Kynnir Eddunnar í ár er Edda Björg Eyjólfsdóttir, leikkona, en að auki munu Dóri DNA, Óttar Proppé, S. Björn Blöndal, Saga Garðarsdóttir og Steindi Jr. koma fram svo aðeins fáir séu nefndir til sögunnar.
Fram að verðlaunaafhendingunni mun Vísir hita upp með því að renna yfir þá sem eru tilnefndir til verðlauna í helstu flokkunum. Björn Thors, Sigurður Sigurjónsson og Þorsteinn Bachmann eru tilnefndir til verðlauna fyrir besta leik í aðalhlutverki.
Auk beinu útsendingarinnar, verður Eddan virk á eftirfarandi samfélagsmiðlum, sem munu ekki láta neitt framhjá sér fara, hvort sem það gerist á rauða dreglinum, í salnum, á sviðinu eða baksviðs þar sem tilfinningarnar verða í hámarki.
Instagram: Edduverdlaun
Twitter: @edduverdlaun
Snapchat: Edduverdlaun
Hashtag: #Eddan