Sérfræðingarnir spá virkilega spennandi úrslitaþætti Birgir Olgeirsson skrifar 14. febrúar 2015 18:53 Salka Sól, Ragnhildur Steinunn og Gunna Dís, kynnar Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár. Þórdís Inga Þórarinsdóttir. Spennan magnast fyrir úrslitaþátt söngvakeppni Sjónvarpsins í kvöld. Sjö lög keppa þar um hylli áhorfenda og dómnefndar í þeirri von um að verða framlag Íslendinga í Eurovision, söngvakeppn evrópskra sjónvarpsstöðva, í Vín í Austurríki. Greint hefur verið frá spám veðbanka en Friðriki Dór, sem flytur lagið Once Again, er í dag spáð sigri í Söngvakeppninni af sænskum sérfræðingum á vef Betsson. Maríu Ólafsdóttur er spáð öðru sæti en hún flytur lagið Unbroken. Þá er laginu Piltur og stúlka spáð þriðja sætinu en það er í flutning Björns Jörundar og félaga.Sjá einnig: Saga einvíga í Söngvakeppni SjónvarpsinsDr. GunniStefán KarlssonVísir ákvað að heyra hljóðið í nokkrum áhugamönnum um Söngvakeppnina. Tónlistarmaðurinn Gunnar Lárus Hjálmarsson, betur þekktur sem Dr. Gunni, spáir því að Friðrik Dór verði fulltrúi Íslendinga í Eurovision þegar kvöldið er liðið. „Það eru mörg ágætis lög í ár,“ segir Gunni og telur þrjú lög eiga möguleika á að komast í tveggja laga einvígið. Þau eru Piltur og stúlka, Unbroken og Once Again. „Segjum bara að Friðrik Dór fari til Austurríkis, þetta er svo gott hjá honum á ensku.“Sjá einnig:Hvaða lag verður framlag Íslands í Eurovision? Sjáðu öll lögin Reynir Þór Eggertsson. GVAEurovision-fræðingurinn Reynir Þór Eggertsson fer þvert á alla veðbanka og spáir laginu Dance Slow, í flutningi hinnar 16 ára gömlu Elínar Sif Halldórsdóttur, sigri í kvöld. „Ég spáði í dag að Friðrik Dór og Elín Sif muni mætast í einvíginu og Dance Slow muni viunna. Það er ekki gott að skipta um skoðun samdægurs en ég veit ekki neitt. Þetta verður mjög spennandi,“ segir Reynir Þór.Alma ásamt sænska Eurovision-faranum Eric Saade.Þá var einnig rætt við Ölmu Tryggvadóttir en hún er í stjórn FÁSES, Félags áhugafólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, en félagsmenn munu fjölmenna í Háskólabíói í kvöld þar sem úrslitin fara fram. Klúbburinn er partur af alþjóðlegum samtökum sem kallast OGAE og hefur íslenski klúbburinn verið starfræktur frá 2011. Hún spáir lögum Friðriks Dórs, Maríu Ólafs og hljómsveitarinnar Sunday, sem flytur Feathers, góðu gengi. „Öll lögin í úrslitunum eru mjög sterk. Ég held að Friðrik Dór og Feathers endi í úrslitunum og held að Friðrik Dór standi uppi sem sigurvegari í kvöld, segir Alma. Eurovision Tengdar fréttir Ástralía tekur þátt í Eurovision í ár Þjóðin fær þátttökurétt í tilefni sextíu ára afmælis keppninnar. 10. febrúar 2015 17:36 Fimm lög verða flutt á ensku í úrslitakeppninni Lögin verða flutt á því tungumáli sem þau yrði flutt í Austurríki 11. febrúar 2015 16:20 Söngvakeppnin brýtur eigin reglur Nöfn dómnefndarmanna áttu að vera opinber viku fyrir úrslitin - Leynidómnefndin sem valdi lag í úrslitin fæst ekki opinberuð. 9. febrúar 2015 11:00 Frikka Dór spáð sigri í Eurovision Friðriki Dór er nú spáð sigri í undankeppni Eurovision sem fram fer í Háskólabíó en fyrr í þessari viku var Birni Jörundi og félögum spáð efsta sætinu. 14. febrúar 2015 15:35 Fréttaskýring: Saga einvíga í Söngvakeppni Sjónvarpsins Einvígin voru sett á eftir umdeild úrslit árið 2012. 14. febrúar 2015 12:00 Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Sjá meira
