Barcelona vann í kvöld 3-1 heimasigur á Villarreal í fyrri undanúrslitaleik liðann í spænska Konungsbikarnum en seinni leikurinn fer síðan fram á heimavelli Villarreal.
Lionel Messi, Andres Iniesta og Gerard Pique skoruðu mörk Barcelona-liðsins en Neymar leyfði sér líka að láta að verja frá sér víti í stöðunni 3-1.
Luis Suárez bjó til fyrstu tvö mörkin fyrir Barcelona en Manu Trigueros jafnaði metin í 1-1 með mikilvægu útivallarmarki á 48. mínútu leiksins. Það var þó ekki eins dýrmætt eftir að Villarreal-liðið fékk á sig tvö mörk í seinni hálfleiknum.
Lionel Messi kom Barca í 1-0 á 41. mínútu eftir sendingu Suárez og Andres Iniesta kom Barcelona yfir í 2-1 á 50. mínútu þegar hann fylgdi á eftir skoti Suárez.
Gerard Piqué skoraði þriðja markið á 64. mínútu með skalla eftir sendingu frá Lionel Messi.
Neymar fékk víti á 71. mínútu en í stað þess að koma Börsungum í 4-1 þá lét hann Sergio Asenjo verja frá sér.
Sigurvegarinn úr undanúrslitaeinvígi Barcelona og Villarreal mætir annaðhvort Athletic Bilbao eða Espanyol í úrslitaleiknum.
Barcelona í ágætum málum eftir fyrri leikinn
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið







Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent
Enski boltinn


Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“
Íslenski boltinn

Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar
Enski boltinn