða hátt í hundrað þúsund krónur fyrir förgun á asbesti. Efnið er baneitrað en hætt er við að farið sé á svig við reglur um förgun vegna hás kostnaðar eða vanþekkingar. 6. nóvember 2014 17:55