Sport

Vilja frjálsíþróttahöll á Akureyri

Úr Boganum, knattspyrnuhúsi á Akureyri.
Úr Boganum, knattspyrnuhúsi á Akureyri.
Frjálsíþróttafólk á Akureyri er orðið þreytt á því aðstöðuleysi sem íþróttafólkinu er boðið upp á þar í bæ.

Frjálsíþróttafólk frá UFA stóð sig mjög vel á Meistaramóti Íslands um nýliðna helgi og Gísli Sigurðsson, frjálsírþóttaþjálfari hjá UFA, vill nú að þetta fólk fái almennilega aðstöðu.

„Við frjálsíþróttamenn gerum þá kröfu um æfinga og keppnisaðstöðu á Akureyri  að þegar teknar eru ákvarðanir um fjármuni skattgreiðenda séu þeim sem ná árangri umbunað. Afreksárangur íþróttamanna UFA er raunverulegt framlag til samfélagsins. Núverandi kostnaður og stuðningur Akureyrarbæjar við uppbyggingu og utanumhald um þessa íþróttamenn er hverfandi og er innan við 10% af árs-kostnaði þeirra og félagsins af þeim," skrifar Gísli á Facebook-síðu sína og heldur áfram.

„Íþróttamenn á heimsklassa í íþróttum og félögin sem byggja slíka einstaklinga upp þurfa aðstöðu til að ná enn betri árangri með fleiri efnilega einstaklinga. Slíkt er ekki hægt við núverandi aðstæður á Akureyri.

„Frjálsíþróttasamband Íslands. Frjálsíþróttamenn á Akureyri og UFA þurfa innanhúss aðstöðu fyrir frjálsar íþróttir þar sem hægt er að byggja upp GEGN-HEILT FÉLAG og fá tækifæri að vinna með eðlilegum hætti að enn frekari uppbyggingu frjálsíþrótta og afreksmanna okkar.

„Það er eðlileg og sanngjörn krafa að þeir sem sýna árangur, hvort heldur eru íþróttamennirnir eða félög þeirra, sé umbunað með eðlilegum hætti þegar kemur að fjármunum til uppbyggingar íþróttaaðstöðu, Frjálsíþróttahöll á Akureyri !“


Tengdar fréttir

Kolbeinn Höður með nýtt Íslandsmet

Kolbeinn Höður Gunnarsson setti í dag nýtt Íslandsmet í 200 metra hlaupi á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum innanhús í Kaplakrika í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×