Mourinho skammast sín vegna stuðningsmanna Chelsea Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. febrúar 2015 17:50 Málið hefur vakið sterk viðbrögð í Englandi og Frakklandi, sem og víðar. Vísir/Getty/AFP Framferði nokkurra stuðningsmanna Chelsea eftir viðureign liðsins gegn PSG í Meistaradeild Evrópu í vikunni hefur vakið gríðarlega athygli. Meinuðu þeir þá þeldökkum manni að stíga um borð í neðanjarðarlest en atvikið var tekið upp á myndband sem fór um netið eins og eldur í sinu.Sjá einnig: Stuðningsmenn Chelsea hentu manni út úr lest í París „Við skömmumst okkar,“ sagði knattspyrnustjórinn Jose Mourinho á blaðamannafundi sínum í dag en Chelsea mætir Burnley í ensku úrvalsdeildinni á morgun. „Kannski er engin þörf á því enda neita ég að láta tengja mig við þetta fólk. Ég er tengdur Chelsea og svo mörgu sem þetta félag stendur fyrir. Ég fór héðan árið 2007 og gat ekki beðið eftir því að koma aftur. Ég vildi ekki koma aftur út af fólki eins og þessu.“ „Ég skammast mín fyrir það sem gerðist en ég endurtek - ég er stoltur af því að vera knattspyrnustjóri Chelsea því ég veit fyrir hvað þetta félag stendur. Þessir menn eru ekki fulltrúar félagsins.“ Chelsea sendi frá sér opinbera afsökunarbeiðni í dag og bauð fórnarlambinu, Souleymani S, að vera heiðursgestur á leik á Stamford Bridge og bauð honum að sitja í stúku með forráðamönnum félagsins. Yfirvöld í Frakklandi gáfu út í dag að þau hafi borið kennsl á sjö einstaklinga sem tengjast atvikinu á brautarpallinum á Richelieu-Drouot stöðinni í París. „Við erum rasistar - við erum rasistar - og þannig viljum við hafa það,“ sungu þeir um leið og Souleymani S var ýtt úr lestinni.Sjá einnig: Fórnarlamb Chelsea-rasistanna: Það á að fangelsa þessa menn Samkvæmt frönskum lögum er hægt að dæma viðkomandi í þriggja ára fangelsi og sekta um tæpar sjö milljónir króna fyrir lögbrot af þessu tagi. „Okkur skortir oft sönnunargögn en það er gott að það sé til upptaka af atvikinu. Við erum að bera kennsl á þessa menn þökk sé samstarfi okkar við ensku lögregluna.“ Eigandi Chelsea, Rússinn Roman Abramovitsj, er sagður afar brugðið og að honum hafi þótt framkoman ógeðfelld. Stjórnarformaðurinn Bruce Buck fundaði í dag með Ouseley lávarði, stjórnarformanni „Kick It Out“ átaksins sem berst gegn kynþáttafordómum í knattspyrnu. „Ég vil gera öllum ljóst fyrir því að öllum hjá félaginu líta á atvikið í París með mikilli óþökk,“ sagði hann við enska fjölmiðla og ítrekaði að félagið hefði verið í nánu samstarfi við lögregluyfirvöld bæði í París og Lundúnum vegna málsins, auk þess sem að það hefur staðið fyrir eigin rannsókn og nú þegar dæmt þrjá aðila í heimaleikjabann á Stamford Bridge.Wenger á æfingasvæði Arsenal í dag.Vísir/GettyFrakkinn Arsene Wenger, stjóri Arsenal, tjáði sig um málið á sínum blaðamannafundi í dag. „Þetta leit hræðilega út. Það verður að taka mjög hart á svona málum,“ sagði Wenger og bætti við að kynþáttafordómar væru stór vandi í samfélaginu.Sjá einnig: Blatter fordæmir Chelsea-rasistana | Enska sambandið vill banna þá Fleiri hafa tjáð sig, til að mynda forsætisráðherrann David Cameron. Hann sagði að myndefnið sem birtist hafi „valdið óhug og miklum áhyggjum“. Sepp Blatter, forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, sagði að það væri ekkert svigrúm í knattspyrnu fyrir kynþáttafordóma. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Fleiri fréttir Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Sjá meira
