Íslendingar vinna ekki Eurovision fyrr en DAS-bandið kemst þangað Birgir Olgeirsson skrifar 18. febrúar 2015 16:34 DAS-bandið hefur verið starfrækt í fimmtán ár og vekur alltaf mikla lukku þegar það leikur fyrir dansi á Hrafnistu. Vísir/Pjetur Það var heldur betur fjör á Hrafnistu í Reykjavík í dag þar sem DAS-hljómsveitin lék fyrir dansi á Öskudagsballi. Um margra ára hefð er að ræða og mæta margir íbúar Hrafnistu með höfuðföt á ballið en færst hefur í vöxt að starfsfólkið klæði sig í búninga eins og meðfylgjandi myndir sína. DAS-bandið fagnar fimmtán ára starfsafmæli í ár en forsprakki þess er Böðvar Guðmundsson. Hann skipaði bandið ásamt Kristjáni Þorkelssyni í upphafi þar sem Böðvar lék á harmonikku og Kristján sló taktinn á trommusett. Síðan hafa bæst við bandið bæði heimilismenn og gamlir kunningjar Böðvars sem áður voru í hljómsveitum.Spila í hverri viku „Síðasta föstudag vorum við fimmtán sem spiluðum saman en í dag vorum við bara fjórir af praktískum ástæðum,“ segir Böðvar en flestir úr DAS-bandinu eru íbúar Hrafnistu í Hafnarfirði. Þar leika þeir fyrir dansi á hverjum föstudegi en á fimm til sex vinka fresti á Hrafnistu í Reykjavík við góðar undirtekir. Tónlistin sem þeir leika er aðallega frá sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar. „Þetta er bara þessi gamla tónlist sem var á böllunum sem þessi kynslóð sem býr inni á Hrafnistu í dag þekkir og man eftir. Hún var vinsæl í kringum 50 og 60. Það er það sem við spilum mest. Svo höfum við reynt að tína inn eitt og eitt nýtt,“ segir Böðvar og tekur sem dæmi lag Bjartmars Guðlaugssonar, Þannig týnist tíminn, sem var valið Óskalag þjóðarinnar í samnefndum þáttum sem sýndir voru í Sjónvarpinu síðastliðið haust. „Það verður að fylgja með.“Komast ekki inn í Söngvakeppnina En DAS-bandið er ekki aðeins með hugann við dansleiki á Hrafnistu. Það á sér stærri drauma og einn þeirra er að verða fulltrúi Íslendinga í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision. Hugmyndin kviknaði árið 2012 þegar ömmurnar frá Buranovo höfnuðu í öðru sæti í Eurovision fyrir hönd Rússlands og hefur sú saga gengið á Hrafnistu að Íslendingar munu ekki hrósa sigri í keppninni fyrr en DAS-bandið kemst þangað. „Við höfum tvisvar sent inn í Söngvakeppni Sjónvarpsins en því miður náði þetta ekki eyrum dómnefndar. En við höfum bara fyrst og fremst voða gaman að þessu og þetta er nú í gríni gert,“ segir Böðvar sem segist styðja þá kenningu að Íslendingar vinni ekki Eurovision fyrr en DAS-bandið kemst þangað. „Við höfum tröllatrú á okkur það er ekki það.“ Eurovision Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Ekki meira en bara vinir Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fleiri fréttir „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Sjá meira
Það var heldur betur fjör á Hrafnistu í Reykjavík í dag þar sem DAS-hljómsveitin lék fyrir dansi á Öskudagsballi. Um margra ára hefð er að ræða og mæta margir íbúar Hrafnistu með höfuðföt á ballið en færst hefur í vöxt að starfsfólkið klæði sig í búninga eins og meðfylgjandi myndir sína. DAS-bandið fagnar fimmtán ára starfsafmæli í ár en forsprakki þess er Böðvar Guðmundsson. Hann skipaði bandið ásamt Kristjáni Þorkelssyni í upphafi þar sem Böðvar lék á harmonikku og Kristján sló taktinn á trommusett. Síðan hafa bæst við bandið bæði heimilismenn og gamlir kunningjar Böðvars sem áður voru í hljómsveitum.Spila í hverri viku „Síðasta föstudag vorum við fimmtán sem spiluðum saman en í dag vorum við bara fjórir af praktískum ástæðum,“ segir Böðvar en flestir úr DAS-bandinu eru íbúar Hrafnistu í Hafnarfirði. Þar leika þeir fyrir dansi á hverjum föstudegi en á fimm til sex vinka fresti á Hrafnistu í Reykjavík við góðar undirtekir. Tónlistin sem þeir leika er aðallega frá sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar. „Þetta er bara þessi gamla tónlist sem var á böllunum sem þessi kynslóð sem býr inni á Hrafnistu í dag þekkir og man eftir. Hún var vinsæl í kringum 50 og 60. Það er það sem við spilum mest. Svo höfum við reynt að tína inn eitt og eitt nýtt,“ segir Böðvar og tekur sem dæmi lag Bjartmars Guðlaugssonar, Þannig týnist tíminn, sem var valið Óskalag þjóðarinnar í samnefndum þáttum sem sýndir voru í Sjónvarpinu síðastliðið haust. „Það verður að fylgja með.“Komast ekki inn í Söngvakeppnina En DAS-bandið er ekki aðeins með hugann við dansleiki á Hrafnistu. Það á sér stærri drauma og einn þeirra er að verða fulltrúi Íslendinga í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision. Hugmyndin kviknaði árið 2012 þegar ömmurnar frá Buranovo höfnuðu í öðru sæti í Eurovision fyrir hönd Rússlands og hefur sú saga gengið á Hrafnistu að Íslendingar munu ekki hrósa sigri í keppninni fyrr en DAS-bandið kemst þangað. „Við höfum tvisvar sent inn í Söngvakeppni Sjónvarpsins en því miður náði þetta ekki eyrum dómnefndar. En við höfum bara fyrst og fremst voða gaman að þessu og þetta er nú í gríni gert,“ segir Böðvar sem segist styðja þá kenningu að Íslendingar vinni ekki Eurovision fyrr en DAS-bandið kemst þangað. „Við höfum tröllatrú á okkur það er ekki það.“
Eurovision Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Ekki meira en bara vinir Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fleiri fréttir „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Sjá meira