Spennan magnast fyrir úrslitaþátt söngvakeppni Sjónvarpsins í kvöld. Sjö lög keppa þar um hylli áhorfenda og dómnefndar í þeirri von um að verða framlag Íslendinga í Eurovision, söngvakeppn evrópskra sjónvarpsstöðva, í Vín í Austurríki. Greint hefur verið frá spám veðbanka en Friðriki Dór, sem flytur lagið Once Again, er í dag spáð sigri í Söngvakeppninni af sænskum sérfræðingum á vef Betsson. Maríu Ólafsdóttur er spáð öðru sæti en hún flytur lagið Unbroken. Þá er laginu Piltur og stúlka spáð þriðja sætinu en það er í flutning Björns Jörundar og félaga.Sjá einnig: Saga einvíga í Söngvakeppni SjónvarpsinsDr. GunniStefán KarlssonVísir ákvað að heyra hljóðið í nokkrum áhugamönnum um Söngvakeppnina. Tónlistarmaðurinn Gunnar Lárus Hjálmarsson, betur þekktur sem Dr. Gunni, spáir því að Friðrik Dór verði fulltrúi Íslendinga í Eurovision þegar kvöldið er liðið. „Það eru mörg ágætis lög í ár,“ segir Gunni og telur þrjú lög eiga möguleika á að komast í tveggja laga einvígið. Þau eru Piltur og stúlka, Unbroken og Once Again. „Segjum bara að Friðrik Dór fari til Austurríkis, þetta er svo gott hjá honum á ensku.“Sjá einnig:Hvaða lag verður framlag Íslands í Eurovision? Sjáðu öll lögin Reynir Þór Eggertsson. GVAEurovision-fræðingurinn Reynir Þór Eggertsson fer þvert á alla veðbanka og spáir laginu Dance Slow, í flutningi hinnar 16 ára gömlu Elínar Sif Halldórsdóttur, sigri í kvöld. „Ég spáði í dag að Friðrik Dór og Elín Sif muni mætast í einvíginu og Dance Slow muni viunna. Það er ekki gott að skipta um skoðun samdægurs en ég veit ekki neitt. Þetta verður mjög spennandi,“ segir Reynir Þór.Alma ásamt sænska Eurovision-faranum Eric Saade.Þá var einnig rætt við Ölmu Tryggvadóttir en hún er í stjórn FÁSES, Félags áhugafólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, en félagsmenn munu fjölmenna í Háskólabíói í kvöld þar sem úrslitin fara fram. Klúbburinn er partur af alþjóðlegum samtökum sem kallast OGAE og hefur íslenski klúbburinn verið starfræktur frá 2011. Hún spáir lögum Friðriks Dórs, Maríu Ólafs og hljómsveitarinnar Sunday, sem flytur Feathers, góðu gengi. „Öll lögin í úrslitunum eru mjög sterk. Ég held að Friðrik Dór og Feathers endi í úrslitunum og held að Friðrik Dór standi uppi sem sigurvegari í kvöld, segir Alma.
Eurovision Tengdar fréttir Ástralía tekur þátt í Eurovision í ár Þjóðin fær þátttökurétt í tilefni sextíu ára afmælis keppninnar. 10. febrúar 2015 17:36 Fimm lög verða flutt á ensku í úrslitakeppninni Lögin verða flutt á því tungumáli sem þau yrði flutt í Austurríki 11. febrúar 2015 16:20 Söngvakeppnin brýtur eigin reglur Nöfn dómnefndarmanna áttu að vera opinber viku fyrir úrslitin - Leynidómnefndin sem valdi lag í úrslitin fæst ekki opinberuð. 9. febrúar 2015 11:00 Frikka Dór spáð sigri í Eurovision Friðriki Dór er nú spáð sigri í undankeppni Eurovision sem fram fer í Háskólabíó en fyrr í þessari viku var Birni Jörundi og félögum spáð efsta sætinu. 14. febrúar 2015 15:35 Fréttaskýring: Saga einvíga í Söngvakeppni Sjónvarpsins Einvígin voru sett á eftir umdeild úrslit árið 2012. 14. febrúar 2015 12:00 Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Sjá meira
Ástralía tekur þátt í Eurovision í ár Þjóðin fær þátttökurétt í tilefni sextíu ára afmælis keppninnar. 10. febrúar 2015 17:36
Fimm lög verða flutt á ensku í úrslitakeppninni Lögin verða flutt á því tungumáli sem þau yrði flutt í Austurríki 11. febrúar 2015 16:20
Söngvakeppnin brýtur eigin reglur Nöfn dómnefndarmanna áttu að vera opinber viku fyrir úrslitin - Leynidómnefndin sem valdi lag í úrslitin fæst ekki opinberuð. 9. febrúar 2015 11:00
Frikka Dór spáð sigri í Eurovision Friðriki Dór er nú spáð sigri í undankeppni Eurovision sem fram fer í Háskólabíó en fyrr í þessari viku var Birni Jörundi og félögum spáð efsta sætinu. 14. febrúar 2015 15:35
Fréttaskýring: Saga einvíga í Söngvakeppni Sjónvarpsins Einvígin voru sett á eftir umdeild úrslit árið 2012. 14. febrúar 2015 12:00