Framferði nokkurra stuðningsmanna Chelsea eftir viðureign liðsins gegn PSG í Meistaradeild Evrópu í vikunni hefur vakið gríðarlega athygli. Meinuðu þeir þá þeldökkum manni að stíga um borð í neðanjarðarlest en atvikið var tekið upp á myndband sem fór um netið eins og eldur í sinu.Sjá einnig: Stuðningsmenn Chelsea hentu manni út úr lest í París „Við skömmumst okkar,“ sagði knattspyrnustjórinn Jose Mourinho á blaðamannafundi sínum í dag en Chelsea mætir Burnley í ensku úrvalsdeildinni á morgun. „Kannski er engin þörf á því enda neita ég að láta tengja mig við þetta fólk. Ég er tengdur Chelsea og svo mörgu sem þetta félag stendur fyrir. Ég fór héðan árið 2007 og gat ekki beðið eftir því að koma aftur. Ég vildi ekki koma aftur út af fólki eins og þessu.“ „Ég skammast mín fyrir það sem gerðist en ég endurtek - ég er stoltur af því að vera knattspyrnustjóri Chelsea því ég veit fyrir hvað þetta félag stendur. Þessir menn eru ekki fulltrúar félagsins.“ Chelsea sendi frá sér opinbera afsökunarbeiðni í dag og bauð fórnarlambinu, Souleymani S, að vera heiðursgestur á leik á Stamford Bridge og bauð honum að sitja í stúku með forráðamönnum félagsins. Yfirvöld í Frakklandi gáfu út í dag að þau hafi borið kennsl á sjö einstaklinga sem tengjast atvikinu á brautarpallinum á Richelieu-Drouot stöðinni í París. „Við erum rasistar - við erum rasistar - og þannig viljum við hafa það,“ sungu þeir um leið og Souleymani S var ýtt úr lestinni.Sjá einnig: Fórnarlamb Chelsea-rasistanna: Það á að fangelsa þessa menn Samkvæmt frönskum lögum er hægt að dæma viðkomandi í þriggja ára fangelsi og sekta um tæpar sjö milljónir króna fyrir lögbrot af þessu tagi. „Okkur skortir oft sönnunargögn en það er gott að það sé til upptaka af atvikinu. Við erum að bera kennsl á þessa menn þökk sé samstarfi okkar við ensku lögregluna.“ Eigandi Chelsea, Rússinn Roman Abramovitsj, er sagður afar brugðið og að honum hafi þótt framkoman ógeðfelld. Stjórnarformaðurinn Bruce Buck fundaði í dag með Ouseley lávarði, stjórnarformanni „Kick It Out“ átaksins sem berst gegn kynþáttafordómum í knattspyrnu. „Ég vil gera öllum ljóst fyrir því að öllum hjá félaginu líta á atvikið í París með mikilli óþökk,“ sagði hann við enska fjölmiðla og ítrekaði að félagið hefði verið í nánu samstarfi við lögregluyfirvöld bæði í París og Lundúnum vegna málsins, auk þess sem að það hefur staðið fyrir eigin rannsókn og nú þegar dæmt þrjá aðila í heimaleikjabann á Stamford Bridge.Wenger á æfingasvæði Arsenal í dag.Vísir/GettyFrakkinn Arsene Wenger, stjóri Arsenal, tjáði sig um málið á sínum blaðamannafundi í dag. „Þetta leit hræðilega út. Það verður að taka mjög hart á svona málum,“ sagði Wenger og bætti við að kynþáttafordómar væru stór vandi í samfélaginu.Sjá einnig: Blatter fordæmir Chelsea-rasistana | Enska sambandið vill banna þá Fleiri hafa tjáð sig, til að mynda forsætisráðherrann David Cameron. Hann sagði að myndefnið sem birtist hafi „valdið óhug og miklum áhyggjum“. Sepp Blatter, forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, sagði að það væri ekkert svigrúm í knattspyrnu fyrir kynþáttafordóma.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Fleiri fréttir Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn