Þorfinnur var einn helsti heimildamyndasmiður Íslendinga og á að baki fjölda verka.
Hann útskrifaðist 1987 frá California College of Arts and Crafts þar sem hann lagði stund á nám kvikmyndagerð. Í framhaldi af því hóf hann störf hjá Sjónvarpinu þar sem hann starfaði um árabil sem myndatökumaður, klippari og dagskrárgerðarmaður.
Þorfinnur gerði meðal annars myndirnar Húsey, Hagamús: með lífið í lúkunum, Lalli Johns, Grand Rokk, Hestasögu og Draumalandið.
Síðastliðin fimm ár sendi Þorfinnur frá sér þrjár myndir; Garðarshólma (2010) um eftirmála hrunsins og tilraun til nýrrar samfélagsuppbyggingar, Bakka-Baldur (2011) um náið samband manns og hests – og nú rétt fyrir síðustu áramót Víkingó um íslenskan hanaatshaldara og vini hans í Dóminíska lýðveldinu.
Ferill Þorfinns er að sönnu tilkomumikill, ekki síst þegar haft er í huga hversu mikill tími fór í hverja mynd um sig:
- Húsey - 1993
- Hagamús: með lífið í lúkunum – 1997
- Lalli Johns - 2001
- Grandrokk the movie - 2003
- Hestasaga - 2004
- Draumalandið – 2009
- Bakka-Baldur - 2011
- Vikingo – 2014
Þorfinnur var nýverið í ítarlegu viðtali í Fréttablaðinu þar sem hann ræddi um nýjustu mynd sína, Víkingó.